Eftir hverju erum við að bíða? Bryndís Theódórsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 13:01 Eftir um það bil sjö vikur eiga Sameyki stéttarfélag, og önnur aðildarfélög BSRB, að hafa innleitt styttri vinnuviku í dagvinnu fyrir félagsmenn sína. Þessari innleiðingu er lokið hjá hluta félagsmanna, og er það vel, á meðan annars staðar er verið að vinna í málinu. Það getur verið flókið mál fyrir vinnustaði að takast á við og útfæra styttingu vinnuvikunnar þar sem verið er að breyta 40 klukkustunda gamalgróinni vinnuviku í 36 stunda vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar krefst endurskipulagningar og þar af leiðandi gæti þurft að endurmeta starfseiningar og/eða vinnubrögð sem hafa verið með ákveðnum formföstum hætti hingað til. Það gleymist stundum hversu mikilvægt og hollt það er fyrir starfseiningar að skoða og endurmeta vinnubrögð sín með það að markmiði að gera betur, bæði hvað varðar þjónustu, markvissari vinnubrögð, og síðast en ekki síst, til að bæta líðan starfsmanna. Stytting vinnuvikunnar er ekki einungis lífskjaramál, heldur einnig hreint og klárt jafnréttismál sem hefur mikil samfélagsleg áhrif til lengri tíma litið eins og kemur fram í þeim niðurstöðum sem fengust að loknu tilraunaverkefni ríkis og borgar þar sem vinnutími var styttur á nokkrum vinnustöðum. Á niðurstöðunum sést að vinnutímastyttingin er liður í jafnréttisbaráttunni og snýr að hinni svokölluðu „þriðju vakt” sem sífellt heyrist meira talað um og er sú vakt oftar en ekki eyrnamerkt konum á heimilinu. Í lokaskýrslu sem gerð var um tilraunaverkefnið á vegum Reykjavíkurborgar segir að viðmælendur úr tilraunaverkefninu hafi upplifað bætta líkamlega og andlega heilsu. Að þeir hafi haft meiri orku til að sinna félagslífi eða stunda líkamsrækt. Svo hafi virst sem karlar tækju meiri þátt í húsverkum og aukna ábyrgð í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og væru ánægðir með að geta tekið þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna. Að loknu áðurnefndu tilraunaverkefni kom einnig fram hjá starfsmönnum á starfsstöðum borgarinnar „að styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álag á heimilum og þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna.“ Hvað segir þetta okkur? Jú, að við séum að rétta af halla sem lengi hefur þrifist í samfélagsgerðinni okkar og haft neikvæð áhrif á fjölskyldur og jafnréttismál og því löngu tímabært að rétta hann við. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á samband okkar við börnin okkar, maka, fjölskylduna og okkur sjálf - og nú er styttingin bundin í kjarasamninga! Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Höfundur er stjórnarkona í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eftir um það bil sjö vikur eiga Sameyki stéttarfélag, og önnur aðildarfélög BSRB, að hafa innleitt styttri vinnuviku í dagvinnu fyrir félagsmenn sína. Þessari innleiðingu er lokið hjá hluta félagsmanna, og er það vel, á meðan annars staðar er verið að vinna í málinu. Það getur verið flókið mál fyrir vinnustaði að takast á við og útfæra styttingu vinnuvikunnar þar sem verið er að breyta 40 klukkustunda gamalgróinni vinnuviku í 36 stunda vinnuviku. Stytting vinnuvikunnar krefst endurskipulagningar og þar af leiðandi gæti þurft að endurmeta starfseiningar og/eða vinnubrögð sem hafa verið með ákveðnum formföstum hætti hingað til. Það gleymist stundum hversu mikilvægt og hollt það er fyrir starfseiningar að skoða og endurmeta vinnubrögð sín með það að markmiði að gera betur, bæði hvað varðar þjónustu, markvissari vinnubrögð, og síðast en ekki síst, til að bæta líðan starfsmanna. Stytting vinnuvikunnar er ekki einungis lífskjaramál, heldur einnig hreint og klárt jafnréttismál sem hefur mikil samfélagsleg áhrif til lengri tíma litið eins og kemur fram í þeim niðurstöðum sem fengust að loknu tilraunaverkefni ríkis og borgar þar sem vinnutími var styttur á nokkrum vinnustöðum. Á niðurstöðunum sést að vinnutímastyttingin er liður í jafnréttisbaráttunni og snýr að hinni svokölluðu „þriðju vakt” sem sífellt heyrist meira talað um og er sú vakt oftar en ekki eyrnamerkt konum á heimilinu. Í lokaskýrslu sem gerð var um tilraunaverkefnið á vegum Reykjavíkurborgar segir að viðmælendur úr tilraunaverkefninu hafi upplifað bætta líkamlega og andlega heilsu. Að þeir hafi haft meiri orku til að sinna félagslífi eða stunda líkamsrækt. Svo hafi virst sem karlar tækju meiri þátt í húsverkum og aukna ábyrgð í kjölfar styttingu vinnuvikunnar og væru ánægðir með að geta tekið þátt í hversdagslegum verkefnum barna sinna. Að loknu áðurnefndu tilraunaverkefni kom einnig fram hjá starfsmönnum á starfsstöðum borgarinnar „að styttri vinnuvika auðveldaði barnafjölskyldum að samræma vinnu og einkalíf, minnkaði álag á heimilum og þá fjölgaði jafnframt samverustundum fjölskyldna.“ Hvað segir þetta okkur? Jú, að við séum að rétta af halla sem lengi hefur þrifist í samfélagsgerðinni okkar og haft neikvæð áhrif á fjölskyldur og jafnréttismál og því löngu tímabært að rétta hann við. Stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á samband okkar við börnin okkar, maka, fjölskylduna og okkur sjálf - og nú er styttingin bundin í kjarasamninga! Eftir hverju erum við eiginlega að bíða? Höfundur er stjórnarkona í Sameyki stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun