Allir íbúar í Húnaþingi vestra í úrvinnslusóttkví Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 18:46 Frá Hvammstanga sem er í Húnaþingi vestra. Getty Allir íbúar sveitarfélagsins Húnaþings vestra skulu sæta úrvinnslusóttkví frá klukkan 22 í kvöld. Er gripið til þessarar ráðstöfunar vegna grunsemda um víðtækt smit í sveitarfélaginu og verður því að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar í umdæminu. Fyrr í kvöld var greint frá því að ákveðið hafi verið að herða reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Eru aðgerðirnar í samræmi við orð Víðis Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem hann lét falla í samtali við Vísi í gær. „Úrvinnslusóttkví er tímabundin ráðstöfun meðan unnið er að smitrakningu. Í henni felst að einungis einn aðili af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla aðfanga. Úrvinnslusóttkvíin gildir ekki um lífsnauðsynlega starfsemi, s.s. hjúkrunarheimili, sjúkrahús og dreifingu og verslun með matvæli og eldsneyti. Ofangreind ákvörðun gildir þar til aðgerðarstjórn tilkynnir um annað. Jafnhliða gildir almennt samkomubann svo sem þegar hefur verið auglýst en þó með þeirri breytingu að hámarksfjöldi aðila sem mega koma saman í Húnaþingi vestra eru 5 aðilar. Höfðað er til samfélagslegrar ábyrgðar allra íbúa til að virða ofangreint og vera alls ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir í tilkynningunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Húnaþing vestra Tengdar fréttir Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Allir íbúar sveitarfélagsins Húnaþings vestra skulu sæta úrvinnslusóttkví frá klukkan 22 í kvöld. Er gripið til þessarar ráðstöfunar vegna grunsemda um víðtækt smit í sveitarfélaginu og verður því að grípa til hertra sóttvarnaraðgerða strax. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra sem birtist á Facebook-síðu lögreglunnar í umdæminu. Fyrr í kvöld var greint frá því að ákveðið hafi verið að herða reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Eru aðgerðirnar í samræmi við orð Víðis Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem hann lét falla í samtali við Vísi í gær. „Úrvinnslusóttkví er tímabundin ráðstöfun meðan unnið er að smitrakningu. Í henni felst að einungis einn aðili af hverju heimili getur í hvert sinn yfirgefið heimilið til að afla aðfanga. Úrvinnslusóttkvíin gildir ekki um lífsnauðsynlega starfsemi, s.s. hjúkrunarheimili, sjúkrahús og dreifingu og verslun með matvæli og eldsneyti. Ofangreind ákvörðun gildir þar til aðgerðarstjórn tilkynnir um annað. Jafnhliða gildir almennt samkomubann svo sem þegar hefur verið auglýst en þó með þeirri breytingu að hámarksfjöldi aðila sem mega koma saman í Húnaþingi vestra eru 5 aðilar. Höfðað er til samfélagslegrar ábyrgðar allra íbúa til að virða ofangreint og vera alls ekki á ferli að nauðsynjalausu,“ segir í tilkynningunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Húnaþing vestra Tengdar fréttir Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04 Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28 Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Fimmtungur íbúa í Húnaþingi vestra í sóttkví Sveitarstjóri Húnaþings vestra varar við skertri starfsemi stofnana og fyrirtækja eftir að 230 einstaklingar í sveitarfélaginu þurftu í sóttkví vegna kórónuveiru í gær og í dag. Það er um fimmtungur allra íbúa þess. 18. mars 2020 21:04
Munu ekki hika við að setja á útgöngubann ef talið er að þess þurfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að yfirvöld muni ekki hika við að setja á útgöngubann hér á landi ef talið er að þess þurfi. Sá tímapunktur sé hins vegar ekki kominn og ekki sé búist við því að setja þurfi á útgöngubann næstu daga. 20. mars 2020 12:28
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45