Misstórir reikningar smábarna Katrín Atladóttir skrifar 15. desember 2020 09:00 Vinstri stjórnin í Reykjavíkurborg hefur lofað öllum börnum plássi í leikskóla frá 18 mánaða aldri. Sú er ekki alltaf raunin og mörg börn komast mun síðar að. Loforðið er því innantómt. Foreldrar sem búa í barnmörgum hverfum eða í hverfum með vinsælum leikskólum, þurfa að bíða lengur. Þá skiptir máli hvenær ársins börn eru fædd. Mesta hreyfingin á leikskólaplássum er á haustin þegar elstu börnin hefja nám í grunnskóla. Það þarf að tryggja jafnræði þeirra sem styðjast við dagforeldra og þeirra sem fá pláss í leikskóla. Foreldrar barna hjá dagforeldrum bera töluvert meiri kostnað. Leikskólapláss kostar foreldra um 25 þúsund krónur á mánuði en pláss hjá dagforeldri kostar frá 70 þúsund krónum á mánuði. Það má taka raunverulegt dæmi um barn sem fékk ekki pláss í leikskóla fyrr en 27 mánaða. Foreldrar þessa barns greiddu, að teknu tilliti til sumarfrís, átta mánuðum lengur til dagforeldris en foreldrar barna sem eru fædd á heppilegri tíma á árinu, búa í réttu hverfi eða hafa tækifæri til að vista barn sitt utan hverfis. Þessa átta mánuði greiddu þau rúmum 360 þúsund krónum meira en foreldrar leikskólabarns. Hér ríkir ekkert jafnræði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til á fundi borgarstjórnar í dag að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra vegna barna 18 mánaða og eldri svo kostnaður foreldra verði til samræmis við þau gjöld sem foreldrar greiða í leikskólum borgarinnar. Á meðan borgin getur ekki staðið við loforð sín um leikskólapláss ætti sú tillaga að njóta stuðnings borgarfulltrúa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Atladóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Vinstri stjórnin í Reykjavíkurborg hefur lofað öllum börnum plássi í leikskóla frá 18 mánaða aldri. Sú er ekki alltaf raunin og mörg börn komast mun síðar að. Loforðið er því innantómt. Foreldrar sem búa í barnmörgum hverfum eða í hverfum með vinsælum leikskólum, þurfa að bíða lengur. Þá skiptir máli hvenær ársins börn eru fædd. Mesta hreyfingin á leikskólaplássum er á haustin þegar elstu börnin hefja nám í grunnskóla. Það þarf að tryggja jafnræði þeirra sem styðjast við dagforeldra og þeirra sem fá pláss í leikskóla. Foreldrar barna hjá dagforeldrum bera töluvert meiri kostnað. Leikskólapláss kostar foreldra um 25 þúsund krónur á mánuði en pláss hjá dagforeldri kostar frá 70 þúsund krónum á mánuði. Það má taka raunverulegt dæmi um barn sem fékk ekki pláss í leikskóla fyrr en 27 mánaða. Foreldrar þessa barns greiddu, að teknu tilliti til sumarfrís, átta mánuðum lengur til dagforeldris en foreldrar barna sem eru fædd á heppilegri tíma á árinu, búa í réttu hverfi eða hafa tækifæri til að vista barn sitt utan hverfis. Þessa átta mánuði greiddu þau rúmum 360 þúsund krónum meira en foreldrar leikskólabarns. Hér ríkir ekkert jafnræði. Sjálfstæðisflokkurinn leggur til á fundi borgarstjórnar í dag að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra vegna barna 18 mánaða og eldri svo kostnaður foreldra verði til samræmis við þau gjöld sem foreldrar greiða í leikskólum borgarinnar. Á meðan borgin getur ekki staðið við loforð sín um leikskólapláss ætti sú tillaga að njóta stuðnings borgarfulltrúa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun