Ofríki, fáræði, auðræði eða lýðræði? Kristinn Már Ársælsson skrifar 11. janúar 2021 08:01 Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Hvernig gat það gerst að lýðræðið stendur á brauðfótum víða um heim? Lítið sem ekkert traust á kjörnum fulltrúum. Gjá milli þings og þjóðar. Fjöldamótmæli gegn lögregluofbeldi—lögreglu sem á að vernda borgara. Stuðningsfólk Trump ræðst inn í þinghúsið og veifar Suðurríkjafánanum. Upplýsingaóreiða. Lýðskrum. Auðræði. Pólarísering. Hvernig stendur á því að lýðræðið, sem á að þjóna almenningi fyrst og síðast, er bókstaflega í hættu? Svarið er að lýðræðinu hefur ekki hefur tekist, annars vegar, að tryggja að það þjóni fyrst og síðast almenningi og sér í lagi hinum verst settu. Hins vegar mistekist að sætta ólík sjónarmið meðal almennings. Lýðræðinu hefur mistekist að stemma stigu við ofríki, fáræði og auðræði. Því miður hafa flestir stjórnmálaflokkar og stór hluti kjósenda ekki tekið þessi vandamál nægilega alvarlega. Þessi vandamál hafa fylgt lýðræðinu frá upphafi. Strax á upphafsárum lýðræðisins fyrir rúmum 200 árum vöruðu fræðimenn við ofríki meirihlutans, sér í lagi hvítra gagnvart svörtum. Enn í dag sjáum við mismunun, á öllum sviðum, gagnvart þeim sem eru með annan húðlit en hvítan. Fræðimenn vöruðu við fáræði (óligarkí) þar sem völd þjöppuðust á hendur fárra sem deildu ekki skoðunum eða hagsmunum með almenningi. Þau vöruðu við auðræði, að hinir ríku myndu ráða för í stjórnmálum fremur en almenningur. Af þessum sökum eru þau sem hafa notið forréttinda (ofríki) reið vegna ótta við að missa þau. Þau sem standa höllum fæti reið og sár vegna langvarandi ofríkis. Lýðræðisleg samfélög eiga að vera opin og frjáls. Fólk má vera alls konar. En lýðræðinu hefur mistekist að sætta ólík sjónarmið. Þvert á hópa eru kjósendur reiðir út í kjörna fulltrúa fyrir að verja ekki hagsmuni þeirra. Fyrir að standa oft og reglulega frekar með hinum ríku og valdamiklu en ekki almenningi. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að viðurkenna vandann og taka hann alvarlega. Viðurkenna að vandinn er bundinn við skipulag lýðræðisins. Núverandi skipulag kosninga, embætta og ákvarðanatöku dugar ekki til að sætta ólík sjónarmið. Tryggir ekki að hagsmunir almennings og hinna verst settu séu hafðir að leiðarljósi. Mikil völd í höndum fámennra hópa eða einstaklinga bjóða ofríki og spillingu heim. Dæmin eru mýmörg. Forsetatíð Trump er gott dæmi. Næst þurfum við að ræða og gera breytingar. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að efla tengsl milli forsvarsmanna og grasrótar sem og bæta stefnumótun. Flokkarnir sjálfir eru of einangraðir og ekki nægilega virkir í hugmyndavinnu í samfélaginu. Það dugar ekki að hittast í fámennum hópum og móta stefnu korter fyrir kosningar heldur þarf löng, vönduð og upplýst ferli. Við þurfum sterk og virk almannasamtök sem veita ráðamönnum aðhald og taka virkan þátt í stefnumótun samfélagsins. Margar af mikilvægustu nýjungum á lýðræðistímanum komu frá og/eða voru studdar af sterkri verkalýðshreyfingu, t.d. heilbrigðiskerfið. Forysta samtakanna þarf að eiga í virku samtali við grasrótina og eiga hlutdeild í lýðræðislegri ákvarðanatöku. Eina leiðin til þess að sætta ólík sjónarmið er að fá ólíka hópa til þess að setjast við sama borð. Að setja sig í spor annarra. Leita málamiðlunar eða, hreinlega, sýna skilning á slakri stöðu annarra og viðurkenna eigin forréttindi. Svokölluð slembivalin rökræðuferli—þar sem hópur almennings er valinn af handahófi til að koma saman í rökræðu—hafa verið ítarlega rannsökuð og reynst vel í þessum tilgangi. Við þurfum að beita slíkum ferlum í meira mæli. Fræðimenn hafa lagt til að efri deild þings sé skipuð almenningi sem er valinn af handahófi. Þannig þurfi tillögur stjórnmálamanna að hljóta náð almennings. Það er búið að benda á vandann í rúm 200 ár. Lýðræðið hefur áður vikið fyrir alræði. Það má ekki gerast aftur. Stjórnmálaflokkar og almannasamtök verða að ráðast í að koma á alvöru lýðræði. Höfundur er doktorsnemi í félagsfræði og stofnandi lýðræðisfélagsins Öldu.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun