Bjarki fyrsti þýski markakóngurinn í ellefu ár til að brjóta átta marka múrinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2020 15:00 Bjarki Már Elísson fagnar í vetur með félögum sínum í Lemgo en myndin er af Twitter síðu TBV Lemgo Lippe. Mynd/@tbvlemgolippe Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06 Þýski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
Bjarki Már Elísson átti frábært tímabil í bestu deild handboltans en hann skoraði 216 mörk fyrir TBV Lemgo Lippe liðið í vetur eða átta mörk að meðaltali í leik. Hann varð þar með fyrsti markakóngurinn í ellefu ár til að skora átta mörk að meðaltali eða allt frá því að Grikinn Savas Karipidis varð markakóngur tímabilið 2008-09 með 8,3 mörk í leik. Bjarki og Savas Karipidis eru ásamt Dananum Lars Christiansen og Suður Kóreumanninum Yoon Kyung-shin þeir einu sem náð að vinna markakóngstitilinn og skora um leið yfir átta mörk í leik. Bjarki er líka þriðji Íslendingurinn sem nær að verða markakóngur í þýsku deildinni og fylgir þar í fótspor þeirra Sigurðar Vals Sveinssonar og Guðjóns Vals Sigurðssonar. Bjarki er aftur á móti sá eini af þeim sem var með átta mörk að meðaltali í leik. Sigurður Valur Sveinsson skoraði 7,35 mörk að meðaltali fyrir TBV Lemgo tímabilið 1984-85 og Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7,76 mörk að meðaltali fyrir VfL Gummersbach tímabilið 2005-06. Bjarki er nú í áttunda sæti yfir hæsta meðalskor markakóngs þýsku deildarinnar á síðustu rúmu fjörtíu árum. Metið á Jerzy Klempel sem á reyndar tvö hæstu meðalskorin og er sá eini sem hefur unnið markakóngstitilinn með yfir níu mörk að meðaltali í leik. Bjarki skoraði þrettán mörkum meira en næsti maður sem var danski Íslendingurinn Hans Lindberg hjá Füchse Berlin. Það voru síðan fimmtíu mörk niður í Danann Michael Damgaard í þriðja sætinu en hann spilar með SC Magdeburg. Bjarki skoraði 72 marka sinna af vítalínunni, 67 komu úr vinstra horninu, 51 kom úr hraðaupphlaupi og 13 af línu. Bjarki skoraði einnig 11 mörk með langskotum. Bjarki nýtti 75,3 prósent skota sinna á tímabilinu. Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Hæsta meðalskor markakónga þýsku deildarinnar frá 1977: 9,19 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1986/87 8,96 Jerzy Klempel, Frisch Auf Göppingen 1985/86 8,53 Yoon Kyung-shin, VfL Gummersbach 2000/01 8,50 Lars Christiansen, SG Flensburg-Handewitt 2002/03 8,29 Savas Karipidis, MT Melsungen 2008/09 8,23 Erhard Wunderlich, VfL Gummersbach 1981/82 8,15 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1991/92 8,00 Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe 2019/20 7,96 Jochen Fraatz, TUSEM Essen 1990/91 7,76 Guðjón Valur Sigurðsson, VfL Gummersbach 2005/06
Þýski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira