Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2020 13:28 Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir áframhaldandi verðbólgu yfir markmiði Seðlabankans slá vopnin úr höndum Seðlabankans við frekari lækkun vaxta. Vísir/Vilhelm Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans mun lengur en hann gerir ráð fyrir í sinni spá. Þá muni atvinnuleysi aukast á næsta ári og verða rúm átta prósent að meðaltali. Hagvöxtur verði 3,4% árið 2021 og um 5% árin 2022 og 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir atvinnuleysi verða að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021, lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki útlit fyrir að ferðaþjónustan byrji að taka við sér fyrr en seint á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjá verulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Spáin miðist við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót og almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021. Í ágúst spá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Meiri svartsýni gætir í spá Landsbankans sem telur að verðbólgan verði lítillega yfir markmiði Seðlabankans fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári. Hún verði síðan að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023. „Sérstaklega slær þetta vopnin úr höndum Seðlabankann með að lækka vexti frekar til að örva hagkerfið. Við teljum fremur ólíklegt að vextir lækki frekar. Þeir eru núna 1% og við gerum ráð fyrir að þeir verði óbreyttir út næsta ár,“ segir Daníel Svavarsson. En samkvæmt spá Landsbankans hækki vextirnir í 1,75 prósent árið 2022 og 3,5 prósent í lok árs 2023. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans mun lengur en hann gerir ráð fyrir í sinni spá. Þá muni atvinnuleysi aukast á næsta ári og verða rúm átta prósent að meðaltali. Hagvöxtur verði 3,4% árið 2021 og um 5% árin 2022 og 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir atvinnuleysi verða að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021, lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki útlit fyrir að ferðaþjónustan byrji að taka við sér fyrr en seint á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjá verulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Spáin miðist við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót og almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021. Í ágúst spá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Meiri svartsýni gætir í spá Landsbankans sem telur að verðbólgan verði lítillega yfir markmiði Seðlabankans fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári. Hún verði síðan að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023. „Sérstaklega slær þetta vopnin úr höndum Seðlabankann með að lækka vexti frekar til að örva hagkerfið. Við teljum fremur ólíklegt að vextir lækki frekar. Þeir eru núna 1% og við gerum ráð fyrir að þeir verði óbreyttir út næsta ár,“ segir Daníel Svavarsson. En samkvæmt spá Landsbankans hækki vextirnir í 1,75 prósent árið 2022 og 3,5 prósent í lok árs 2023.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56