Við erum öll almannavarnir - við erum öllum barnavernd Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 30. mars 2020 07:00 Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Barnavernd Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana legg ég mikið uppúr því að líta á björtu hliðarnar á þessum heimsfaraldri. Því þær eru margar. Við höfum gott af því að hægja á okkur, staldra aðeins við og sjá hvað það er sem raunverulega skiptir okkur máli. Mannúð og náungakærleikur eru alltumlykjandi og áþreifanleg í samfélaginu. Nærveran með okkar nánustu er jú góð og holl. Nema í sumum tilvikum, þegar þeir nánustu eru ekki í stakk búnir til að eiga í góðum og hollum samskiptum við fólkið sitt - eða sinna börnunum sínum. Af því hef ég talsvert miklar áhyggjur og hér gengur illa að líta á björtu hliðarnar. Því miður ýtir ástandið sem við búum við núna undir áhættuþætti á borð við vanrækslu og heimilisofbeldi. Þar sem baklandið er veikt fyrir verður það veikara núna. Líkt að fram hefur komið í fréttum s.l. daga hefur tilkynningum til Barnaverndar fækkað um 20%. Helstu tilkynnendur til Barnaverndar eru leikskólar, grunnskólar og frístundin. Nú þegar starfsemin er takmörkuð þá fækkar tilkynningum. Mikið hefur verið rætt um afhverju skólum og frístund sé ekki lokað alfarið. Í ljósi þeirra barna sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, þá er gríðarlega mikilvægt að þetta öryggisnet, sem skóla- og frístundastarfið er, sé haldið gangandi að einhverju leyti. Þar að auki er marg búið að fara yfir það af sóttvarnarlækni og landlækni að börn eru mun minna útsett fyrir smiti og smita sjálf minna. Ef allir skólar og frístund loka alveg aukast líkurnar á að börn, sem búa nú þegar við óásættanlegar aðstæður heima fyrir, muni lokast inni í langan tíma án þess að einhver afskipti verði höfð af þeim. Þess vegna þurfum við öll að vera virk og verndandi. Barnavernandi. Á blaðamannafundi kórónuveirunnar laugardaginn 28.mars sl. biðlaði Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs í Reykjavík til okkar allra, nágranna og hvers konar aðstandenda barna, að hafa samband við Barnavernd þar sem við á. Gerum það fyrir börnin að vernda þau. Hér má finna allar upplýsingar um hvernig haft er samband við Barnavernd. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar