„Heilbrigðiskerfið ætti náttúrulega að heita sjúkdómakerfið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. janúar 2021 07:01 Evert hefur verið í heilsubransanum hér á landi í mörg ár og aðstoðað fólk við að koma sér í form. Evert Víglunds, stofnandi og eigandi Crossfit Reykjavík, hefur í áraraðir hjálpað Íslendingum að bæta heilsu sína og er með sterkar skoðanir þegar kemur að þeim hlutum. Evert er nýjasti gesturinn í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Heilbrigðiskerfið ætti náttúrulega að heita sjúkdómakerfið. Það er meira réttnefni. 80 prósent af kostnaði heilbrigðiskerfisins er vegna lífsstílssjúkdóma. Það þyrfti að koma öllu sem snýr að heilsu og heilbrigði mun meira inn í menntakerfið. Þekkingin á líkamanum og hvernig hann virkar er orðin það mikil að við getum mjög oft auðveldlega gripið inn í áður en fólk verður veikt. En það sem verið er að gera núna er að grípa eingöngu inn í eftir að fólk er orðið veikt, sem fyrir mér er algjörlega brengluð leið. Ef fólk sinnir svefninum sínum, næringu og hreyfingu vel á það að vera algjör undantekning að fólk sé veikt, en það er bara alls ekki þannig því miður. Ég hef persónulega engan áhuga á því að lifa lengi og vera veikur síðustu áratugina. Við þurfum að breyta umræðunni þannig að þetta snúist ekki bara um að lengja lífaldur, heldur að bæta heilbrigði við árin sem við lifum.” Evert er á því að Covid tímabilið gæti gefið okkur tækifæri til þess að bæta heildarheilsu allra ef tekin væri ákvörðum um það. Langar alla að vera heilbrigðir „Nú eru allir í heiminum með grímur og að spritta hendurnar. Af hverju getum við ekki sagt öllum í heiminum að hreyfa sig, borða hollan mat og hugsa um svefninn? Það hefur sýnt sig í nánast öllum löndum heims að fólk virðist hlýða fyrirmælum. Það væri hægt að setja tilmæli til heilbrigðisráðherra um að skylda fólk til að sinna heilsu sinni. Við eigum enn eftir að sjá afleiðingarnar af því hvernig lífsstíll fólks hefur versnað. Fólk er meira inni, það hefur aldrei selst meira af áfengi og að meðaltali er óholl matvara á leiðinni upp í sölu. Það væri hægt að setja upp hóp sem myndi skila minnisblaði um heilsu, sem ríkisstjórnin myndi síðan fara yfir og samþykkja eftir því sem við ætti. Það langar alla að vera heilbrigðir.“ Evert átti eins og aðrir eigendur líkamsræktarstöðva vægast sagt skrýtið ár í fyrra. „Rekstarlega séð er mitt fyrirtæki á góðum stað. Við höfum verið skynsöm og ef ég ætti að kenna einhverjum eitthvað sem er að fara í rekstur, væri það að byrja smátt og leyfa rekstrinum að vaxa. Frekar en að taka einhver bankalán og fara fram úr sér. En auðvitað er erfitt þegar lokað er bara á stærsta hlutann af tekjunum. Það renna að jafnaði 800 manns í gegnum stöðina á hverjum degi og nú er það bara ekki neitt. Svo komu líka gífurlega margir túristar í stöðina sem keyptu vörur og þjónustu. Það sagði mér einhvern tíma leigubílstjóri að Crossfit Reykjavík væri næstvinsælasti staðurinn fyrir túrista í borginni á eftir Hallgrímskirkju. Það var yfirleitt fullt hús af útlendingum og biðraðir í tíma hjá erlendu fólki. Það vita allir í Crossfit-heiminum af stöðinni. Ég held að það sé út af Annie Mist, sem er klárlega fyrsta ofurstjarnan í íþróttinni í heiminum.” Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva CrossFit Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira
„Heilbrigðiskerfið ætti náttúrulega að heita sjúkdómakerfið. Það er meira réttnefni. 80 prósent af kostnaði heilbrigðiskerfisins er vegna lífsstílssjúkdóma. Það þyrfti að koma öllu sem snýr að heilsu og heilbrigði mun meira inn í menntakerfið. Þekkingin á líkamanum og hvernig hann virkar er orðin það mikil að við getum mjög oft auðveldlega gripið inn í áður en fólk verður veikt. En það sem verið er að gera núna er að grípa eingöngu inn í eftir að fólk er orðið veikt, sem fyrir mér er algjörlega brengluð leið. Ef fólk sinnir svefninum sínum, næringu og hreyfingu vel á það að vera algjör undantekning að fólk sé veikt, en það er bara alls ekki þannig því miður. Ég hef persónulega engan áhuga á því að lifa lengi og vera veikur síðustu áratugina. Við þurfum að breyta umræðunni þannig að þetta snúist ekki bara um að lengja lífaldur, heldur að bæta heilbrigði við árin sem við lifum.” Evert er á því að Covid tímabilið gæti gefið okkur tækifæri til þess að bæta heildarheilsu allra ef tekin væri ákvörðum um það. Langar alla að vera heilbrigðir „Nú eru allir í heiminum með grímur og að spritta hendurnar. Af hverju getum við ekki sagt öllum í heiminum að hreyfa sig, borða hollan mat og hugsa um svefninn? Það hefur sýnt sig í nánast öllum löndum heims að fólk virðist hlýða fyrirmælum. Það væri hægt að setja tilmæli til heilbrigðisráðherra um að skylda fólk til að sinna heilsu sinni. Við eigum enn eftir að sjá afleiðingarnar af því hvernig lífsstíll fólks hefur versnað. Fólk er meira inni, það hefur aldrei selst meira af áfengi og að meðaltali er óholl matvara á leiðinni upp í sölu. Það væri hægt að setja upp hóp sem myndi skila minnisblaði um heilsu, sem ríkisstjórnin myndi síðan fara yfir og samþykkja eftir því sem við ætti. Það langar alla að vera heilbrigðir.“ Evert átti eins og aðrir eigendur líkamsræktarstöðva vægast sagt skrýtið ár í fyrra. „Rekstarlega séð er mitt fyrirtæki á góðum stað. Við höfum verið skynsöm og ef ég ætti að kenna einhverjum eitthvað sem er að fara í rekstur, væri það að byrja smátt og leyfa rekstrinum að vaxa. Frekar en að taka einhver bankalán og fara fram úr sér. En auðvitað er erfitt þegar lokað er bara á stærsta hlutann af tekjunum. Það renna að jafnaði 800 manns í gegnum stöðina á hverjum degi og nú er það bara ekki neitt. Svo komu líka gífurlega margir túristar í stöðina sem keyptu vörur og þjónustu. Það sagði mér einhvern tíma leigubílstjóri að Crossfit Reykjavík væri næstvinsælasti staðurinn fyrir túrista í borginni á eftir Hallgrímskirkju. Það var yfirleitt fullt hús af útlendingum og biðraðir í tíma hjá erlendu fólki. Það vita allir í Crossfit-heiminum af stöðinni. Ég held að það sé út af Annie Mist, sem er klárlega fyrsta ofurstjarnan í íþróttinni í heiminum.” Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva CrossFit Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Sjá meira