Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 21:41 Biden og Harris gagnrýndu lögreglu á fundi í kvöld. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. Biden kynnti í dag, ásamt varaforsetaefni sínu Kamölu Harris, þann hóp sem mun taka við dómsmálaráðuneytinu eftir embættistöku hans. Þar sagði hann gærdaginn vera einn þann svartasta í sögu þjóðarinnar og kallaði múginn sem réðst inn í þinghúsið innlenda hryðjuverkamenn. Biden: "What we witnessed yesterday was not dissent. It was not disorder. It was not protest. It was chaos. They weren't protesters. Don't dare call them protesters. They were a riotous mob. Insurrectionists. Domestic terrorists. It's that basic, it's that simple." pic.twitter.com/QhFCba3D3B— CBS News (@CBSNews) January 7, 2021 „Ég vildi að við gætum sagt að þetta hafi verið óvænt, en það er ekki satt. Við gátum séð þetta fyrir. Undanfarin fjögur ár höfum við haft forseta sem hefur lýst vanþóknun sinni á lýðræðinu, stjórnarskránni og lögum og reglu,“ sagði Biden. Trump hefði með orðum sínum ráðist á allar lýðræðislegar stofnanir og afleiðingarnar hafi komið í ljós í gær. „Við höfum séð tvö löggæslukerfi þegar við sáum annað leyfa öfgamönnum ryðjast inn í þinghúsið og hitt beita táragasi á friðsæla mótmælendur síðasta sumar,“ sagði Harris og vísaði þar til mótmælaöldu sem braust út í Bandaríkjunum og víðar eftir að lögreglumaður sat ofan á hálsi George Floyd þar til hann lést. „Við vitum að þetta er óásættanlegt. Við vitum að við eigum að vera betri en þetta.“ Biden vísaði einnig til mótmælanna í sumar og sagðist hafa fengið skilaboð frá barnabarni sínu í gær, þar sem hún minntist á ólík viðbrögð lögreglu. Sagði Biden óásættanlegt að friðsælir mótmælendur hefðu verið beittir meiri hörku síðasta sumar. Margir netverjar hafa sett saman myndir sem sýna mikið viðbúnað vegna Black Lives Matter mótmæla og borið saman við viðbrögð lögreglu í gær. The difference in responses to Black Lives Matter protests vs. MAGA protests is sickening. pic.twitter.com/eXTDKvUmtw— Joey (@joey_hiphop) January 6, 2021 Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Biden kynnti í dag, ásamt varaforsetaefni sínu Kamölu Harris, þann hóp sem mun taka við dómsmálaráðuneytinu eftir embættistöku hans. Þar sagði hann gærdaginn vera einn þann svartasta í sögu þjóðarinnar og kallaði múginn sem réðst inn í þinghúsið innlenda hryðjuverkamenn. Biden: "What we witnessed yesterday was not dissent. It was not disorder. It was not protest. It was chaos. They weren't protesters. Don't dare call them protesters. They were a riotous mob. Insurrectionists. Domestic terrorists. It's that basic, it's that simple." pic.twitter.com/QhFCba3D3B— CBS News (@CBSNews) January 7, 2021 „Ég vildi að við gætum sagt að þetta hafi verið óvænt, en það er ekki satt. Við gátum séð þetta fyrir. Undanfarin fjögur ár höfum við haft forseta sem hefur lýst vanþóknun sinni á lýðræðinu, stjórnarskránni og lögum og reglu,“ sagði Biden. Trump hefði með orðum sínum ráðist á allar lýðræðislegar stofnanir og afleiðingarnar hafi komið í ljós í gær. „Við höfum séð tvö löggæslukerfi þegar við sáum annað leyfa öfgamönnum ryðjast inn í þinghúsið og hitt beita táragasi á friðsæla mótmælendur síðasta sumar,“ sagði Harris og vísaði þar til mótmælaöldu sem braust út í Bandaríkjunum og víðar eftir að lögreglumaður sat ofan á hálsi George Floyd þar til hann lést. „Við vitum að þetta er óásættanlegt. Við vitum að við eigum að vera betri en þetta.“ Biden vísaði einnig til mótmælanna í sumar og sagðist hafa fengið skilaboð frá barnabarni sínu í gær, þar sem hún minntist á ólík viðbrögð lögreglu. Sagði Biden óásættanlegt að friðsælir mótmælendur hefðu verið beittir meiri hörku síðasta sumar. Margir netverjar hafa sett saman myndir sem sýna mikið viðbúnað vegna Black Lives Matter mótmæla og borið saman við viðbrögð lögreglu í gær. The difference in responses to Black Lives Matter protests vs. MAGA protests is sickening. pic.twitter.com/eXTDKvUmtw— Joey (@joey_hiphop) January 6, 2021
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26