Eyjamenn áttu allra flottustu tilþrif handboltavetrarins að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar en ýmsir fleiri sýndu mögnuð tilþrif á tímabilinu.
Í lokaþætti Seinni bylgjunnar var meðal annars farið yfir tíu flottustu tilþrif leiktíðarinnar og má sjá þau öll hér að neðan.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.