Menntun og mannréttindi fatlaðra barna og ungmenna Anna Lára Steindal skrifar 24. mars 2020 15:00 Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Jöfn tækifæri barna og ungmenna til náms eru mikilsverð mannréttindi sem ríki heims hafa viðurkennt og staðfest í mörgum fjölþjóðlegum mannréttindasamningum og með yfirlýsingum sínum varðandi heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið hefur m.ö.o. skuldbundið sig til að tryggja öllum börnum og unmennum á Íslandi þau grundvallarréttindi. Eins og kunnugt er hefur skólastarf i landinu raskast mjög mikið vegna COVID-19 og fer það nú að mestu fram í formi fjarkennslu. Þetta kemur að sjálfsögðu illa við flest börn og ungmenni og aðstandendur þeirra. Þetta ástand og þessi röskun á skólastarfi hefur þó almennt meiri og alvarlegri áhrif á börn og ungmenni sem eru með þroskahamlanir og aðrar skyldar fatlanir og fjölskyldur þeirra. Þessi hópur barna þarf á sérstökum stuðningi að halda við nám og eiga lagalega rétt á honum. Þau eiga, vegna fötlunar sinnar, oft mjög erfitt með að nýta sér fjarnám. Mjög mikilvægt er að líta til þess að einstaklingar með miklar stuðningþarfir eiga nú þegar lögum samkvæmt að vera með einstaklingsbundna þjónustuáætlun. Sú lögbundna þjónusta er alla jafna veitt af félagsþjónustu sveitarfélaga nema skólar og frístund eftir skóla veita þjónustu við athafnir daglegs lífs (ADL) þegar nemandi mætir í skóla / frístund. Þeim menntastofnunum sem fatlað fólk á öllum aldri sækir hefur nú verið lokað eða starfa með mjög takmörkuðum hætti. Má þar nefna grunnskólana Kletta- og Arnarskóla, starfsbrautir framhaldsskólanna, Fjölmennt símenntun, Myndlistarskóla Reykjavikur og diplómanám HÍ. Þá hefur Hinu húsinu, félagsmiðstöð fyrir ungmenni verið lokað. Öllum má vera ljóst er að nemendur með þroskaskerðingar og aðrar skyldar fatlanir eiga margir mun erfiðara með að skipuleggja nám sitt heima og fylgja þeim óhefðbundu kennsluháttum sem nú er notast við. Þetta á við nemendur á öllum skólastigum. Það er því veruleg hætta á því að nemendur með þorskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir missi úr námi á meðan þetta ástand varir ef ekki er gripið til sérstakra aðgerða með þarfir einstakra nemenda í huga. Landssamtökin Þroskahjálp leggja mikla áherslu á að sú þjónusta sem fatlað fólk á rétt á samkvæmt lögum og þarf á að halda, verði löguð að þeim aðstæðum sem nú eru uppi til að gæta að réttindum og hagsmunum þessa berskjaldaða hóps. Tækifæri ungmenna með þroskahömlun til náms er þegar mjög takmarkað og hvílir þessi mismunun þungt á þeim ungmennun sem tóku þátt í málefnavinnu ungmennaráðs Þroskahjálpar í janúar. Menntun er eitt það dýrmætasta sem við eigum og hefur mikil áhrif á tækifæri fólks í lífinu, s.s til að fá atvinnu, afla sér tekna og verða sjálfstæðir og virkir einstaklingar í samfélaginu. Þegar fólk býr við skert tækifæri til náms er því ekki aðeins vegið að þeim mannréttindum sem felast í jöfnum tækifærum til menntunar, heldur eru mörg önnur tækifæri og réttindi jafnframt í húfi. Hér er því alls ekki um léttvægt mál að ræða heldur alvarlegt mannréttindamál. Stjórnvöld verða að sinna því og forgangsraða í samræmi við það! Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland fullgilti árið 2016 og skuldbatt sig þar með til að framfylgja, kveður skilyrðislaust á um skyldu stjórnvalda til að tryggja nemendum með þroskahömlun og aðrar skyldar fatlanir rétt til menntunar til jafns við aðra. Það á við nú eins og alltaf. Áskoranir Landssamtakanna Þroskahjálpar til stjórnvalda eru að: - Nemendum með miklar stuðningþarfir á öllum skólastigum verði fylgt vel eftir af þeim aðila sem ber ábyrgð á stuðningi í skólanum. Meta þjónustuþörf hvers og eins í samráði við aðstandendur og félagsþjónustu og leita allra leiða sem færar eru til að mæta þeim. - Nemendur með þroskaskerðingu og aðrar skyldar fatlanir eru margir viðkvæmir fyrir breytingum á daglegum venjum og því má gera ráð fyrir að líðan þeirra og hegðun sýni merki um það. Ekki síst eftir því sem á líður. Álag á foreldra og heimili eykst að sama skapi og mikilvægt að sýna því skilning. Veita þarf aðstoð til náms inni á heimili eins og mögulegt er, í samræmi við þarfir hvers og eins. Höfundur er verkefnisstjóri í málefnum fatlaðra barna og ungmenna hjá Þroskahjálp.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun