Sokkinn kostnaður í mýri Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 26. nóvember 2020 14:31 Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um. Ástæðan eru gallar í útboðslýsingu, þar sem fullnægjandi upplýsingar um jarðveg lágu ekki fyrir. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar. Við í Garðabæjarlistanum höfum haft miklar efasemdir um að Garðabær væri í rétti í þessu máli og talið að undirbúningi hafi verið ábótavant af hálfu bæjarins. Nú hefur komið í ljós að það var rétt mat hjá okkur, þrátt fyrir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi staðið fastar en kletturinn sjálfur á því að hér ætti Garðabær enga sök. Dýr dómur fyrir tóman bæjarsjóð Þessi dómur mun taka í fyrir bæjarsjóð, þar sem reiknað er með rekstrartapi á næsta ári. Garðabær hafði áður samþykkt að greiða 60 m.kr. Kostnaður við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri hefur því aukist um 226 milljónir, vegna þess að útboðslýsingin var ekki nógu góð. Við sjáum nú fram á að bæjarsjóður verður rekinn með tapi á næsta ári, það er að þessu sinni engin inneign fyrir svona viðbótarkostnaði. Svo á eftir að bæta við kostnaði vegna búnaðar og reksturs, þegar húsið verður tilbúið. Auk þess sem núverandi meirihluti hefur samþykkt að í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára verði gert ráð fyrir kostnaði vegna hátíðarhalda meirihlutans, korteri í næstu sveitarstjórnarkosningar. Ábyrgðin er bæjarstjórans Bæjarbúar eiga skilið betra en þetta. Þeir eiga skilið fjármálastjórnun þar sem vandað er til verka við útboðslýsingar þegar kemur að stærstu og umfangsmestu framkvæmdum sveitarfélagsins. Útboð vegna íþróttahússins hljóðaði upp á 4,2 milljarða. Vegna verks af slíkri stærðargráðu þarf að fara fram góður undirbúningur til að tryggja að útboðið og grundvöllur þess hafi verið rétt. Niðurstöður gerðardómsins sýna að hér hefur meirihlutinn kastað til hendinni og þar er ábyrgð bæjarstjórans ekki lítil, sem pólitísks leiðtoga og yfirmanns stjórnsýslunnar. Þetta er óboðlegt í alla staði. Við krefjumst þess að faglegri vinnubragða verði gætt og að útboðsreglum sé settur skýr rammi. Enn eitt útboðið sem fer illa Það sem verra er, þá sjáum við þetta síendurtekið hér í Kraganum, í umboði Sjálfstæðismanna. Á tyllidögum ber bæjarstjórinn minn sér á brjóst og lofar fjármálastjórn bæjarins og vönduðu vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn tala iðulega eins og þeir einir geti stjórnað fjármálum. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Þetta er enn eitt úboðið sem kostar sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu háa upphæð. Hér í Kraganum, þar sem Sjálfstæðismenn stýra öllum sveitarfélögunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hljóta þeir að þurfa að endurskoða vinnulag sitt. Framundan eru stór verkefni á könnu Ssh, auk Borgarlínu. Á nýliðnum aðalfundi samtakanna tók bæjastjórinn minn þar við formennsku, sá sami og ber ábyrgð á útboðinu í Vetrarmýrinni og taldi allt gert upp á punkt og prik, þar til gerðardómur sló á puttana á honum. Við krefjumst þess að farið sé af meiri ábyrgð með skattfé og að faglegri vinnubrögð séu viðhöfð þegar farið er með almannafé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Vetrarhöllin er orðin Garðbæingum dýr. Með nýjum gerðardómi í deilu Garðabæjar og ÍAV verktaka vegna byggingu fjölnota íþróttahússins, sem úrskurðar verktökunum í vil falla alls tæplega 170 milljónir á bæjarsjóð af þeim 200 milljónum sem deilt var um. Ástæðan eru gallar í útboðslýsingu, þar sem fullnægjandi upplýsingar um jarðveg lágu ekki fyrir. Þessi niðurstaða er mikill áfellisdómur fyrir Sjálfstæðismenn í meirihluta Garðabæjar. Við í Garðabæjarlistanum höfum haft miklar efasemdir um að Garðabær væri í rétti í þessu máli og talið að undirbúningi hafi verið ábótavant af hálfu bæjarins. Nú hefur komið í ljós að það var rétt mat hjá okkur, þrátt fyrir að Gunnar Einarsson bæjarstjóri hafi staðið fastar en kletturinn sjálfur á því að hér ætti Garðabær enga sök. Dýr dómur fyrir tóman bæjarsjóð Þessi dómur mun taka í fyrir bæjarsjóð, þar sem reiknað er með rekstrartapi á næsta ári. Garðabær hafði áður samþykkt að greiða 60 m.kr. Kostnaður við fjölnota íþróttahús í Vetrarmýri hefur því aukist um 226 milljónir, vegna þess að útboðslýsingin var ekki nógu góð. Við sjáum nú fram á að bæjarsjóður verður rekinn með tapi á næsta ári, það er að þessu sinni engin inneign fyrir svona viðbótarkostnaði. Svo á eftir að bæta við kostnaði vegna búnaðar og reksturs, þegar húsið verður tilbúið. Auk þess sem núverandi meirihluti hefur samþykkt að í fjárhagsáætlun næstu tveggja ára verði gert ráð fyrir kostnaði vegna hátíðarhalda meirihlutans, korteri í næstu sveitarstjórnarkosningar. Ábyrgðin er bæjarstjórans Bæjarbúar eiga skilið betra en þetta. Þeir eiga skilið fjármálastjórnun þar sem vandað er til verka við útboðslýsingar þegar kemur að stærstu og umfangsmestu framkvæmdum sveitarfélagsins. Útboð vegna íþróttahússins hljóðaði upp á 4,2 milljarða. Vegna verks af slíkri stærðargráðu þarf að fara fram góður undirbúningur til að tryggja að útboðið og grundvöllur þess hafi verið rétt. Niðurstöður gerðardómsins sýna að hér hefur meirihlutinn kastað til hendinni og þar er ábyrgð bæjarstjórans ekki lítil, sem pólitísks leiðtoga og yfirmanns stjórnsýslunnar. Þetta er óboðlegt í alla staði. Við krefjumst þess að faglegri vinnubragða verði gætt og að útboðsreglum sé settur skýr rammi. Enn eitt útboðið sem fer illa Það sem verra er, þá sjáum við þetta síendurtekið hér í Kraganum, í umboði Sjálfstæðismanna. Á tyllidögum ber bæjarstjórinn minn sér á brjóst og lofar fjármálastjórn bæjarins og vönduðu vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn tala iðulega eins og þeir einir geti stjórnað fjármálum. Raunveruleikinn er auðvitað allt annar. Þetta er enn eitt úboðið sem kostar sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu háa upphæð. Hér í Kraganum, þar sem Sjálfstæðismenn stýra öllum sveitarfélögunum og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) hljóta þeir að þurfa að endurskoða vinnulag sitt. Framundan eru stór verkefni á könnu Ssh, auk Borgarlínu. Á nýliðnum aðalfundi samtakanna tók bæjastjórinn minn þar við formennsku, sá sami og ber ábyrgð á útboðinu í Vetrarmýrinni og taldi allt gert upp á punkt og prik, þar til gerðardómur sló á puttana á honum. Við krefjumst þess að farið sé af meiri ábyrgð með skattfé og að faglegri vinnubrögð séu viðhöfð þegar farið er með almannafé. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun