Nýtum tímann til að undirbúa framtíðina Sólborg Lilja Steinþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 12:00 Staða menntunar í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna Covid-19, sem sumir kjósa að kalla „kófið“. Aðsókn hefur minnkað í fagnám og sömuleiðis hefur þeim vinnustöðum fækkað sem geta tekið nema á námssamning. Það hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk núna að fara í starfsnám þar sem öll umfjöllun um atvinnugreinina er frekar neikvæð í augnablikinu og atvinnumöguleikar fáir. Mannauðurinn skiptir sköpum Við vitum að fagmennska er einn af lykilþáttum í að tryggja gæði ferðaþjónustunnar um leið og það styrkir ímynd Íslands út á við. Öll sem sækja landið heim vita að náttúran er einstök en við viljum að þau fari heim með þá upplifun að dvölin hafi farið langt fram úr væntingum þeirra. Þegar farið er fram úr væntingum þínum ertu ekki að velta fyrir þér hvað ferðin kostaði því þú fékkst meira en þú áttir von á. Í aukinni samkeppni um ferðafólk skipta gæðin máli og ferðaþjónustan hefur undanfarin ár fjárfest gríðalega til að bæta aðstöðu og aðbúnað, enda er það mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika ferðaþjónustu á Íslandi. Samkeppnin setur um leið enn meiri pressu á að innviðirnir séu sterkir. Mannauðurinn og þekking á hvernig taka skal á móti gestum skiptir sköpum um heildarupplifunina og því mikilvægt að nýta tímann núna til undirbúnings. Styðja þarf við nám í ferðaþjónustu Til að tryggja gæðin þurfum við fagfólk. Fagmennska og menntun eru einnig lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í matvælageiranum. En sú nýsköpun er einkar mikilvæg fyrir áframhaldandi sjálfbærni okkar sem þjóð. Nútíminn kallar á snör viðbrögð og ríkulegan stuðning við nám í ferðaþjónustu almennt og þá sérstaklega innan matvælagreinanna. Tryggja þarf að fagnám í verknámi geti átt sér stað þó svo að atvinnulífið sé í erfiðleikum. Ein hugmynd er sú að nýta eitthvað af auðu húsnæði (hótel og veitingastaði) sem tímabundinn námstað til að hægt sé að halda uppi verklegu námi sem annars ætti heima úti í atvinnulífinu. Skoða mætti möguleika á námskeiðum fyrir erlenda vinnuaflið okkar (sem misst hefur vinnuna) á starfstengdri íslenskukennslu sem um leið myndi auka möguleika þeirra á raunfærnimati. Þannig værum við að auka færni og þekkingu þessa hóps fyrir framtíðina. Sem og að auka líkurnar á að við fáum þau aftur inni í ferðaþjónustuna þegar kófinu léttir. Tökum á móti gestum með faglegum hætti Það er álit margra hagfræðinga og sannfæring mín að um leið og möguleikar fólks til ferðalaga opnast á ný munu margir vilja njóta menningar og ósnortinnar náttúru Íslands. Því skiptir sköpum að nýta tímann vel og undirbúa okkur sem best til að geta verið áfram í fremstu röð. Við viljum taka á móti gestum með faglegum hætti og um leið setja okkur markmið um að vera einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum heims. Þannig getum við tryggt áframhaldandi vilja ungs fólks til að mennta sig í spennandi og gefandi atvinnugrein sem lagt hefur mikinn metnað í uppbyggingu til framtíðar. Með gæði og þjónustu að leiðarljósi Nýtum tímann, orku, fjármuni og mannauðinn til að efla en frekar ferðaþjónustuna og mætum til leiks að kófi loknu með sterka innviði. Við ætlum okkur að byggja aftur upp sterka atvinnugrein sem áður hefur komið okkur út úr efnahagslegum erfiðleikum og mun gera það aftur. Ef við vöndum okkur og höfum gæði og þjónustu að leiðarljósi. Höfundur er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Staða menntunar í ferðaþjónustu stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna Covid-19, sem sumir kjósa að kalla „kófið“. Aðsókn hefur minnkað í fagnám og sömuleiðis hefur þeim vinnustöðum fækkað sem geta tekið nema á námssamning. Það hljómar ekkert sérlega spennandi fyrir ungt fólk núna að fara í starfsnám þar sem öll umfjöllun um atvinnugreinina er frekar neikvæð í augnablikinu og atvinnumöguleikar fáir. Mannauðurinn skiptir sköpum Við vitum að fagmennska er einn af lykilþáttum í að tryggja gæði ferðaþjónustunnar um leið og það styrkir ímynd Íslands út á við. Öll sem sækja landið heim vita að náttúran er einstök en við viljum að þau fari heim með þá upplifun að dvölin hafi farið langt fram úr væntingum þeirra. Þegar farið er fram úr væntingum þínum ertu ekki að velta fyrir þér hvað ferðin kostaði því þú fékkst meira en þú áttir von á. Í aukinni samkeppni um ferðafólk skipta gæðin máli og ferðaþjónustan hefur undanfarin ár fjárfest gríðalega til að bæta aðstöðu og aðbúnað, enda er það mikilvægt fyrir framtíðarmöguleika ferðaþjónustu á Íslandi. Samkeppnin setur um leið enn meiri pressu á að innviðirnir séu sterkir. Mannauðurinn og þekking á hvernig taka skal á móti gestum skiptir sköpum um heildarupplifunina og því mikilvægt að nýta tímann núna til undirbúnings. Styðja þarf við nám í ferðaþjónustu Til að tryggja gæðin þurfum við fagfólk. Fagmennska og menntun eru einnig lykilatriði þegar kemur að nýsköpun í matvælageiranum. En sú nýsköpun er einkar mikilvæg fyrir áframhaldandi sjálfbærni okkar sem þjóð. Nútíminn kallar á snör viðbrögð og ríkulegan stuðning við nám í ferðaþjónustu almennt og þá sérstaklega innan matvælagreinanna. Tryggja þarf að fagnám í verknámi geti átt sér stað þó svo að atvinnulífið sé í erfiðleikum. Ein hugmynd er sú að nýta eitthvað af auðu húsnæði (hótel og veitingastaði) sem tímabundinn námstað til að hægt sé að halda uppi verklegu námi sem annars ætti heima úti í atvinnulífinu. Skoða mætti möguleika á námskeiðum fyrir erlenda vinnuaflið okkar (sem misst hefur vinnuna) á starfstengdri íslenskukennslu sem um leið myndi auka möguleika þeirra á raunfærnimati. Þannig værum við að auka færni og þekkingu þessa hóps fyrir framtíðina. Sem og að auka líkurnar á að við fáum þau aftur inni í ferðaþjónustuna þegar kófinu léttir. Tökum á móti gestum með faglegum hætti Það er álit margra hagfræðinga og sannfæring mín að um leið og möguleikar fólks til ferðalaga opnast á ný munu margir vilja njóta menningar og ósnortinnar náttúru Íslands. Því skiptir sköpum að nýta tímann vel og undirbúa okkur sem best til að geta verið áfram í fremstu röð. Við viljum taka á móti gestum með faglegum hætti og um leið setja okkur markmið um að vera einn af eftirsóttustu ferðamannastöðum heims. Þannig getum við tryggt áframhaldandi vilja ungs fólks til að mennta sig í spennandi og gefandi atvinnugrein sem lagt hefur mikinn metnað í uppbyggingu til framtíðar. Með gæði og þjónustu að leiðarljósi Nýtum tímann, orku, fjármuni og mannauðinn til að efla en frekar ferðaþjónustuna og mætum til leiks að kófi loknu með sterka innviði. Við ætlum okkur að byggja aftur upp sterka atvinnugrein sem áður hefur komið okkur út úr efnahagslegum erfiðleikum og mun gera það aftur. Ef við vöndum okkur og höfum gæði og þjónustu að leiðarljósi. Höfundur er formaður starfsgreinaráðs matvæla-, veitinga- og ferðaþjónustugreina.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar