Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2020 19:54 Alex Acosta var alríkissaksóknari á Flórída þegar embætti hans gerði umdeilda sátt sem batt enda á rannsókn á meintu mansali og kynferðisbrotum Epstein þar fyrir tólf árum. Hann sagði af sér sem vinnumálaráðherra vegna málsins í fyrra. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. Epstein, bandarískur auðkýfingur, svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann stóð frammi fyrir ákærum um kynferðisofbeldi og mansal. Rúmum áratug áður höfðu saksóknarar á Flórída rannsakað ásakanir á hendur honum en ákváðu að ákæra Epstein ekki. Sú rannsókn beindist að ásökunum um að Epstein hefði misnotað tugi unglingsstúlkna á setri sínu á Vestur-Pálmaströnd í byrjun fyrsta áratugs þessarar aldar. Epstein var auðugur og vel tengdur. Saksóknarar þóttu hafa sýnt honum mikla mildi þegar þeir gerðu við hann sátt sem fól í sér að hann þurfti ekki að sæta ákæru. Rannsókn dómsmálaráðuneytisins á þeirri ákvörðun saksóknaranna er nú lokið. Alex Acosta, þáverandi alríkissaksóknari, var talinn sekur um dómgreindarbrest þegar hann skrifaði undir sáttina við Epstein, en ekki misferli, að sögn Washington Post. Acosta sagði af sér sem vinnumálaráðherra ríkisstjórnar Donalds Trump eftir að kastljósið beindist aftur að máli Epstein á Flórída í fyrra. Lögmenn fórnarlamba Epstein á Flórída gagnrýndu niðurstöðuna og sögðu ákvörðun Acosta hafa valdið skjólstæðingum þeirra tilfinningalegu áfalli. Raðkynferðisbrotamaður hafi sloppið undan ábyrgð. Ben Sasse, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Nebraska, sem hefur verið gagnrýninn á hvernig ráðuneytið hefur tekið á máli Sasse var afar ósáttur við niðurstöðu þess um framferði saksóknara sinna. „Að leyfa vel tengdum milljarðamæringi að sleppa með nauðgun á börnum og alþjóðlegt mansal er ekki „dómgreindarbrestur“, það eru viðurstyggileg mistök,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Sasse sakar ráðuneytið um að hafa brugðist fórnarlömbum Epstein. Spillt sáttin sem saksóknarar gerðu við hann hafi í reynd bundið enda á rannsóknir á mansali hans á börnum og komið samsærismönnum hans undan ábyrgð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29 Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47 Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Þriggja milljarða hús Jeffrey Epstein verður jafnað við jörðu Hús Jeffrey Epstein í Palm Beach í Bandaríkjunum verður rifið niður og verður í kjölfarið reist enn stærra hús þar í staðinn. 5. nóvember 2020 14:29
Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. 22. október 2020 16:47
Fleiri saka Epstein um misnotkun í kjölfar handtöku Maxwell Fleiri hafa nú stigið fram og ásakað barnaníðinginn Jeffrey Epstein um að hafa brotið á sér. Ásakanirnar líta dagsins ljós í kjölfar þess að Ghislaine Maxwell, sem var nátengd Epstein áður en hann fyrirfór sér í fangaklefa sínum í ágúst í fyrra, var handtekin. 7. júlí 2020 07:01