Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 10:34 Forsíða DV.is í morgun. Fram hefur komið að Torg ætli að halda úti tveimur vefum, Frettabladid.is annars vegar og DV.is hins vegar. Forsíða DV.is Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um kaup Torgs á DV þann 13. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttablaðið og Hringbraut hafa aðsetur á Hafnartorgi og má reikna með að ritstjórn DV færi sig þangað líka. Samkeppni ekki raskað Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist. Heldur ekki að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóri DV. Guðmundur R. Einarsson, eiginmaður hennar, er markaðs- og þróunarstjóri.Vísir/Vilhelm Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. „Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun). Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni. Undir meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið ýmissa gagna frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum. Þar sem um samruna á milli fjölmiðlaveitna er að ræða aflaði Samkeppniseftirlitið umsagnar fjölmiðlanefndar um áhrif samrunans á fjölræði og fjölbreytni í samræmi við ákvæði 62. gr. b. fjölmiðlalaga ásamt því að eiga fundi með fjölmiðlanefnd. Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. Fjölmiðlar Samkeppnismál Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. Þetta kemur fram á heimasíðu Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um kaup Torgs á DV þann 13. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki fjölmiðlanefndar og Samkeppniseftirlitsins. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Jón Þórisson er ritstjóri Fréttablaðsins.Vísir/Sigurjón Ólason Fréttablaðið og Hringbraut hafa aðsetur á Hafnartorgi og má reikna með að ritstjórn DV færi sig þangað líka. Samkeppni ekki raskað Er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruninn leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist. Heldur ekki að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Lilja Katrín Gunnarsdóttir er ritstjóri DV. Guðmundur R. Einarsson, eiginmaður hennar, er markaðs- og þróunarstjóri.Vísir/Vilhelm Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. „Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.“ Tilkynninguna í heild má sjá að neðan. Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna Torgs ehf. (Torg) og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. (Frjáls fjölmiðlun). Torg er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur fréttavefinn frettabladid.is. Þá á Torg dótturfélagið Hringbraut fjölmiðla ehf. Frjáls fjölmiðlun er útgáfufélags dagblaðsins DV og rekur jafnframt vef undir sama nafni. Undir meðferð málsins aflaði Samkeppniseftirlitið ýmissa gagna frá samrunaaðilum og hagsmunaaðilum. Þar sem um samruna á milli fjölmiðlaveitna er að ræða aflaði Samkeppniseftirlitið umsagnar fjölmiðlanefndar um áhrif samrunans á fjölræði og fjölbreytni í samræmi við ákvæði 62. gr. b. fjölmiðlalaga ásamt því að eiga fundi með fjölmiðlanefnd. Af gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að samruni Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða að samkeppni verði raskað að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Þá er það jafnframt niðurstaða eftirlitsins, með hliðsjón af umsögn fjölmiðlanefndar, að ekki sé tilefni til að grípa til íhlutunar vegna áhrifa samrunans á fjölræði og fjölbreytni í fjölmiðlun. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki séu forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna. Í ljósi aðstæðna og áhrifa faraldurs COVID-19 á verkefni Samkeppniseftirlitsins verður ákvörðun, þar sem nánar er fjallað um rannsóknina, birt innan skamms á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins.
Fjölmiðlar Samkeppnismál Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira