Víðfeðmi kærleikans Hildur Björnsdóttir skrifar 21. mars 2020 11:06 „Ef við lítum á björtu hliðarnar, þá hefur samkomubannið hið minnsta, opnað þá löngu tímabæru umræðu, hvað börn eru leiðinleg.“ Svohljóðandi var fullyrðing barnlausrar vinkonu, sem unir hag sínum vel. Hún fylgist kímin með barnafólki - á botni mannlegrar eymdar - yfir skertri leikskólaþjónustu, á tímum heimsfaraldurs. Fullyrðingunni er ég vitaskuld ósammála. Börn eru það besta og helst vildi ég þrettán – en ég kann að meta húmorinn. Nýlega sótti ég fyrirlestur hjá þjóðþekktri leikkonu. Hún taldi engar aðstæður svo alvarlegar að hlátrinum fyndist ekki staður. Hún sagði sögu af óhugsandi harmleik – jarðarför ungs barns – hvar bróðir sagði eftir langa mæðu, raunamæddur og ákveðinn: ,,Þetta er um það bil leiðinlegasta jarðarför sem ég hef farið í”. Viðstaddir gátu ekki annað en hlegið að einlægni og sakleysi barnsins – og hafandi hlegið um stund varð þeim jafnframt auðveldara að móttaka sorgina. Hláturinn er eitt það fegursta sem mannfólkið á og hann veitir huggun þegar móti blæs. Samkomubann, sóttkví og fjöldatakmarkanir reynast mörgum torfæra. Sá nýi veruleiki er þó uppfullur af tækifærum. Margir kynnast jákvæðum hliðum fjarvinnu og fjarkennslu - sem hvoru tveggja auka sveigjanleika og hagræði. Innlend netverslun færist í aukana og veitir þeirri erlendu aukna samkeppni. Útivist, hreyfing og gönguferðir verða algengari. Landsmenn vanda handþvott, safna ketilbjöllum og ætla sér flestir að vera sæmilega vel skeindir. Angela Merkel og Margrét Danadrottning ávörpuðu þjóðir sínar á dögunum. Þær ræddu breytta mannlega hegðun og það nýstárlega merki umhyggju, að halda hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðarreglur eru mikilvægar sóttvarnaráðstafanir – jafnvel merki um ást og umhyggju - en þeim fylgir gjarnan einsemd. Í samstöðu er íslenska þjóðin best. Þegar heimsóknarbann olli öldruðum einsemd glöddu skólabörn og listamenn með tónlist. Þegar fjölga þurfti skimunum bauð Íslensk erfðagreining aðstoð. Þegar viðkvæmir þurftu tillit lengdu verslanir opnunartíma. Þegar spítala skorti öndunarvélar barst nafnlaus hjálparhönd. Kærleikann þarf ekki að ríkisvæða. Fólk og fyrirtæki leggja sitt að mörkum. Forystuteymi þjóðarinnar veitir upplýsingar, dregur úr óvissu og ávinnur traust. Það er mikilvægt – því óvissan er systir óttans – og með traustinu kemur samstaðan. Ástandið er tímabundin torfæra og hláturinn góður ferðafélagi. Við munum komast upp brattasta hjallann og minnast þess við leiðarlok – að einmitt þegar róðurinn reyndist þyngstur - sýndi mennskan sitt fegursta andlit. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
„Ef við lítum á björtu hliðarnar, þá hefur samkomubannið hið minnsta, opnað þá löngu tímabæru umræðu, hvað börn eru leiðinleg.“ Svohljóðandi var fullyrðing barnlausrar vinkonu, sem unir hag sínum vel. Hún fylgist kímin með barnafólki - á botni mannlegrar eymdar - yfir skertri leikskólaþjónustu, á tímum heimsfaraldurs. Fullyrðingunni er ég vitaskuld ósammála. Börn eru það besta og helst vildi ég þrettán – en ég kann að meta húmorinn. Nýlega sótti ég fyrirlestur hjá þjóðþekktri leikkonu. Hún taldi engar aðstæður svo alvarlegar að hlátrinum fyndist ekki staður. Hún sagði sögu af óhugsandi harmleik – jarðarför ungs barns – hvar bróðir sagði eftir langa mæðu, raunamæddur og ákveðinn: ,,Þetta er um það bil leiðinlegasta jarðarför sem ég hef farið í”. Viðstaddir gátu ekki annað en hlegið að einlægni og sakleysi barnsins – og hafandi hlegið um stund varð þeim jafnframt auðveldara að móttaka sorgina. Hláturinn er eitt það fegursta sem mannfólkið á og hann veitir huggun þegar móti blæs. Samkomubann, sóttkví og fjöldatakmarkanir reynast mörgum torfæra. Sá nýi veruleiki er þó uppfullur af tækifærum. Margir kynnast jákvæðum hliðum fjarvinnu og fjarkennslu - sem hvoru tveggja auka sveigjanleika og hagræði. Innlend netverslun færist í aukana og veitir þeirri erlendu aukna samkeppni. Útivist, hreyfing og gönguferðir verða algengari. Landsmenn vanda handþvott, safna ketilbjöllum og ætla sér flestir að vera sæmilega vel skeindir. Angela Merkel og Margrét Danadrottning ávörpuðu þjóðir sínar á dögunum. Þær ræddu breytta mannlega hegðun og það nýstárlega merki umhyggju, að halda hæfilegri fjarlægð. Fjarlægðarreglur eru mikilvægar sóttvarnaráðstafanir – jafnvel merki um ást og umhyggju - en þeim fylgir gjarnan einsemd. Í samstöðu er íslenska þjóðin best. Þegar heimsóknarbann olli öldruðum einsemd glöddu skólabörn og listamenn með tónlist. Þegar fjölga þurfti skimunum bauð Íslensk erfðagreining aðstoð. Þegar viðkvæmir þurftu tillit lengdu verslanir opnunartíma. Þegar spítala skorti öndunarvélar barst nafnlaus hjálparhönd. Kærleikann þarf ekki að ríkisvæða. Fólk og fyrirtæki leggja sitt að mörkum. Forystuteymi þjóðarinnar veitir upplýsingar, dregur úr óvissu og ávinnur traust. Það er mikilvægt – því óvissan er systir óttans – og með traustinu kemur samstaðan. Ástandið er tímabundin torfæra og hláturinn góður ferðafélagi. Við munum komast upp brattasta hjallann og minnast þess við leiðarlok – að einmitt þegar róðurinn reyndist þyngstur - sýndi mennskan sitt fegursta andlit. Samhug og samstöðu. Víðfeðmi kærleikans. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar