Fær ekki að flytja inn American Pit Bull Terrier Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 20:38 Óheimilt er að flytja hunda af tegundinni American Put Bull Terrier hingað til lands. flickr/geoggirl Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja einstaklingi um undanþágu frá banni við innflutningi á hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier. Úrskurður ráðuneytisins er birtur á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi hafnað því að veita undanþágu frá banninu, sem er að finna í lögum um innflutning dýra. Taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum laganna um bann við ákveðnum hundategundum. Vísaði Matvælastofnun einnig til þess að löggjöf og framkvæmd í þessum málum hér á landi byggi á því sjónarmiði að stemma stigu við innflutningi hunda af tegundum sem taldar séu sérlega hættulegar ef ekki er rétt staðið að uppeldi og umönnun viðkomandi hunda. Þá sagði Matvælastofnun engin fordæmi fyrir því að veita undanþágu frá banninu. Sagði hundinn veita stuðning vegna veikinda Sá sem kærði ákvörðun Matvælastofnunar og vildi fá að flytja hundinn inn byggði undanþágubeiðnina á því að umræddur hundur, sem eins og áður sagði er af tegundinni American Pit Bull Terrier, veiti honum mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti svo synjun Matvælastofnunar á undanþágubeiðninni. Vísað var til þess að kröfur vegna innflutnings dýra væru strangar og að meginreglan væri sú að innflutningur dýra hingað til lands sé bannaður og að undantekningar við því banni skyldi túlka þröngt. „Með vísan til umsagnar Matvælastofnunar telur ráðuneytið að hætta geti stafað af innflutningi af hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier og sé því óheimilt að veita undanþágu til innflutnings á hundi kæranda, sbr. 3. mgr. 4. gr. a laganna. Auk þess er sérstaklega kveðið á um í 1. tl. f. liðar 14 gr. reglugerðar nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta, að óheimilt að flytja inn hunda af umræddri tegund,“ segir í úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Matvælastofnunar var staðfest. Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Úrskurður ráðuneytisins er birtur á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi hafnað því að veita undanþágu frá banninu, sem er að finna í lögum um innflutning dýra. Taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum laganna um bann við ákveðnum hundategundum. Vísaði Matvælastofnun einnig til þess að löggjöf og framkvæmd í þessum málum hér á landi byggi á því sjónarmiði að stemma stigu við innflutningi hunda af tegundum sem taldar séu sérlega hættulegar ef ekki er rétt staðið að uppeldi og umönnun viðkomandi hunda. Þá sagði Matvælastofnun engin fordæmi fyrir því að veita undanþágu frá banninu. Sagði hundinn veita stuðning vegna veikinda Sá sem kærði ákvörðun Matvælastofnunar og vildi fá að flytja hundinn inn byggði undanþágubeiðnina á því að umræddur hundur, sem eins og áður sagði er af tegundinni American Pit Bull Terrier, veiti honum mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti svo synjun Matvælastofnunar á undanþágubeiðninni. Vísað var til þess að kröfur vegna innflutnings dýra væru strangar og að meginreglan væri sú að innflutningur dýra hingað til lands sé bannaður og að undantekningar við því banni skyldi túlka þröngt. „Með vísan til umsagnar Matvælastofnunar telur ráðuneytið að hætta geti stafað af innflutningi af hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier og sé því óheimilt að veita undanþágu til innflutnings á hundi kæranda, sbr. 3. mgr. 4. gr. a laganna. Auk þess er sérstaklega kveðið á um í 1. tl. f. liðar 14 gr. reglugerðar nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta, að óheimilt að flytja inn hunda af umræddri tegund,“ segir í úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Matvælastofnunar var staðfest.
Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira