Matvælaöryggi er úrelt orð Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar 21. mars 2020 19:00 Ég hef alla tíð heillast af sögu og hæfileikum fólks sem kann að segja frá. Líklega hefur afi minn heitinn sem ég ólst upp með þar mest áhrif, en hann var einn af mínum bestu vinum. Hann var sjómaður, síðar bóndi, fæddur 1921, líklega sterkasti persónuleiki sem ég hef kynnst og hafði þann meðfædda hæfileika að segja frá sögum með mikilli snilli. Það fór mikið fyrir karli. Besti vinur afa og bróðir hans drukknuðu og reyndar fleiri góðir samferðamenn. Afi mundi líka heimsstyrjöldina síðari og pabbi hans, sem ég rétt missti af að kynnast, mundi þær báðar. Langafi lést 99 ára og hafði hann einnig upplifað spænsku veikina á eigin skinni. Afi sagði mér oft frásagnir af þessu og lýsti með tilfþrifum hvernig pabba hans hefði rétt svo tekist að sigrast á þeirri drepsótt fjandans. Hann lýsti oft þessum dögum fyrir mér. Það var alltaf stundarþögn eftir lýsinguna, hann horfði niður og til hægri þar sem hann sat með tómleit augu og leyfði huganum að reika. Eftir að hafi sagt mér frá einhverju slæmu sem hann mundi fylgdi iðulega þakklæti fljótlega á eftir. Þótt margt hafi verið erfitt sagði hann mér oft og iðulega frá að hann hefði alltaf haft góða heilsu og hann hefði aldrei á ævinni verið svangur, hann hefði aldrei skort neitt. Maturinn virtist oft fábrotinn af lýsingum að dæma, en það var alltaf nóg til. Vinir hans höfðu misst feður á sjó og í drepsótt og hann þekkti fólk sem hafði orðið svangt. Þegar ég var minni svaraði ég gjarnan á þá leið að ég væri oft svangur. Þá hló afi sínum eftirminnilega hlátri. Ég hef vissulega aldrei verið virkilega svangur. Það er erfitt að lesa og heyra frásagnir sem löngu eru liðnar og raunverulega setja sig í sömu spor. Við höfum öll lesið um heimstyrjaldirnar tvær og spænsku veikina og allt sem þeim fylgdi en að heyra frásögn frá frásagnasnillingi af fyrstu hendi, og það oft, fær sögurnar til að sitja í manni. Mér fannst þó alltaf langsótt að ég myndi upplifa eitthvað viðlíka og mér finnst það enn. Ég virkilega vona að ég og mínir upplifum slíkt aldrei. ,,Ef veröld okkar myndi taka stakkaskiptum, sem oft hefur gerst í mannkynssögunni, yrði hver þjóð matvælaframleiðslu sinni fegin”. Þessi orð skrifaði ég einu sinni í hugleiðingu sem ég kallaði ,,Vegna glæpsamlegra búvörusamninga”. Þar gagnrýndi ég málflutning margra sem þóttu niðurgreiðslur matvæla til þegna brjálæðislegt fjáraustur og tímaskekkju. Þar bar lítið á málefnalegri gagnrýni um hvernig við ættum að nota fjármunina, hvort væri hægt að nýta þá betur, hvort mætti bæta í og framleiða fleiri matvæli, allskonar matvæli, hvort í því lægju tækifæri, áþreifanleg verðmæti sem halda stöðugt gildi sínu, hvort það myndi tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Matvælaöryggi var úrelt og ofnotað orð að þeirra mati. Ég vinn hjá fyrirtæki sem flytur inn hráefni til fóðurgerðar og matvælaframleiðslu. Núna erum við þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. Við fengum tilskipun um að taka saman birgðir til að átta okkur á hvernig við myndum þreyja þorrann ef allt færi á versta veg. Það er áhugavert að fylgjast með hegðun fólks þegar eitthvað raunverulega á bjátar. Það má jú segja að veröldin hafi tekið stakkaskiptum núna þegar margar þjóðir heims loka landamærum sínum, beita útgöngubanni, samkomubanni, neyðarpakkar eru samþykktir í ríkisstjórnum, flugsamgöngur lamast... margt fleira. Fólk hamstrar mat. Það hamstrar nauðsynjavörur. Það áttar sig á því hvað það er sem það raunverulega þarf. Vissulega fyrirfinnast undarleg tilvik eins og klósettpappírhamstrarar. Hvað kemur uppí hugann hjá fólki? Hvað ef aðrar þjóðir fara bara að hugsa um sig? Bjarga bara sínum? Það er ekki fjarlægt, ef þjóðir eiga ekki nægar grímur núna þá eru þær ekki seldar annað. Ég vona eins og allir að þetta ástand gangi hratt yfir og skaðinn verði sem minnstur og að ég geti áfram sagt sögur afa. Ástandið verður þó vonandi góð áminning. Hagfræðin hefur oft einblýnt um of á hagkvæmni á kostnað áreiðanleika. Allt hefur snúist um að lækka kostnað. Oft á það við en oft alls ekki. Áreiðanleiki á við um svokallaðar grunnstoðir, eins og heilnæmt loft, ferskt vatn, mat, húsaskjól. Þetta eru hluti af grunnþörfum þarfapýramíðans. Þetta þarf alltaf að vera til staðar, sama hvort drepsótt eða stríð geisi, því annars er ekkert. Fórnarkostnaður á ekki við um þessi atriði. Allir bregðast við núna því vágesturinn er augljós. Það er alltaf áhrifaríkara þegar skaðinn er augljós. Vonandi bregðast allir við loftslagsbreytingum áður en skaðinn verður augljós öllum. Ég vona að ég verði afi sem segi frá hvernig brugðist var við, en það er önnur saga. Við virkilega skiljum það núna þegar samfélögum heimins er umturnað í þeirri von að heilbrigðiskerfið anni okkur, að það bugist ekki. Það er á svona stundu sem við erum þakklát og hömstrum. Við erum knúin til þakklætis. Við erum svo óskaplega þakklát öllu okkar heilbrigðisstarfsfólki. Við erum þakklát að allir okkar séu heilir heilsu og við hljótum að vera þakklát fyrir að til sé fólk sem framleiðir og sækir mat handa okkur hér heima á Íslandi. Ég vona að við komumst aldrei á þann stað að verða raunverulega knúin til þakklætis fyrir að hafa aðgang að innlendri matvælaframleiðslu. Ég vona að það verði aldrei möguleiki á að ekki verði nægur matur fyrir þegna landsins. Ef við komumst á þann stað er veröldin virkilega búinn að taka stakkaskiptum. Ég vona að við notum þetta sem áminningu þegar um hægist og hugsum um hverju virkilega sé þörf á og að við gerum betur við þær stéttir sem sinna grunnþörfum þjóðarinnar. Ég vona að við finnum leiðir til að framleiða meiri matvæli hér heima, fleiri tegundir af matvælum og tryggjum þannig enn frekar matvælaöryggi þjóðarinnar því enginn veit hvenær veröldin tekur stakkaskiptum. Ég vona að ég hlæi þegar barnabarn mitt segist vera svangt og ég vona að ég upplifi sjálfur aldrei hvernig er að vera svangur. Höfundur er starfsmaður hjá Líflandi ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alla tíð heillast af sögu og hæfileikum fólks sem kann að segja frá. Líklega hefur afi minn heitinn sem ég ólst upp með þar mest áhrif, en hann var einn af mínum bestu vinum. Hann var sjómaður, síðar bóndi, fæddur 1921, líklega sterkasti persónuleiki sem ég hef kynnst og hafði þann meðfædda hæfileika að segja frá sögum með mikilli snilli. Það fór mikið fyrir karli. Besti vinur afa og bróðir hans drukknuðu og reyndar fleiri góðir samferðamenn. Afi mundi líka heimsstyrjöldina síðari og pabbi hans, sem ég rétt missti af að kynnast, mundi þær báðar. Langafi lést 99 ára og hafði hann einnig upplifað spænsku veikina á eigin skinni. Afi sagði mér oft frásagnir af þessu og lýsti með tilfþrifum hvernig pabba hans hefði rétt svo tekist að sigrast á þeirri drepsótt fjandans. Hann lýsti oft þessum dögum fyrir mér. Það var alltaf stundarþögn eftir lýsinguna, hann horfði niður og til hægri þar sem hann sat með tómleit augu og leyfði huganum að reika. Eftir að hafi sagt mér frá einhverju slæmu sem hann mundi fylgdi iðulega þakklæti fljótlega á eftir. Þótt margt hafi verið erfitt sagði hann mér oft og iðulega frá að hann hefði alltaf haft góða heilsu og hann hefði aldrei á ævinni verið svangur, hann hefði aldrei skort neitt. Maturinn virtist oft fábrotinn af lýsingum að dæma, en það var alltaf nóg til. Vinir hans höfðu misst feður á sjó og í drepsótt og hann þekkti fólk sem hafði orðið svangt. Þegar ég var minni svaraði ég gjarnan á þá leið að ég væri oft svangur. Þá hló afi sínum eftirminnilega hlátri. Ég hef vissulega aldrei verið virkilega svangur. Það er erfitt að lesa og heyra frásagnir sem löngu eru liðnar og raunverulega setja sig í sömu spor. Við höfum öll lesið um heimstyrjaldirnar tvær og spænsku veikina og allt sem þeim fylgdi en að heyra frásögn frá frásagnasnillingi af fyrstu hendi, og það oft, fær sögurnar til að sitja í manni. Mér fannst þó alltaf langsótt að ég myndi upplifa eitthvað viðlíka og mér finnst það enn. Ég virkilega vona að ég og mínir upplifum slíkt aldrei. ,,Ef veröld okkar myndi taka stakkaskiptum, sem oft hefur gerst í mannkynssögunni, yrði hver þjóð matvælaframleiðslu sinni fegin”. Þessi orð skrifaði ég einu sinni í hugleiðingu sem ég kallaði ,,Vegna glæpsamlegra búvörusamninga”. Þar gagnrýndi ég málflutning margra sem þóttu niðurgreiðslur matvæla til þegna brjálæðislegt fjáraustur og tímaskekkju. Þar bar lítið á málefnalegri gagnrýni um hvernig við ættum að nota fjármunina, hvort væri hægt að nýta þá betur, hvort mætti bæta í og framleiða fleiri matvæli, allskonar matvæli, hvort í því lægju tækifæri, áþreifanleg verðmæti sem halda stöðugt gildi sínu, hvort það myndi tryggja matvælaöryggi þjóðarinnar. Matvælaöryggi var úrelt og ofnotað orð að þeirra mati. Ég vinn hjá fyrirtæki sem flytur inn hráefni til fóðurgerðar og matvælaframleiðslu. Núna erum við þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. Við fengum tilskipun um að taka saman birgðir til að átta okkur á hvernig við myndum þreyja þorrann ef allt færi á versta veg. Það er áhugavert að fylgjast með hegðun fólks þegar eitthvað raunverulega á bjátar. Það má jú segja að veröldin hafi tekið stakkaskiptum núna þegar margar þjóðir heims loka landamærum sínum, beita útgöngubanni, samkomubanni, neyðarpakkar eru samþykktir í ríkisstjórnum, flugsamgöngur lamast... margt fleira. Fólk hamstrar mat. Það hamstrar nauðsynjavörur. Það áttar sig á því hvað það er sem það raunverulega þarf. Vissulega fyrirfinnast undarleg tilvik eins og klósettpappírhamstrarar. Hvað kemur uppí hugann hjá fólki? Hvað ef aðrar þjóðir fara bara að hugsa um sig? Bjarga bara sínum? Það er ekki fjarlægt, ef þjóðir eiga ekki nægar grímur núna þá eru þær ekki seldar annað. Ég vona eins og allir að þetta ástand gangi hratt yfir og skaðinn verði sem minnstur og að ég geti áfram sagt sögur afa. Ástandið verður þó vonandi góð áminning. Hagfræðin hefur oft einblýnt um of á hagkvæmni á kostnað áreiðanleika. Allt hefur snúist um að lækka kostnað. Oft á það við en oft alls ekki. Áreiðanleiki á við um svokallaðar grunnstoðir, eins og heilnæmt loft, ferskt vatn, mat, húsaskjól. Þetta eru hluti af grunnþörfum þarfapýramíðans. Þetta þarf alltaf að vera til staðar, sama hvort drepsótt eða stríð geisi, því annars er ekkert. Fórnarkostnaður á ekki við um þessi atriði. Allir bregðast við núna því vágesturinn er augljós. Það er alltaf áhrifaríkara þegar skaðinn er augljós. Vonandi bregðast allir við loftslagsbreytingum áður en skaðinn verður augljós öllum. Ég vona að ég verði afi sem segi frá hvernig brugðist var við, en það er önnur saga. Við virkilega skiljum það núna þegar samfélögum heimins er umturnað í þeirri von að heilbrigðiskerfið anni okkur, að það bugist ekki. Það er á svona stundu sem við erum þakklát og hömstrum. Við erum knúin til þakklætis. Við erum svo óskaplega þakklát öllu okkar heilbrigðisstarfsfólki. Við erum þakklát að allir okkar séu heilir heilsu og við hljótum að vera þakklát fyrir að til sé fólk sem framleiðir og sækir mat handa okkur hér heima á Íslandi. Ég vona að við komumst aldrei á þann stað að verða raunverulega knúin til þakklætis fyrir að hafa aðgang að innlendri matvælaframleiðslu. Ég vona að það verði aldrei möguleiki á að ekki verði nægur matur fyrir þegna landsins. Ef við komumst á þann stað er veröldin virkilega búinn að taka stakkaskiptum. Ég vona að við notum þetta sem áminningu þegar um hægist og hugsum um hverju virkilega sé þörf á og að við gerum betur við þær stéttir sem sinna grunnþörfum þjóðarinnar. Ég vona að við finnum leiðir til að framleiða meiri matvæli hér heima, fleiri tegundir af matvælum og tryggjum þannig enn frekar matvælaöryggi þjóðarinnar því enginn veit hvenær veröldin tekur stakkaskiptum. Ég vona að ég hlæi þegar barnabarn mitt segist vera svangt og ég vona að ég upplifi sjálfur aldrei hvernig er að vera svangur. Höfundur er starfsmaður hjá Líflandi ehf.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun