Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2020 20:00 Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun