SN8 er um 50 metra hátt og er stærsta frumgerð Starship sem starfsmenn SpaceX hafa byggt hingað til. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars.
Fyrr í gær hafði sjálfvirkur skynjari stöðvað tilraunaskotið rétt rúmri sekúndu áður en skjóta átti geimfarinu á loft.
Sjá einnig: Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu
Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir tilraunaskotið hafa heppnast vel. Á Twitter sagði hann að ástæða þess að SN8 hafi lent svo harkalega að það sprakk í loft upp, vera að of lítill þrýstingur hafi verið í eldsneytistanki geimfarsins. Því hafi ekki tekist að hægja nægilega á því.
Hins vegar hafi starfsmenn SpaceX fengið öll þau gögn úr tilraunaskotinu sem þau þurftu.
Þá bendir Musk á að hreyflar geimfarsins hafi reynst vel og sömuleiðis vængbörð þess. Fyrir tilraunaskotið hafði hann sagt að það væru einungis um þriðjungslíkur á því að þeim heppnaðist að lenda geimfarinu.
Myndband af tilraunaskotinu má sjá hér að neðan.
Starship landing flip maneuver pic.twitter.com/QuD9HwZ9CX
— SpaceX (@SpaceX) December 10, 2020
Mars, here we come!!
— Elon Musk (@elonmusk) December 9, 2020