Stilla saman strengi sína gegn Kína Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2020 13:05 Mark Esper, Mike Pompeo, Rajnath Singh og Subrahmanyam Jaishankar ræddu við blaðamenn í dag. AP/Altaf Qadri Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína. Þetta sagði ráðherrann í Indlandi þar sem hann og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu með Subrahmanyam Jaishankar, utanríkisráðherra Indlands, og Rajnath Singh, varnarmálaráðherra, á árlegum fundi. Eftir fundinn var tilkynnt að skrifað hefði verið undir samkomulag um að ríkin deildu upplýsingum úr gervihnöttum og kortaupplýsingum, samkvæmt frétt Reuters. „Það er margt að gerast á meðan lýðræðisríkin okkar stilla saman strengi sína til að verja borgara okkar og hinn frjálsa heim,“ sagði Pompeo eftir fundinn. Hann sagði að leiðtogar ríkjanna tveggja og borgarar sæu sífellt betur að Kommúnistaflokkur Kína væri ekki vinur lýðræðis, laga, gagnsæis og annarra gilda lýðræðissamfélaga. Esper sagði að samkomulagið myndi auka samstarf herja Indlands og Bandaríkjanna Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum og það sama má segja um samband Indlands og Kína. Þá stefna Bandaríkin að því að selja Indverjum orrustuþotur og dróna. Pompeo hefur varið miklu púðri í að stappa stálinu í bandamenn Bandaríkjanna í Austur-Asíu og Kyrrahafinu og reyna að draga úr auknum áhrifum Kína en mikil spenna er á milli ríkjanna. Þá hefur komið til átaka á milli indverskra og kínverskra hermanna á landamærum ríkjanna. Tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum í sumar og hefur mikil spenna verið á landamærunum. Pompeo og Esper vottuðu þeim hermönnum virðingu sína í ferðinni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fyrr í þessum mánuði buðu Indverjar Áströlum að taka þátt í árlegum flotaæfingum með Bandaríkjunum og Japan. Yfirvöld í Kína hafa gagnrýnt þessar æfingar og segja þær ógna friði á svæðinu. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði blaðamönnum í dag að Pompeo ætti að láta af kaldastríðshugarfari sínu. Bandaríkin Indland Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin og Indland þurfi að vinna saman til að sporna gegn þeirri „ógn“ sem stafi af Kína. Þetta sagði ráðherrann í Indlandi þar sem hann og Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, funduðu með Subrahmanyam Jaishankar, utanríkisráðherra Indlands, og Rajnath Singh, varnarmálaráðherra, á árlegum fundi. Eftir fundinn var tilkynnt að skrifað hefði verið undir samkomulag um að ríkin deildu upplýsingum úr gervihnöttum og kortaupplýsingum, samkvæmt frétt Reuters. „Það er margt að gerast á meðan lýðræðisríkin okkar stilla saman strengi sína til að verja borgara okkar og hinn frjálsa heim,“ sagði Pompeo eftir fundinn. Hann sagði að leiðtogar ríkjanna tveggja og borgarar sæu sífellt betur að Kommúnistaflokkur Kína væri ekki vinur lýðræðis, laga, gagnsæis og annarra gilda lýðræðissamfélaga. Esper sagði að samkomulagið myndi auka samstarf herja Indlands og Bandaríkjanna Samband Bandaríkjanna og Kína hefur beðið hnekki á undanförnum mánuðum og það sama má segja um samband Indlands og Kína. Þá stefna Bandaríkin að því að selja Indverjum orrustuþotur og dróna. Pompeo hefur varið miklu púðri í að stappa stálinu í bandamenn Bandaríkjanna í Austur-Asíu og Kyrrahafinu og reyna að draga úr auknum áhrifum Kína en mikil spenna er á milli ríkjanna. Þá hefur komið til átaka á milli indverskra og kínverskra hermanna á landamærum ríkjanna. Tuttugu indverskir hermenn féllu í átökum í sumar og hefur mikil spenna verið á landamærunum. Pompeo og Esper vottuðu þeim hermönnum virðingu sína í ferðinni, samkvæmt AP fréttaveitunni. Fyrr í þessum mánuði buðu Indverjar Áströlum að taka þátt í árlegum flotaæfingum með Bandaríkjunum og Japan. Yfirvöld í Kína hafa gagnrýnt þessar æfingar og segja þær ógna friði á svæðinu. Wang Wenbin, talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína, sagði blaðamönnum í dag að Pompeo ætti að láta af kaldastríðshugarfari sínu.
Bandaríkin Indland Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira