Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 19:52 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14
Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08