Líf eftir einelti – Hvernig ég varð bitur og drykkfeldur rithöfundur Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 4. nóvember 2020 08:31 Ég var lagður talsvert í einelti á mínum grunnskólaárum. Hefði ég verið spurður þá hefði ég óhikað svarað að fáir ættu jafn bágt og ég í þeim efnum. En það reyndist þó ekki satt. Fyrir nokkrum árum rataði gamli grunnskólinn minn t.d. í fréttirnar vegna þess nokkrir nemendur sem orðið höfðu fyrir afar slæmu einelti stigu fram og sögðu frá sinni reynslu og gagnrýndu skólastjórnendur og starfsfólk fyrir meint aðgerðarleysi. Margir hafa liðið mun verri kvalir yfir mun lengri tíma en ég og því get ég aðeins ímyndað mér hvernig líf mitt væri mögulega frábrugðið í dag ef eineltið sem ég varð fyrir hefði verið enn verra. En ég varð samt fyrir talsverðu einelti og hefur það eflaust haft mikil áhrif á hvers konar maður ég er í dag. Hver veit, kannski er til annar alheimur þar sem að ég varð ekki fyrir einelti og í þeim alheimi er ég kannski hamingjusamlega giftur, vinn á lögfræðistofu og keyri um á Cadillac. En hér í þessum heimi endaði ég sem bitur, drykkfeldur maður sem keyrir um á þrettán ára gömlum Hyundai Tuscon. En kannski er það þveröfugt. Kannski er hinn ég, í hinum alheiminum, vinafár, metnaðarlaus fíkill. Eða Guð má vita hvað. Ég trúi því að öll lífsreynsla, hvort sem að hún er góð eða slæm geti verið nýtt sem verkfæri í framtíðinni. Gott og gamalt enskt máltæki segir; ,,What ever doesn‘t kill you simply makes you stronger.‘‘ (Það sem ekki drepur mann, gerir mann sterkari). Í minni reynslu er þetta máltæki satt og prófað. En maður þarf þó að kunna að beisla sársaukann til þess að geta notað hann fyrir verkfæri í framtíðinni. Að láta foreldra greiða skaðabætur fyrir einelti barnanna En áður en lengra er haldið langar mig aðeins að tala um ummæli sem kennari að nafni Valgarður Reynisson lét falla nýverið um mögulegar varnir gegn einelti. Lagði hann til að foreldrar gerenda í eineltismálum væri gerðir ábyrgir fyrir eineltinu sem börnin þeirra stæðu fyrir og yrðu að greiða skaðabætur fyrir. Ég hefði haldið að það væri óþarfi að útskýra afhverju þetta er heimskuleg hugmynd en svo virðist sem að það sé ekki öllum nægilega augljóst. Einn af þeim sem að lagði mig talsvert í einelti þegar ég var í grunnskóla var sonur tveggja kennara við skólann. Móðir mín starfaði við bókasafn skólans og pabbi minn og faðir drengsins voru þar að auki góðir kunningjar vegna þess að báðir eru þeir virkir í hestamennsku. Foreldrar drengsins voru báðir einhver mestu ljúfmenni sem hægt er að hugsa sér. Það var aldrei nein fyrirstaða hjá þeim um að segja syni þeirra til og skamma hann eða reyna að fá hann ofan af því sem hann gerði. Það bara virkaði ekki. Hann vildi ekki hlusta eða tók sér reglulega pásur frá því að stríða mér svo að það leit út sem að hann væri að batna. Þar sem að foreldrar okkar okkar áttu öll í mjög góðu sambandi sín á milli get ég ekki ímyndað mér annað en að sú staðreynd að sonur annars parsins níddist að hinum hefði vegið afar þung á foreldrunum. M.ö.o. enginn vill að barnið sitt endi á að gerast gerandi í einelti. Ekki frekar en neinn vill að barnið sitt verði seinna glæpamaður eða fíkill. Sé ætlunin að refsa foreldrum fyrir það að eiga barn sem leggir önnur börn í einelti þá er það óþarft af þeirri ástæðu að þeim hefur þegar verið refsað. Refsing þeirra felst í að þau eiga barn sem er gerandi. Vissulega er nauðsinlegt að foreldrar slíkra barna séu höfð með í ráðum þegar reynt er að finna viðeigandi leið til þess að binda enda á eineltið. Eins er mikilvægt að foreldrar í þeirri stöðu átti sig á alvarleika ástandsins. En það að láta foreldra í þeirri aðstöðu t.d. greiða sektir myndi bara þýða að eymdin sem að barnið þeirra veldur breiðist út og hefur áhrif á fleiri en annars þyrfti. Gerendur og þolendur vaxa úr grasi Annars er gott að segja frá að drengur þessi lét að lokum af allri sinni slæmu hegðun og þegar komið var fram í 10. bekk vorum við meira að segja orðnir afar góðir vinir og erum enn. Í dag getum við gantast og hlegið að þessum undarlegu tímum þegar að við voru svarnir óvinir. Ég hef einnig heyrt frá sameiginlegum vinum, að margir af þeim sem að lögðu mig og aðra í einelti á þessum árum sjái að sér. Þetta situr á sálum margra þeirra eins og mari, nánast eins og á fórnarlömbum þeirra. Sjálfur er ég heldur ekki alsaklaus. Stundum þegar spjót eineltisins beindist að öðrum en mér tók ég sjálfur þátt og var þá orðinn gerandi. Og eftir situr hræðileg sektarkennd sem ég hef aldrei náð að hrissta af mér. Í dag mætir maður stundum einhverju af þessu fólki út á götu, núna erum við fullorðið fólk. Lífsreglurnar eru allt aðrar og sameiginlegar reynslur af hinum daglega hryllingi sem er að vera fullorðin einstaklingur vega mun meira en einhverjar syndir sem við frömdum í heimskuveröld barnsins. Þó er ekki að segja að ég hafi endilega fyrirgefið öllum sem að lögðu mig í einelti en það eru þó engin óþægindi sem fylgja því að hitta neitt þeirra. Það eru jú ekki þau sem lögðu mig í einelti heldur börnin sem þau voru þá. En þó er mögulegt að ef eineltið sem ég varð fyrir hefði verið grófara gæti ég kannski ekki átt við þau venjuleg samskipti í dag. Það er sennilega persónulegt og misjafnt milli einstaklinga. Heimskulegar hefndir Eflaust hafa margir ef ekki flestir sem verða fyrir einelti á einhverjum tímapunkti látið sig dreyma um að ná að hefna sín á einhvern hátt. Krakkar og unglingar sem að eru á því skeiði lífsins að hormónar taka gjarnan völdin frá almennri skynsemi eiga það stundum til að ofbeldisfullar kenndir taka hjá þeim völdin. En hefnd í formi ofbeldis er einnig mjög heimskuleg lausn við einelti, þó að slík örvænting sé vissulega vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Af þessu hef ég einnig, því miður, mína eigin reynslusögu. Þannig var að á tímabili var mjög vinsælt hjá nokkrum krökkum í mínum bekk að fela skólatöskuna mína einhversstaðar meðan að ég leit undan. Helst alveg í lok skóladags svo að ég myndi síðan missa af skólabílnum meðan ég leitaði að töskunni. Þegar þetta var búið að gerast mjög oft tók ég þá ákvörðun að um leið og ég myndi ná að standa einhvern að verki við þetta þá ætlaði ég að hjóla í viðkomandi af allri þeirri grimmd sem að styrkur minn var fær um. Alveg sama hver viðkomandi var. Og svo kom loks að því einn daginn að ég stóð einn að verki. Og ég stóð við mína fyrri skuldbindingu; orðlaust gekk ég að viðkomandi og lamdi hann. En mér leið ekkert betur eftir á. Kannski voru það tárin hans, kannski voru það meiðandi orð þeirra sem að urðu vitni að þessu. En eftir á fylltist ég hræðilegri sektarkennd og tómleikatilfinningu. Löngu síðar komst ég að því að strákurinn sem að faldi töskuna mína þennan dag var að gera það í fyrsta og eina skipti. Það voru aðrir strákar, sem einnig lögðu hann í einelti sem höfðu venjulega staðið að þessum heigulssama feluleik og hann hafði bara fengið þá hugmynd að taka þátt. Kannski myndu þeir láta hann í friði ef að hann tæki þátt í að níðast að mér. M.ö.o. hefndin reyndist tilgangslaus, subbuleg athöfn sem aðeins endaði á að skapa sjálfum mér og öðrum strák sem var þegar fórnarlamb eineldis meiri eymd. Og hef ég sterklega á tilfinningunni að margir af þeim sem að styðja heimskulegar aðgerðir eins og að sekta foreldra geranda þjáist af sambærilegum hefndarþorsta. En lausn sem að eykur eymdina í heiminum er ekki lausn heldur viðbót við sitjandi vandamál. Gott er þó að segja frá því að þessi strákur og ég urðum seinna meir bestu vinir og erum enn þann dag í dag. Snjallar „hefndir“ Þó er mögulegt að ná sér niðri á þeim leggja sig í einelti án þess að beita viðkomandi ofbeldi. Og er ég þá ekki að tala um að sofa hjá maka viðkomandi eða neitt slíkt, slíkt skapar einnig bara meiri eymd. En hægt er að ná sér niður á viðkomandi með persónulegum sigrum, þó að slíkt fari auðvitað verulega eftir þeim aðstæðum sem maður er í. Ég átti mér lengi þann draum um að verða lögreglumaður. Ég fékk eitt sumar tækifæri til þess að láta á mig reyna þegar ég fékk stöðu sem sumarafleysingarmaður í lögreglunni. Fyrsta daginn í starfinu fer ég út í búð í hádeginu og var auðvitað klæddur einkennisbúningnum. Þegar ég er á leið út úr búðinni mæti ég einum af strákunum sem að höfðu lagt mig í einelti þegar við vorum í grunnskóla. Sá var vægast sagt stóreygður að sjá mig. Mikilvægt er einnig að taka fram hann var á þessum tímapunkti í lífinu annálaður fyrir akstursglæfra og líklegast hefur lögreglan þekkt eitthvað til hans. En eitt var þó ljóst á þeirri stundu sem hann mætti mér þarna í búðinni þó að um það hafi ekki fallið nein orð. Við vissum það greinilega báðir að á þessari stundu sá hann skyndilega eftir öllu. Ég endaði þó aldrei á að þurfa að sekta hann og veit ég ekki betur en að hann sé venjulegur, heilsteyptur vinnandi maður í dag. Hatur og brjálsemi á framhaldsskólaárunum Rétt eins og með önnur sálræn áföll sem maður verður fyrir í æsku þá loðir eineltið mjög lengi við þolandann. Sjálfur varð ég nánast ekkert fyrir einelti eftir að ég kláraði grunnskólann. En eftir á að hyggja eru minningarnar sem ég hef úr grunnskóla þó betri en þær sem ég hef af framhaldsskólaárum mínum. Því það var þá sem að allir kvillarnir sem eineltið færðu mér sóttu hvað fastast að mér. Ég var rosalega feiminn og þar af leiðandi vinafár og einmanna. Eineltið hafði einnig gert það að verkum að ég var afar skapstyggur, orðljótur og brást hörkulega við öllu áreiti. Ég hafði gjarnan í hótunum við fólk og var almennt séð hálfgerður drullusokkur. Og eins og það sé ekki nógu slæmt þá tók ég á einhverjum tímapunkti uppá þeirri fásinni að reyna helst að eltast við stelpur sem voru töluvert yngri en ég. Vegna þess að ég var svo vandræðalegur og óvinsæll fékk ég þá flugu í höfuðið að aðeins yngri stelpur myndu líta við mér, þær væru ekki enn ,,búnar að læra‘‘ að það ætti að forðast mig. Og svo til að gera enn verra var ég, og er reyndar enn, einn mesti hryllingsmynda-aðdáandi sem uppi hefur verið og talaði ég oft varla um annað en morð og misþyrmingar. Eftir á að hyggja þá var möguleg ástæða þess að ég var ekki lagður í einelti þegar ég var í framhaldsskóla sennilega fyrst og fremst sú að ég var bara alltof skuggalegur. Eineltið hafði gert mig að þeim manni sem að venjulegir foreldrar vara börnin sín við. Leiðin út úr myrkrinu Lífsreynsla mín reyndist þó þrátt fyrir allt mjög gagnleg. Þegar ég var sextán ára settist ég niður og byrjaði að semja skáldsögu sem fjallaði m.a. um óhugnarleg morð, misþyrmingar, hryllingsmyndir og einelti. Söguhetjan, Alli, er fórnarlamb eineltis sem að þarf að stöðva óhugnarlegan, yfirnátturlegan morðingja. En fórnarlömb þessa morðingja reynast öll vera aðilar sem á einhverjum tímapunkti höfðu gert eitthvað á hlut söguhetjunnar. Mætti segja að sagan sé hin fullkomna endurheimt-reisnar-fantasía sem að svo mörg fórnarlömb eineltis dreymir um. En fyrir mér var sagan einskonar persónuleg heilunarmeðferð. Með sögunni gat ég fengið útrás fyrir alla þá reiði sem að í mér bjó og að lokum segja endanlega skilið við fortíðina. Besta mögulega leiðin sem maður getur tekið í lífinu til þess að takast á við alvarlegan, sálrænan sársauka er oft á tíðum listræn tjáning. En það er auðvitað eitthvað sem ekki allir eru færir um. Og vil ég einnig taka fram að ég tel mjög líklegt að heilunin hefði ekki verið nærri því eins öflug ef að bókinni hefði ekki verið tekið vel af lesendum og gagnrýnendum. Listræn tjáning er príðileg lausn en henni fylgja áhættur fyrir sálina. Ef bókin hefði ekkert selst eða bara verið mjög óvinsæl þá hefði það líklega bara verið enn eitt áfallið sem hefði leitt af sér enn meiri sjálfsvorkun. Það er því miður engin ein lausn sem allir geta nýtt sér til þess að ná sér á strik eftir einelti. Það er eitthvað sem að fólk eins og við þurfum að gera á okkar eigin hátt. Lokaorð Einelti er náttúrlegt fyrirbæri. Það er birtingarmynd af okkar meðfæddu innri hvötum hópsálarinnar. Örugglega eru til jafn margir ef ekki fleiri sem hafa á einhverjum tímapunkti tekið þátt í einelti eða hafa orðið fyrir barðinu af því. Enda er mjög auðvelt og náttúrlegt að fylgja fordæmi hópsálarinnar og taka þátt. Mun erfiðara er að standa gegn straumnum en að fylgja honum. Við erum öll mennsk. Og þar af leiðandi öll beisk, ófullkomin og fær um að særa. En lang flestir eru líka góðir og umhyggjusamir. Þegar nægilega margir eru vakandi, þorandi og umfram allt meðvitaðir er hægt að minnka skaðann af einelti til mikilla muna. Og akkúrat núna á tímum Covid-19 virðist það sýna sig hvað best hversu mikilvægt það er að fólk passi vel uppá og sé meðvitað um hvert annað. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég var lagður talsvert í einelti á mínum grunnskólaárum. Hefði ég verið spurður þá hefði ég óhikað svarað að fáir ættu jafn bágt og ég í þeim efnum. En það reyndist þó ekki satt. Fyrir nokkrum árum rataði gamli grunnskólinn minn t.d. í fréttirnar vegna þess nokkrir nemendur sem orðið höfðu fyrir afar slæmu einelti stigu fram og sögðu frá sinni reynslu og gagnrýndu skólastjórnendur og starfsfólk fyrir meint aðgerðarleysi. Margir hafa liðið mun verri kvalir yfir mun lengri tíma en ég og því get ég aðeins ímyndað mér hvernig líf mitt væri mögulega frábrugðið í dag ef eineltið sem ég varð fyrir hefði verið enn verra. En ég varð samt fyrir talsverðu einelti og hefur það eflaust haft mikil áhrif á hvers konar maður ég er í dag. Hver veit, kannski er til annar alheimur þar sem að ég varð ekki fyrir einelti og í þeim alheimi er ég kannski hamingjusamlega giftur, vinn á lögfræðistofu og keyri um á Cadillac. En hér í þessum heimi endaði ég sem bitur, drykkfeldur maður sem keyrir um á þrettán ára gömlum Hyundai Tuscon. En kannski er það þveröfugt. Kannski er hinn ég, í hinum alheiminum, vinafár, metnaðarlaus fíkill. Eða Guð má vita hvað. Ég trúi því að öll lífsreynsla, hvort sem að hún er góð eða slæm geti verið nýtt sem verkfæri í framtíðinni. Gott og gamalt enskt máltæki segir; ,,What ever doesn‘t kill you simply makes you stronger.‘‘ (Það sem ekki drepur mann, gerir mann sterkari). Í minni reynslu er þetta máltæki satt og prófað. En maður þarf þó að kunna að beisla sársaukann til þess að geta notað hann fyrir verkfæri í framtíðinni. Að láta foreldra greiða skaðabætur fyrir einelti barnanna En áður en lengra er haldið langar mig aðeins að tala um ummæli sem kennari að nafni Valgarður Reynisson lét falla nýverið um mögulegar varnir gegn einelti. Lagði hann til að foreldrar gerenda í eineltismálum væri gerðir ábyrgir fyrir eineltinu sem börnin þeirra stæðu fyrir og yrðu að greiða skaðabætur fyrir. Ég hefði haldið að það væri óþarfi að útskýra afhverju þetta er heimskuleg hugmynd en svo virðist sem að það sé ekki öllum nægilega augljóst. Einn af þeim sem að lagði mig talsvert í einelti þegar ég var í grunnskóla var sonur tveggja kennara við skólann. Móðir mín starfaði við bókasafn skólans og pabbi minn og faðir drengsins voru þar að auki góðir kunningjar vegna þess að báðir eru þeir virkir í hestamennsku. Foreldrar drengsins voru báðir einhver mestu ljúfmenni sem hægt er að hugsa sér. Það var aldrei nein fyrirstaða hjá þeim um að segja syni þeirra til og skamma hann eða reyna að fá hann ofan af því sem hann gerði. Það bara virkaði ekki. Hann vildi ekki hlusta eða tók sér reglulega pásur frá því að stríða mér svo að það leit út sem að hann væri að batna. Þar sem að foreldrar okkar okkar áttu öll í mjög góðu sambandi sín á milli get ég ekki ímyndað mér annað en að sú staðreynd að sonur annars parsins níddist að hinum hefði vegið afar þung á foreldrunum. M.ö.o. enginn vill að barnið sitt endi á að gerast gerandi í einelti. Ekki frekar en neinn vill að barnið sitt verði seinna glæpamaður eða fíkill. Sé ætlunin að refsa foreldrum fyrir það að eiga barn sem leggir önnur börn í einelti þá er það óþarft af þeirri ástæðu að þeim hefur þegar verið refsað. Refsing þeirra felst í að þau eiga barn sem er gerandi. Vissulega er nauðsinlegt að foreldrar slíkra barna séu höfð með í ráðum þegar reynt er að finna viðeigandi leið til þess að binda enda á eineltið. Eins er mikilvægt að foreldrar í þeirri stöðu átti sig á alvarleika ástandsins. En það að láta foreldra í þeirri aðstöðu t.d. greiða sektir myndi bara þýða að eymdin sem að barnið þeirra veldur breiðist út og hefur áhrif á fleiri en annars þyrfti. Gerendur og þolendur vaxa úr grasi Annars er gott að segja frá að drengur þessi lét að lokum af allri sinni slæmu hegðun og þegar komið var fram í 10. bekk vorum við meira að segja orðnir afar góðir vinir og erum enn. Í dag getum við gantast og hlegið að þessum undarlegu tímum þegar að við voru svarnir óvinir. Ég hef einnig heyrt frá sameiginlegum vinum, að margir af þeim sem að lögðu mig og aðra í einelti á þessum árum sjái að sér. Þetta situr á sálum margra þeirra eins og mari, nánast eins og á fórnarlömbum þeirra. Sjálfur er ég heldur ekki alsaklaus. Stundum þegar spjót eineltisins beindist að öðrum en mér tók ég sjálfur þátt og var þá orðinn gerandi. Og eftir situr hræðileg sektarkennd sem ég hef aldrei náð að hrissta af mér. Í dag mætir maður stundum einhverju af þessu fólki út á götu, núna erum við fullorðið fólk. Lífsreglurnar eru allt aðrar og sameiginlegar reynslur af hinum daglega hryllingi sem er að vera fullorðin einstaklingur vega mun meira en einhverjar syndir sem við frömdum í heimskuveröld barnsins. Þó er ekki að segja að ég hafi endilega fyrirgefið öllum sem að lögðu mig í einelti en það eru þó engin óþægindi sem fylgja því að hitta neitt þeirra. Það eru jú ekki þau sem lögðu mig í einelti heldur börnin sem þau voru þá. En þó er mögulegt að ef eineltið sem ég varð fyrir hefði verið grófara gæti ég kannski ekki átt við þau venjuleg samskipti í dag. Það er sennilega persónulegt og misjafnt milli einstaklinga. Heimskulegar hefndir Eflaust hafa margir ef ekki flestir sem verða fyrir einelti á einhverjum tímapunkti látið sig dreyma um að ná að hefna sín á einhvern hátt. Krakkar og unglingar sem að eru á því skeiði lífsins að hormónar taka gjarnan völdin frá almennri skynsemi eiga það stundum til að ofbeldisfullar kenndir taka hjá þeim völdin. En hefnd í formi ofbeldis er einnig mjög heimskuleg lausn við einelti, þó að slík örvænting sé vissulega vel skiljanleg í ljósi aðstæðna. Af þessu hef ég einnig, því miður, mína eigin reynslusögu. Þannig var að á tímabili var mjög vinsælt hjá nokkrum krökkum í mínum bekk að fela skólatöskuna mína einhversstaðar meðan að ég leit undan. Helst alveg í lok skóladags svo að ég myndi síðan missa af skólabílnum meðan ég leitaði að töskunni. Þegar þetta var búið að gerast mjög oft tók ég þá ákvörðun að um leið og ég myndi ná að standa einhvern að verki við þetta þá ætlaði ég að hjóla í viðkomandi af allri þeirri grimmd sem að styrkur minn var fær um. Alveg sama hver viðkomandi var. Og svo kom loks að því einn daginn að ég stóð einn að verki. Og ég stóð við mína fyrri skuldbindingu; orðlaust gekk ég að viðkomandi og lamdi hann. En mér leið ekkert betur eftir á. Kannski voru það tárin hans, kannski voru það meiðandi orð þeirra sem að urðu vitni að þessu. En eftir á fylltist ég hræðilegri sektarkennd og tómleikatilfinningu. Löngu síðar komst ég að því að strákurinn sem að faldi töskuna mína þennan dag var að gera það í fyrsta og eina skipti. Það voru aðrir strákar, sem einnig lögðu hann í einelti sem höfðu venjulega staðið að þessum heigulssama feluleik og hann hafði bara fengið þá hugmynd að taka þátt. Kannski myndu þeir láta hann í friði ef að hann tæki þátt í að níðast að mér. M.ö.o. hefndin reyndist tilgangslaus, subbuleg athöfn sem aðeins endaði á að skapa sjálfum mér og öðrum strák sem var þegar fórnarlamb eineldis meiri eymd. Og hef ég sterklega á tilfinningunni að margir af þeim sem að styðja heimskulegar aðgerðir eins og að sekta foreldra geranda þjáist af sambærilegum hefndarþorsta. En lausn sem að eykur eymdina í heiminum er ekki lausn heldur viðbót við sitjandi vandamál. Gott er þó að segja frá því að þessi strákur og ég urðum seinna meir bestu vinir og erum enn þann dag í dag. Snjallar „hefndir“ Þó er mögulegt að ná sér niðri á þeim leggja sig í einelti án þess að beita viðkomandi ofbeldi. Og er ég þá ekki að tala um að sofa hjá maka viðkomandi eða neitt slíkt, slíkt skapar einnig bara meiri eymd. En hægt er að ná sér niður á viðkomandi með persónulegum sigrum, þó að slíkt fari auðvitað verulega eftir þeim aðstæðum sem maður er í. Ég átti mér lengi þann draum um að verða lögreglumaður. Ég fékk eitt sumar tækifæri til þess að láta á mig reyna þegar ég fékk stöðu sem sumarafleysingarmaður í lögreglunni. Fyrsta daginn í starfinu fer ég út í búð í hádeginu og var auðvitað klæddur einkennisbúningnum. Þegar ég er á leið út úr búðinni mæti ég einum af strákunum sem að höfðu lagt mig í einelti þegar við vorum í grunnskóla. Sá var vægast sagt stóreygður að sjá mig. Mikilvægt er einnig að taka fram hann var á þessum tímapunkti í lífinu annálaður fyrir akstursglæfra og líklegast hefur lögreglan þekkt eitthvað til hans. En eitt var þó ljóst á þeirri stundu sem hann mætti mér þarna í búðinni þó að um það hafi ekki fallið nein orð. Við vissum það greinilega báðir að á þessari stundu sá hann skyndilega eftir öllu. Ég endaði þó aldrei á að þurfa að sekta hann og veit ég ekki betur en að hann sé venjulegur, heilsteyptur vinnandi maður í dag. Hatur og brjálsemi á framhaldsskólaárunum Rétt eins og með önnur sálræn áföll sem maður verður fyrir í æsku þá loðir eineltið mjög lengi við þolandann. Sjálfur varð ég nánast ekkert fyrir einelti eftir að ég kláraði grunnskólann. En eftir á að hyggja eru minningarnar sem ég hef úr grunnskóla þó betri en þær sem ég hef af framhaldsskólaárum mínum. Því það var þá sem að allir kvillarnir sem eineltið færðu mér sóttu hvað fastast að mér. Ég var rosalega feiminn og þar af leiðandi vinafár og einmanna. Eineltið hafði einnig gert það að verkum að ég var afar skapstyggur, orðljótur og brást hörkulega við öllu áreiti. Ég hafði gjarnan í hótunum við fólk og var almennt séð hálfgerður drullusokkur. Og eins og það sé ekki nógu slæmt þá tók ég á einhverjum tímapunkti uppá þeirri fásinni að reyna helst að eltast við stelpur sem voru töluvert yngri en ég. Vegna þess að ég var svo vandræðalegur og óvinsæll fékk ég þá flugu í höfuðið að aðeins yngri stelpur myndu líta við mér, þær væru ekki enn ,,búnar að læra‘‘ að það ætti að forðast mig. Og svo til að gera enn verra var ég, og er reyndar enn, einn mesti hryllingsmynda-aðdáandi sem uppi hefur verið og talaði ég oft varla um annað en morð og misþyrmingar. Eftir á að hyggja þá var möguleg ástæða þess að ég var ekki lagður í einelti þegar ég var í framhaldsskóla sennilega fyrst og fremst sú að ég var bara alltof skuggalegur. Eineltið hafði gert mig að þeim manni sem að venjulegir foreldrar vara börnin sín við. Leiðin út úr myrkrinu Lífsreynsla mín reyndist þó þrátt fyrir allt mjög gagnleg. Þegar ég var sextán ára settist ég niður og byrjaði að semja skáldsögu sem fjallaði m.a. um óhugnarleg morð, misþyrmingar, hryllingsmyndir og einelti. Söguhetjan, Alli, er fórnarlamb eineltis sem að þarf að stöðva óhugnarlegan, yfirnátturlegan morðingja. En fórnarlömb þessa morðingja reynast öll vera aðilar sem á einhverjum tímapunkti höfðu gert eitthvað á hlut söguhetjunnar. Mætti segja að sagan sé hin fullkomna endurheimt-reisnar-fantasía sem að svo mörg fórnarlömb eineltis dreymir um. En fyrir mér var sagan einskonar persónuleg heilunarmeðferð. Með sögunni gat ég fengið útrás fyrir alla þá reiði sem að í mér bjó og að lokum segja endanlega skilið við fortíðina. Besta mögulega leiðin sem maður getur tekið í lífinu til þess að takast á við alvarlegan, sálrænan sársauka er oft á tíðum listræn tjáning. En það er auðvitað eitthvað sem ekki allir eru færir um. Og vil ég einnig taka fram að ég tel mjög líklegt að heilunin hefði ekki verið nærri því eins öflug ef að bókinni hefði ekki verið tekið vel af lesendum og gagnrýnendum. Listræn tjáning er príðileg lausn en henni fylgja áhættur fyrir sálina. Ef bókin hefði ekkert selst eða bara verið mjög óvinsæl þá hefði það líklega bara verið enn eitt áfallið sem hefði leitt af sér enn meiri sjálfsvorkun. Það er því miður engin ein lausn sem allir geta nýtt sér til þess að ná sér á strik eftir einelti. Það er eitthvað sem að fólk eins og við þurfum að gera á okkar eigin hátt. Lokaorð Einelti er náttúrlegt fyrirbæri. Það er birtingarmynd af okkar meðfæddu innri hvötum hópsálarinnar. Örugglega eru til jafn margir ef ekki fleiri sem hafa á einhverjum tímapunkti tekið þátt í einelti eða hafa orðið fyrir barðinu af því. Enda er mjög auðvelt og náttúrlegt að fylgja fordæmi hópsálarinnar og taka þátt. Mun erfiðara er að standa gegn straumnum en að fylgja honum. Við erum öll mennsk. Og þar af leiðandi öll beisk, ófullkomin og fær um að særa. En lang flestir eru líka góðir og umhyggjusamir. Þegar nægilega margir eru vakandi, þorandi og umfram allt meðvitaðir er hægt að minnka skaðann af einelti til mikilla muna. Og akkúrat núna á tímum Covid-19 virðist það sýna sig hvað best hversu mikilvægt það er að fólk passi vel uppá og sé meðvitað um hvert annað. Höfundur er rithöfundur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun