Átta staðreyndir og tvær spurningar Katrín Oddsdóttir skrifar 29. október 2020 14:00 Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2012 sögðu 2/3 hlutar þeirra sem mættu á kjörstað í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar. Síðan þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að meiri hluta þjóðarinnar vill að nýja stjórnarskráin verði lögð til grundvallar. Sú nýjasta er frá því í gær. Fræðimenn á borð við Björgu Thorarensen (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja í riti og ræðu að "þjóðin sé stjórnarskrárgjafinn". Fræðimenn á borð við Eirík Tómasson (prófessor í stjórnskipunarrétti) segja að gildandi stjórnarskrá sé úrelt og við verðum að fá nýja. Meiri hluti kjósenda Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar, VG og Flokks fólksins vilja að nýja stjórnarskráin sé lögð til grundvallar. Á meðal kjósenda allra annarra flokka eru einnig misstórir hópar sem vilja það sama. Sama hvernig á það er horft þá eru þeir flokkar sem eru andvígir nýju stjórnarsrkánni í minni hluta á Alþingi. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Nú átta árum eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi ekki tekist að koma frumvarpi um nýju stjórnarskrána í atkvæðagreiðslu á þinginu. Slíkar tilraunir eru annað hvort stöðvaðar með beitingu dagskrárvalds forseta þingsins eða með málþófi. Fyrir vikið eiga kjósendur enga leið til að átta sig á hvar einstaka flokkar og þingmenn standa í þessu stærsta máli þjóðarinnar. Fyrr í þessum mánuði var flokksformönnum á Alþingi færður listi með 43.423 staðfestum undirskriftum frá kjósendum sem krefjast þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sé virt og nýja stjórnarskráin lögð til grundvallar. Spurning dagsins: Af hverju erum við enn að ræða þá hugmynd forsætisráðherra að leggja fram útvatnaðar breytingar á örfáum ákvæðum við gildandi stjórnarskrá? Ef Alþingi Íslendinga hefur ekki dug í sér til þess að láta fara fram umræður og atkvæðagreiðslu um nýju stjórnarskrána þá ber þinginu að mínu viti augljós skylda til að breyta aðeins breytingaákvæði stjórnarskrárinnar á þessu kjörtímabili og koma þannig lokaorðinu um það hvernig stjórnarskrá skal vera á Íslandi til þjóðarinnar, þar sem þetta vald á heima. Bónusspurning: Í ljósi staðreynda 1-8, hvort mynduð þið segja að það væri lýðræði, flokksræði eða fáræði á Íslandi? Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun