Einmanaleiki: Hinn faldi faraldur Kristína Erna Hallgrímsdóttir skrifar 30. mars 2020 08:00 Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. Félagsleg einangrun leiðir oft af sér einmanaleika og hefur neikvæðar afleiðingar á heilsu fólks. Hins vegar er einmanaleiki ekki einhliða mál eins og flest annað í þessari tilveru, það eru margir sem upplifa einmanaleika þrátt fyrir að umgangast fólk alla daga. Hversu innihaldsrík samskiptin eru hefur mikið að segja og því skipta gæði umfram magn miklu máli þegar kemur að því að uppfylla grunnþörf mannsins. Margir festast í vítahring einmanaleikans sem getur verið erfitt að brjótast úr. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að það séu til staðar bjargir í samfélaginu sem hjálpa manni og styðja við mann þegar á bjátar. Á tímum sem þessum upplifa margir einmanaleika og er eldra fólk á meðal þeirra enda sá hópur sem á undir högg að sækja þegar kemur að einsemd. Fram hefur komið að eldra fólk og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma séu í áhættuhópi þegar kemur að COVID-19 og því hefur verið ráðlagt að eldra fólk haldi sér heima og umgangist ekki fólk til þess að draga úr smithættu. Þetta getur reynst eldra fólki erfitt að fá ekki heimsóknir eða komast ekki út úr húsi. Margir hafa lítið tengslanet og því skiptir hver heimsókn máli, hvort sem það eru kaffiboð, sundferðir, heimsóknir á bóksafnið eða verslunarleiðangrar. Rauði krossinn á Íslandi heldur uppi viðamiklu starfi sem snýr að því að rjúfa félagslega einangrun. Um er að ræða vinaverkefnin, heimsóknarvinir, símavinir og meira segja hundavinir. Samfélagið er margbrotið og því reynir Rauði krossinn að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu til að koma til móts við ólíka hópa samfélagsins. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja einstaklinga eða hópa á hjúkrunarheimilum sem dæmi. Hundavinir er stórskemmtileg viðbót þar sem sjálfboðaliðar heimsækja með hund en allir hundar þurfa uppfylla ákveðnar kröfur til að taka þátt. Sjálfboðaliðar í símavinaverkefninu hringja tvisvar í viku 30 mínútur í senn til þeirra sem óska eftir því. Það hentar einstaklega vel á tímum sem þessum. Allir heimsóknavinir, hundavinir og auðvitað símavinir hringja nú í vini sína a.m.k. tvisvar í viku og þar að auki stutt símtöl inn á milli vegna ástandsins. Rauði krossinn hefur þar að auki farið í samstarf við Félag eldri borgara þar sem félagar sem og samfélagið er hvatt til þess að hringja í 3 einstaklinga á dag 10 mínútur í senn, í von um að koma í veg fyrir frekari einangrun. Hins vegar eru fjarskipti ekki fyrir alla og ekki allir sem hafa tök á að vera í samskiptum símleiðis og því mæðir á marga sem geta ekki fengið heimsóknir. Virkni og rútína er mikilvæg, það er grunnurinn að því að viðhalda góðri heilsu. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Starfið grundvallast á sálfélagslegum stuðningi, lögð er áhersla á virka og einlæga hlustun sem sjálfboðaliðar fá þjálfun í. Maðurinn hefur þörf á að finnast hann vera mikilvægur og það að fá áheyrn er valdeflandi. Virkni er einkum mikilvæg í heimsóknavinaverkefninu og notendur setja sér ef til vill markmið, stór og smá. Það getur verið allt frá því að fara út í göngutúr eða á kaffihús, fá sér ferskt loft eða komast í kynni við frekari félagsskap. Að fá heimsókn er líka stórt skref og nægir fyrir marga. Einstaklingum er mætt þar sem þeir eru staddir hverju sinni og á þeirra forsendum. Það er ákveðin sjálfsstyrking falin í því að geta horft til baka yfir farinn veg og sjá hve langt maður hefur náð og árangurinn í kjölfarið. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) samþykkti nýlega stefnu Rauða kross hreyfingarinnar til ársins 2030 og þar er heilsa og vellíðan ofarlega á baugi. Að takast á við einmanaleika er þar engin undantekning enda samfélagsmein sem hefur í för með sér skaðleg áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að við sem samfélag horfumst í augu við vandann ekki aðeins á neyðarstundum sem þessum. Hættum að koma fram við einmanaleika sem falinn faraldur, við vitum af honum og sjáum hann bersýnilega. Einmanaleiki hrjáir ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðra hópa eins og öryrkja, innflytjendur, einstaklinga með geðsjúkdóma og sífleiri ungmenni. Veitum einmanaleika þá athygli sem viðfangið á rétt á. Rauði krossinn hvetur alla til að hlúa að sjálfum sér, fólkinu sínu og náunganum. Þar að auki eru allir hvattir til þess að taka upp tólið og veita félagsskap og stuðning á tímum sem þessum. Ef þú vilt fá heimsóknarvin, símavin eða gerast sjálfboðaliði í slíku verkefni þá er hægt að sækja um hér. Höfundur er verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Félagasamtök Hjálparstarf Eldri borgarar Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Tengdar fréttir Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00 Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00 Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00 Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Manneskjan er að eðlisfari félagsvera og má segja að það sé hluti af grunnþörfum mannsins að fá félagsskap. Við höfum flest upplifað einmanaleika einhvern tímann á lífsleiðinni. Félagsleg einangrun leiðir oft af sér einmanaleika og hefur neikvæðar afleiðingar á heilsu fólks. Hins vegar er einmanaleiki ekki einhliða mál eins og flest annað í þessari tilveru, það eru margir sem upplifa einmanaleika þrátt fyrir að umgangast fólk alla daga. Hversu innihaldsrík samskiptin eru hefur mikið að segja og því skipta gæði umfram magn miklu máli þegar kemur að því að uppfylla grunnþörf mannsins. Margir festast í vítahring einmanaleikans sem getur verið erfitt að brjótast úr. Þar af leiðandi er nauðsynlegt að það séu til staðar bjargir í samfélaginu sem hjálpa manni og styðja við mann þegar á bjátar. Á tímum sem þessum upplifa margir einmanaleika og er eldra fólk á meðal þeirra enda sá hópur sem á undir högg að sækja þegar kemur að einsemd. Fram hefur komið að eldra fólk og einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma séu í áhættuhópi þegar kemur að COVID-19 og því hefur verið ráðlagt að eldra fólk haldi sér heima og umgangist ekki fólk til þess að draga úr smithættu. Þetta getur reynst eldra fólki erfitt að fá ekki heimsóknir eða komast ekki út úr húsi. Margir hafa lítið tengslanet og því skiptir hver heimsókn máli, hvort sem það eru kaffiboð, sundferðir, heimsóknir á bóksafnið eða verslunarleiðangrar. Rauði krossinn á Íslandi heldur uppi viðamiklu starfi sem snýr að því að rjúfa félagslega einangrun. Um er að ræða vinaverkefnin, heimsóknarvinir, símavinir og meira segja hundavinir. Samfélagið er margbrotið og því reynir Rauði krossinn að bjóða upp á fjölbreytta þjónustu til að koma til móts við ólíka hópa samfélagsins. Heimsóknavinir eru sjálfboðaliðar sem heimsækja einstaklinga eða hópa á hjúkrunarheimilum sem dæmi. Hundavinir er stórskemmtileg viðbót þar sem sjálfboðaliðar heimsækja með hund en allir hundar þurfa uppfylla ákveðnar kröfur til að taka þátt. Sjálfboðaliðar í símavinaverkefninu hringja tvisvar í viku 30 mínútur í senn til þeirra sem óska eftir því. Það hentar einstaklega vel á tímum sem þessum. Allir heimsóknavinir, hundavinir og auðvitað símavinir hringja nú í vini sína a.m.k. tvisvar í viku og þar að auki stutt símtöl inn á milli vegna ástandsins. Rauði krossinn hefur þar að auki farið í samstarf við Félag eldri borgara þar sem félagar sem og samfélagið er hvatt til þess að hringja í 3 einstaklinga á dag 10 mínútur í senn, í von um að koma í veg fyrir frekari einangrun. Hins vegar eru fjarskipti ekki fyrir alla og ekki allir sem hafa tök á að vera í samskiptum símleiðis og því mæðir á marga sem geta ekki fengið heimsóknir. Virkni og rútína er mikilvæg, það er grunnurinn að því að viðhalda góðri heilsu. Hlutverk sjálfboðaliða er að veita félagsskap, nærveru og hlýju. Starfið grundvallast á sálfélagslegum stuðningi, lögð er áhersla á virka og einlæga hlustun sem sjálfboðaliðar fá þjálfun í. Maðurinn hefur þörf á að finnast hann vera mikilvægur og það að fá áheyrn er valdeflandi. Virkni er einkum mikilvæg í heimsóknavinaverkefninu og notendur setja sér ef til vill markmið, stór og smá. Það getur verið allt frá því að fara út í göngutúr eða á kaffihús, fá sér ferskt loft eða komast í kynni við frekari félagsskap. Að fá heimsókn er líka stórt skref og nægir fyrir marga. Einstaklingum er mætt þar sem þeir eru staddir hverju sinni og á þeirra forsendum. Það er ákveðin sjálfsstyrking falin í því að geta horft til baka yfir farinn veg og sjá hve langt maður hefur náð og árangurinn í kjölfarið. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) samþykkti nýlega stefnu Rauða kross hreyfingarinnar til ársins 2030 og þar er heilsa og vellíðan ofarlega á baugi. Að takast á við einmanaleika er þar engin undantekning enda samfélagsmein sem hefur í för með sér skaðleg áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild sinni. Það er mikilvægt að við sem samfélag horfumst í augu við vandann ekki aðeins á neyðarstundum sem þessum. Hættum að koma fram við einmanaleika sem falinn faraldur, við vitum af honum og sjáum hann bersýnilega. Einmanaleiki hrjáir ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðra hópa eins og öryrkja, innflytjendur, einstaklinga með geðsjúkdóma og sífleiri ungmenni. Veitum einmanaleika þá athygli sem viðfangið á rétt á. Rauði krossinn hvetur alla til að hlúa að sjálfum sér, fólkinu sínu og náunganum. Þar að auki eru allir hvattir til þess að taka upp tólið og veita félagsskap og stuðning á tímum sem þessum. Ef þú vilt fá heimsóknarvin, símavin eða gerast sjálfboðaliði í slíku verkefni þá er hægt að sækja um hér. Höfundur er verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00
Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Að halda sig heima er ekki möguleiki fyrir heimilislausa einstaklinga. Fyrirmæli yfirvalda til almennings á þessum tíma – einangrun, aukið hreinlæti og að halda sig heima – eru ekki raunsæ fyrir einstaklinga sem glíma við heimilisleysi. 25. mars 2020 11:00
Mikilvægi tengsla og trausts Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. 26. mars 2020 09:00
Einangrunin eykst dag frá degi og einmanaleikinn svíður Fjölmargir einstaklingar sitja í fangelsi á Íslandi og á óvissutímum líkt og nú er hætt við að þeir gleymist. Í miklum óstöðuleika upplifir þessi hópur óöryggi og aukna streitu, líkt og flestir aðrir. 27. mars 2020 09:00
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar