Repúbikanar beindu spjótum sínum að Hunter Biden í kosningabaráttunni í aðdraganda kosninganna sem fram fóru vestanhafs í nóvember. Aðkoma hans að stjórn úkraínska orkufyrirtækisins Burisma vöktu tortryggni um svipað leiti og vantrauststillaga á heldur Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, var til umfjöllunnar fyrr á þessu ári.
Hunter Biden hefur áður sagt að það hafi verið dómgreindarleysi af sinni hálfu að sitja í stjórn fyrirtækisins á sama tíma og faðir hans rak stefnu Bandaríkjastjórnar í Úkraínu.
„Ég komst að því í gær að skrifstofa ríkissaksóknara í Delaware hafi ráðlagt lögfræðingum mínum, líka í gær, að skattamál mín sæti rannsókn. Ég tek málinu mjög alvarlega en er fullviss um að fagleg og hlutlaus skoðun þessara mála muni leiða í ljós að ég hafi staðið að mínum málum með löglegum og viðeigandi hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Hunter Biden sem vitnað er í í frétt CNN af málinu.
Að því er fram kemur í frétt CNN beinist rannsóknin meðal annars að því hvort Biden og hans viðskiptafélagar hafi framið skattalagabrot og peningaþvætti með viðskiptum sínum á erlendri grundu, einkum í Kína.