Ætla að skima fyrir veirunni í minkabúum landsins Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 5. nóvember 2020 16:43 Umfangsmikil skimun í minkabúum landsins framundan. Vísir/Getty Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Matvælastofnun ætlar að hefja skimun fyrir kórónuveirunni á minkabúum landsins í ljósi smita af stökkbreyttu afbrigði veirunnar úr minkum í fólk í Danmörku. „Staðan er sú að það hefur ekki verið neinn grunur,“ segir Sigríður Gísladóttir sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Forsætisráðherra Danmerkur greindi frá því í gær að aflífa og farga skyldi öllum minkum í Danmörku, hátt í sautján milljónum, eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. Sagði forsætisráðherrann stöðuna „gríðarlega alvarlega“ og að þessi stökkbreyting gæti reynst væntanlegu bóluefni við kórónuveirunni fjötur um fót. Alls eru um 1.150 minkabú í Danmörku, en staðfest smit höfðu komið upp á rúmlega tvö hundruð þeirra á Jótlandi. „Við höfum fylgst vel með fréttum að utan frá því þær bárust fyrst um smit á minkabúum,“ segir Sigríður. Byrjað var að aflífa og farga minkum í Danmörku í síðasta mánuði eftir að smit komu upp á búum á Jótlandi.AP Þau hafi sent tilmæli um hertar sóttvarnir og brýnt fyrir loðdýrabændum að viðhafa þær eins og hægt sé. Þá var óskað eftir tilkynningum ef minnsti grunur um veikindi vaknaði. Sömuleiðis ef grunur væri á að dýr væri útsett fyrir smiti frá einstaklingi sem síðar hefði greinst. Engar tilkynningar hafi borist en upplýsingaflæðið við bændur sé gott. Hins vegar sé svo að þau tíðindi að vart hafi orðið við stökkbreytingu á veirunni sem tengist smitum í minkabúum á Norður-Jótlandi breyti áhættumati Matvælastofnunar. Sú stökkbreyting, sem er þess eðlis að bóluefni sem eru í þróun virki ekki gegn henni. „Það breytir okkkar áhættumati. Þó við höfum engan grun um að það séu smit hjá íslenskum minkum þá verðum við aðeins að breyta okkar mati og höfum ákveðið að fara út í skimun á minkabúum. Til að kanna hvort það sé smit.“ Framundan er pelsun að sögn Sigríðar, þegar dýr eru aflífuð til að taka af þeim skinnið. Það veiti gott tækifæri til að ná miklum fjölda af sýnum og það ferli er að fara í gang þessa dagana. Haft verði samráð við sérfræðinga á rannsóknarstofunni á Keldum um hvernig staðið verði að því. Á vef MAST kemur fram að litlar líkur séu á smiti yfir í villta minkastofninn þar sem umgengni við menn er í lágmarki. Á Íslandi eru starfrækt 9 minkabú á Norðlandi vestra og Suðurlandi með alls 15.000 eldislæðum. Sigríður ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Dýraheilbrigði Loðdýrarækt Tengdar fréttir Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00 Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Segir viðbrögð danskra stjórnvalda vegna minkanna yfirdrifin Formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda segir engin kórónuveirusmit hafa komið upp á íslenskum minkabúum, hvorki í dýrunum né fólki sem búunum tengjast. 5. nóvember 2020 14:00
Allir minkar í Danmörku aflífaðir vegna stökkbreytts afbrigðis kórónuveiru Allir minkar í Danmörku, hátt í sautján milljónir talsins, skulu aflífaðir eins fljótt og hægt er vegna stökkbreytingar kórónuveiru, sem greinst hefur í minkum og borist í mannfólk. 4. nóvember 2020 18:32