Arðvæðing grunnstoða er lífshættuleg Drífa Snædal skrifar 16. október 2020 13:40 Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Á miðvikudaginn í næstu viku verður 44. þing ASÍ haldið og því er þetta síðasti föstudagspistillinn á þessu kjörtímabili. Það er sárgrætilegt að geta ekki hitt þingfulltrúa af öllu landinu á þingi ASÍ en auðvitað skiljanlegt. Þing ASÍ er staðurinn þar sem stærsta fjöldahreyfing landsins mótar stefnu til framtíðar og því fylgir mikill sprengikraftur. Nú verður þingið rafrænt og ýmsum dagskrárliðum frestað fram á vor þegar við getum vonandi komið saman. Hvað sem öðru líður hlakka ég til að heyra í þingfulltrúum um allt land í næstu viku í gegnum netheima. Styrkur verkalýðshreyfingarinnar er mikilvægur samfélaginu, ekki síst á þessum tímum þar sem ákvarðanir eru teknar sem varða okkur til langs tíma. Í umræðum á Alþingi í gær kom fram að fjármálaráðherra teldi þetta einmitt vera rétta tímann til að auka við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og lýsti því reyndar að sú vinna væri hafin. Enn og aftur skjóta upp afturhaldssamar skoðanir um rekstur hins opinbera og að lausnin felist í að arðvæða grunnstoðir okkar. Ef veiran og ástandið núna hefur kennt okkur eitthvað ætti það einmitt að vera hversu mikilvægt er að vera með sterkt og öflugt opinbert heilbrigðiskerfi. Arðvæðing grunnstoða grefur undan öryggi og er iðulega dýrari kostur þegar allt er talið. Þau lönd sem hafa gengið langt í einkavæðingu hjúkrunar- og læknisþjónustu súpa nú seyðið af því. Upp hefur komist að smitvarnir á einkareknum hjúkrunarheimilum í Svíþjóð voru hreinlega látnar víkja fyrir arðsemiskröfum, svo eitt dæmi sé tekið. Arðvæðing getur því reynst beinlínis lífshættuleg á tímum sem þessum, bæði gagnvart þeim sem þurfa á heilbrigðis- og félagsþjónustu að halda og svo starfsfólkinu sem vinnur innan þessara kerfa. Nær væri að styrkja heilbrigðiskerfið sem við eigum öll saman í stað þess að færa fjármagnseigendum veika og aldraða til að græða á. Í vikunni kom út fyrsta skýrsla sérfræðingahóps verkalýðshreyfingarinnar um efnahagsleg áhrif COVID. Þar er enn á ný varpað ljósi á það þunga höggi sem erlendir ríkisborgarar hafa tekið á vinnumarkaði, en einnig fjallað um áhrifin á ungt fólk sem stendur nú frammi fyrir auknu atvinnuleysi. Í lífi ungrar manneskju skipta mánuðir máli; skortur á afkomuöryggi, félagslífi og námstækifærum á þessum árum getur verið dýrkeypt til framtíðar. Vinnumarkaðsaðgerðir verða að mæta þessum hópum sérstaklega. Í skýrslunni er einnig fjallað um kynbundin og svæðisbundin áhrif kórónukreppunnar en hvoru tveggja þarf að vakta til að tryggja að aðgerðir stjórnvalda skili raunverulegum árangri. Stóra verkefnið framundan er að takast á við atvinnuleysi í hærri hæðum en okkar samfélag hefur nokkru sinni getað sætt sig við. Þing ASÍ kemur því saman við erfiðar aðstæður. En í fjöldahreyfingunni býr styrkurinn, krafturinn og langtímasýnin sem þarf til að fleyta samfélaginu í gegnum erfiða tíma. Á krepputímum þar sem samkomum eru skorður settar og fjöldafundir bannaðir er ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar enn meiri en ella, að vera málsvari almannahagsmuna. Ábyrgð okkar er mikil og undir henni rísum við. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun