Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 14. júlí 2025 11:01 Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að á tuttugustu og fyrstu öldinni, þegar Ísland ber sig saman við vill að minnsta kosti í orði kveðnu líkjast nágrannaþjóðum sínum á hinum Norðurlöndunum, skuli stjórnvöld skuli ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, leggja í vegferð grundvallaða á jafn slælegum og ábyrgðarlausum vinnubrögðum og raun ber vitni í frumvarpi sínu um hækkun veiðigjalda. Vinnubrögð sem þekkjast hvergi á hinum Norðurlöndunum. Hér er ekki aðeins um að ræða gáleysi, heldur hreinlega ásetning og meðvitað fúsk sem stenst engin lágmarksviðmið um vandaða stjórnsýslu og lýðræðislega stjórnarhætti. Breytir engu þar um þó meirihluti Alþingis greiði atkvæði með frumvarpinu og bendi á skoðanakannanir sem lýsa yfir stuðningi við frumvarpið, máli sínu til stuðnings. Fúskið minnkar ekkert við það. Meirihlutinn getur þó fagnað því að vera handhafi Norðurlandamets í stjórnsýslulegu klúðri og fúski. Það er staðreynd að samkvæmt að minnsta kosti tveimur hæstaréttardómum að veiðigjald er skattur samkvæmt stjórnarskrá. Slíkar álögur eiga því að byggja á málefnalegum grunni, með skýrri og gegnsærri lagastoð og taka mið af áhrifum á sjávarútveginn og aðrar tengdar atvinnugreinar , samfélög og ríkissjóð. Það er ekki aðeins skynsamlegt, heldur einnig lágmarkskrafa í lýðræðisríki að slíkum skattbreytingum fylgi víðtækt og óháð áhrifamat. Á hinum Norðurlöndunum og öðrum sæmilega siðuðum samfélögum, er þetta sjálfsögð krafa – þar eru lagafrumvörp er varða skatta, hvort sem það er til hækkunnar eða lækkunnar þeirra, ekki lögð fram nema að undangengnu ítarlegu mati á áhrifum á atvinnulíf, byggðir, opinbera fjárhag og samfélagið í heild.Á Íslandi virðist hins vegar duga að taka eitt einstakt rekstrarár í sjávarútvegi, glápa á EBITA-tölur þess árs og fullyrða að svigrúm sé fyrir verulega hækkun skatta. Engin tilraun er gerð til að skoða sveiflur í afkomu greinarinnar, ólíka stöðu einstakra fyrirtækja eða hugsanleg langtímaáhrif á byggðarlög sem eru háð sjávarútvegi. Sveitarfélög, sem búa við brotthvarf atvinnustarfsemi, eru afgreidd með því einu að þau greiði ekki veiðigjald – eins og það hafi engin áhrif á þau þó atvinnulífið í heimabyggð sé lagt í rúst eða það verði fyrir alvarlegum áföllum.Þetta er ekki bara léleg stjórnsýsla. Þetta er ábyrgðarleysi og aðför gagnvart landsbyggðinni, atvinnulífinu og framtíð þjóðarbúsins. Það er ekki hægt að kalla þetta annað en fúsk. Í stað þess að horfa til þess sem best gerist á Norðurlöndum, virðast íslensk stjórnvöld einsetja sér það með galopin augu og viðvörunarljós blikkandi við hvert fótmál, að setja heila atvinnugrein og hliðargreinar hennar í algert uppnám með ófyrirséðum afleiðingum. Það á ekki að þurfa að krefja stjórnvöld um ábyrgð og vandaða stjórnsýsluhætti og vinnubrögð. Alþingi á auðvitað ekki að samþykkja skattahækkunarfrumvörp sem byggja á svona veikum grunni. Það er skylda stjórnvalda að leggja fram áhrifamat, ræða málin af ábyrgð og taka ákvarðanir á grundvelli staðreynda – ekki tilfinninga, pólitísks þrýstings eða popúlískra skammtímasjónarmiða.Innilegar hamingjuóskir með Norðurlandametið kæri stjórnarmeirihluti Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Þið lögðuð allt undir nema eðlilega stjórnsýsluhætti og eðlilega málsmeðferð í vegferð ykkar að þessu undraverða meti. Mér er þó til efs að metið standi lengi. Enda eruð þið rétt að byrja og eigið nóg inni. Vonandi smakkast kampavínið á Parliament vel. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström Skoðun