Eins neysla er annars brauð Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 11:30 Þegar áföll verða í samfélaginu og árferðið erfitt, vegur sterk fjárhagsstaða sveitarfélags þungt því aldrei er meiri nauðsyn á góðri nærþjónustu. Þegar þetta er skrifað hafa 240 Íslendingar greinst með COVID-19 og 2500 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun í því skyni að hindra útbreiðslu þessarar vár sem hefur nú þegar lamað samfélagskerfi margra þjóða. Forystufólk okkar hefur staðið sig vel. Framlínuteymi almannavarna, sóttvarnarlæknir, landlæknir og lögregla una sér ekki hvíldar og áherslan hefur verið að vernda þá sem eru viðkvæmastir fyrir og fá almenning með í þær aðgerðir. Við höfum öll gert það sem við getum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir sem skipta miklu máli og áhersla okkar á sveitarstjórnarstiginu hefur verið að tryggja grunnþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð ásamt því að skipuleggja mikilvægt starf leik- og grunnskóla. Þróttmikið atvinnulíf er forsenda velferðar og þróun launa og kaupmáttar byggist á vexti og viðgangi þess. Ef hægir á hjólum atvinnulífsins, til dæmis með því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar mjög skarpt, fækkar störfum og það viljum við koma í veg fyrir. Hvernig gerum við það þegar vá er fyrir dyrum og við hættum okkur helst ekki út fyrir hússins dyr? Við höfum verið dugleg að fara að fyrirmælum síðustu daga, þvegið hendur og sótthreinsað, gætt að fjarlægð á milli fólks og fylgt samkomubanni. Þessum fyrirmælum hefur líka fylgt mikilvæg hvatning, hvatning til að halda áfram. Og á meðan við getum eigum við ekki að hætta að gera venjulega hluti og njóta þess að vera til. Það skiptir máli að við gerum ekki hlé á lífinu, við eigum að fara út að borða, kíkja aðeins í verslanir og kaupa nauðsynjar og jafnvel sitthvað fleira. Ef ferðalög til útlanda verða áfram háð miklum takmörkunum, er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast innanlands og njóta heima. Hegðun okkar og neysla hefur áhrif á samfélagið, atvinnulífið og störfin í landinu. Í sinni einföldustu mynd er þetta svona: Við kaupum hluti sem okkur vantar og langar í og í staðinn látum við fólkið, sem bjó þá til og selur, fá peninga sem það notar svo til að kaupa hluti sem það vantar og langar í og svo endalaust framvegis. Stíflum ekki þetta kerfi með því að skríða inn í skel. Garðabær er vel í sveit settur og mun ekki draga lappirnar í þessum efnum frekar en öðrum og mun halda áfram að kaupa og veita þjónustu hér eftir sem hingað til. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar áföll verða í samfélaginu og árferðið erfitt, vegur sterk fjárhagsstaða sveitarfélags þungt því aldrei er meiri nauðsyn á góðri nærþjónustu. Þegar þetta er skrifað hafa 240 Íslendingar greinst með COVID-19 og 2500 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun í því skyni að hindra útbreiðslu þessarar vár sem hefur nú þegar lamað samfélagskerfi margra þjóða. Forystufólk okkar hefur staðið sig vel. Framlínuteymi almannavarna, sóttvarnarlæknir, landlæknir og lögregla una sér ekki hvíldar og áherslan hefur verið að vernda þá sem eru viðkvæmastir fyrir og fá almenning með í þær aðgerðir. Við höfum öll gert það sem við getum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir sem skipta miklu máli og áhersla okkar á sveitarstjórnarstiginu hefur verið að tryggja grunnþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð ásamt því að skipuleggja mikilvægt starf leik- og grunnskóla. Þróttmikið atvinnulíf er forsenda velferðar og þróun launa og kaupmáttar byggist á vexti og viðgangi þess. Ef hægir á hjólum atvinnulífsins, til dæmis með því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar mjög skarpt, fækkar störfum og það viljum við koma í veg fyrir. Hvernig gerum við það þegar vá er fyrir dyrum og við hættum okkur helst ekki út fyrir hússins dyr? Við höfum verið dugleg að fara að fyrirmælum síðustu daga, þvegið hendur og sótthreinsað, gætt að fjarlægð á milli fólks og fylgt samkomubanni. Þessum fyrirmælum hefur líka fylgt mikilvæg hvatning, hvatning til að halda áfram. Og á meðan við getum eigum við ekki að hætta að gera venjulega hluti og njóta þess að vera til. Það skiptir máli að við gerum ekki hlé á lífinu, við eigum að fara út að borða, kíkja aðeins í verslanir og kaupa nauðsynjar og jafnvel sitthvað fleira. Ef ferðalög til útlanda verða áfram háð miklum takmörkunum, er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast innanlands og njóta heima. Hegðun okkar og neysla hefur áhrif á samfélagið, atvinnulífið og störfin í landinu. Í sinni einföldustu mynd er þetta svona: Við kaupum hluti sem okkur vantar og langar í og í staðinn látum við fólkið, sem bjó þá til og selur, fá peninga sem það notar svo til að kaupa hluti sem það vantar og langar í og svo endalaust framvegis. Stíflum ekki þetta kerfi með því að skríða inn í skel. Garðabær er vel í sveit settur og mun ekki draga lappirnar í þessum efnum frekar en öðrum og mun halda áfram að kaupa og veita þjónustu hér eftir sem hingað til. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar