Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. janúar 2021 23:46 Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Manuel Balce Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Mannréttindasamtök hafa á síðustu árum sakað kínversk stjórnvöld um að hafa hneppt allt að milljón Úígúra í eitthvað sem ríkið sjálft kallar „endurmenntunarbúðir.“ Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins bendir margt til þess að um þrælavinnubúðir sé að ræða. Úígúrar eru þjóðarbrot sem býr aðallega í Xinjiang í norðvesturhluta Kína. Á síðustu árum hafa kínversk stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir meintar kerfisbundnar ofsóknir á hendur þeim. Pompeo, sem von bráðar lætur af embætti utanríkisráðherra, hefur verið í eldlínunni í samskiptum Kínverja og Bandaríkjanna frá því hann tók við embættinu í apríl 2018. Hann var skipaður af Donald Trump forseta, sem oft hefur hreykt sér af því hversu „harður“ hann hefur verið við Kína. Ríkisstjórn hans hefur þó ekki viljað kalla framgöngu Kínverja gagnvart Úígúrum þjóðarmorð, fyrr en nú. „Ég trúi því að þetta þjóðarmorð sé enn í gangi, og við séum vitni að kerfisbundinni tilraun ríkisflokks Kína til að útrýma Úígúrum,“ segir í yfirlýsingu frá Pompeo. Í yfirlýsingunni var ekki að finna neinar aðgerðir af hálfu Bandaríkjanna gagnvart Kína sem ekki þegar voru í gildi. Anthony Blinken, sem verður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Joes Biden, tók undir yfirlýsingu Pompeos þegar hann var inntur eftir viðbrögðum í dag. „Þetta er það mat sem ég myndi leggja á þetta,“ samsinnti Blinken. Teymi á bak við framboð Bidens gagnrýndi framkomu kínverska ríkisins gagnvart Úígúrum í ágúst síðastliðnum. Spenna í utanríkismálun þegar Biden tekur við Greinendur segja ákvörðunina vera eins konar „lokagjöf“ hinnar fráfarandi Trump-stjórnar til Kína. Þó Bandaríkin séu ekki fyrsta ríkið til þess að gagnrýna framferði Kínverja í Xinjiang, sé um að ræða langsterkustu fordæminguna hingað til. Yfirlýsing Pompeo gæti leitt til aukinnar spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna, en kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa þegar brugðist við með því að saka Bandaríkjamenn um þjóðarmorð, og vísaði þar til viðbragða alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum, sem dregið hefur yfir fjögur hundruð þúsund Bandaríkjamenn til dauða. Rannsókn sem breska ríkisútvarpið gerði árið 2019 leiddi í ljós að börn í Xinjiang væru tekin frá foreldrum sínum til þess að uppræta menningu Úígúra á svæðinu. Eins bendir margt til þess að úígúrskar konur hafi verið neyddar á getnaðarvörn af ríkinu. Kína hefur neitað ásökunum um allt slíkt.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Sjá meira
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30