Hver vill alræðisvald? Heiðar Guðjónsson skrifar 30. apríl 2020 11:10 Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar. Ísland stendur framarlega en þó eru lönd sem standa okkur framar og auðvelt er að leita til þeirra og læra af þeirra mistökum, frekar en að endurtaka þau. Ríkisstjórnin ákvað í snarhasti í byrjun árs að setja saman starfshóp til að skoða uppbyggingu fjarskiptakerfa á Íslandi. Aldrei var opinberað hverjir voru í þeim hópi, hvað þá gefið færi á fundum með hópnum. Varla telst það í takt við tal á tyllidögum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Í gær var birt skýrsla starfshópsins. Þar kemur fyrst fram hverjir skipuðu hópinn. Það er svo í takt við annað í þessu ferli að tillögurnar eru fullkomlega ólýðræðislegar. Þar er lagt til að ákvarðanir sem teknar verði muni fara algjörlega fram hjá Póst og fjarskiptastofnun, sem er eftirlitsaðili stjórnvalda á fjarskiptamarkaði. Enn fremur er lagt til að ákvarðanir verði undanþegnar reglum stjórnsýslulaga um rökstuðning og andmæli. Með öðrum orðum er lagt til að alræðisvald verði sett í hendur embættismanna ráðuneyta, sem eftirlitsstofnun má ekkert hafa um að segja og hlutaðeigandi fyrirtæki eru svipt andmælarétti. Þegar verið er að tala um uppbyggingu fjarskiptakerfa sem einkafyrirtæki hafa byggt upp af myndarskap fyrir tugi milljarða þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að afnema alla varnagla sem þegnar hafa í samskiptum sínum við yfirvöld. Þetta hefði þótt eðlilegt í Austur-Þýskalandi fortíðar en hvernig kemur svona hugmynd fram í dag á Íslandi? Ætlar ríkisstjórnin og svo Alþingi að taka þátt í svona aðför að lýðræðinu og grundvallarréttindum þegnanna? Höfundur er forstjóri Vodafone og Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarskipti Heiðar Guðjónsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Fjarskiptakerfi og rafkerfi eru undirstaða hinar margumtöluðu fjórðu iðnbyltingar. Það þarf því að huga vel að því hvernig uppbygging þeirra kerfa er háttað til framtíðar. Ísland stendur framarlega en þó eru lönd sem standa okkur framar og auðvelt er að leita til þeirra og læra af þeirra mistökum, frekar en að endurtaka þau. Ríkisstjórnin ákvað í snarhasti í byrjun árs að setja saman starfshóp til að skoða uppbyggingu fjarskiptakerfa á Íslandi. Aldrei var opinberað hverjir voru í þeim hópi, hvað þá gefið færi á fundum með hópnum. Varla telst það í takt við tal á tyllidögum um opna og gegnsæja stjórnsýslu. Í gær var birt skýrsla starfshópsins. Þar kemur fyrst fram hverjir skipuðu hópinn. Það er svo í takt við annað í þessu ferli að tillögurnar eru fullkomlega ólýðræðislegar. Þar er lagt til að ákvarðanir sem teknar verði muni fara algjörlega fram hjá Póst og fjarskiptastofnun, sem er eftirlitsaðili stjórnvalda á fjarskiptamarkaði. Enn fremur er lagt til að ákvarðanir verði undanþegnar reglum stjórnsýslulaga um rökstuðning og andmæli. Með öðrum orðum er lagt til að alræðisvald verði sett í hendur embættismanna ráðuneyta, sem eftirlitsstofnun má ekkert hafa um að segja og hlutaðeigandi fyrirtæki eru svipt andmælarétti. Þegar verið er að tala um uppbyggingu fjarskiptakerfa sem einkafyrirtæki hafa byggt upp af myndarskap fyrir tugi milljarða þá finnst stjórnvöldum eðlilegt að afnema alla varnagla sem þegnar hafa í samskiptum sínum við yfirvöld. Þetta hefði þótt eðlilegt í Austur-Þýskalandi fortíðar en hvernig kemur svona hugmynd fram í dag á Íslandi? Ætlar ríkisstjórnin og svo Alþingi að taka þátt í svona aðför að lýðræðinu og grundvallarréttindum þegnanna? Höfundur er forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar