„Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 12:00 Íslensku strákarnir fagna sigri á Marokkó á meðan þjálfari Marokkó hughreystir sinn mann. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Íslensku strákarnir voru heppnir að slasast ekki í leiknum á móti hinum grófu Marokkóbúum en leikur þeirra kom gamalli landsliðshetju ekkert á óvart. Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2021 í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fór yfir riðlakeppni íslenska handboltalandsliðsins á HM í Egyptalandi í hlaðvarpsþættinum Sportið í dag á Vísi með þeim Ásgeiri Erni Hallgrímssyni og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Þeir ræddu meðal annars um brot Marókkómanna á íslensku landsliðsmönnunum. Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur farið á sextán stórmót með íslenska landsliðinu og hann hafði varað við ljótum brotum afrísku leikmannanna fyrir leikina á móti Alsír og Marokkó. „Þú varst að tala um að það gæti verið skrautlegt að spila við þessi afrísku lið og þau séu að lemja hér og þar. Þetta var viðbjóður sem var boðið upp á. Þrjú rauð spjöld hjá Marokkó og þetta brot á Viggó er algjörlega til skammar,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Því miður þá kemur þetta manni nákvæmlega ekkert á óvart. Allt við þetta. Þeir láta eins og þetta sé algjörlega óvart og eru með einhver læti inn á vellinum. Maður er bara: Áttar þú þig ekki á því að það eru allir búnir að horfa á þetta þrisvar sinnum í sjónvarpinu. Þú bara þrumar í andlitið á honum,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta var ljótt en sem betur fer þá fannst mér tékknesku dómararnir taka þetta föstum tökum og gerðu þetta vel. Það var ekki nokkurt hik á þeim. Þetta voru bara þessi þrjú rauð spjöld sem þeir áttu skilið,“ sagði Ásgeir Örn. „Brotið á Viggó þar sem hann er að koma á ferðinni í seinni bylgjunni. Þar er hann ekki að gera neitt annað en að þruma olnboganum í hann. Þetta hefði getað farið mjög illa,“ sagði Ásgeir Örn. „Í leiknum sjálfum þá eru þeir ekkert grófir. Þeir eru ekkert að rífa aftan í menn eða að fá mikið af tveggja mínútna brottrekstrum. Svo koma svona brot inn á milli og maður hugsar: Hvað eru þeir að gera?,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Það má hlusta á allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Íslenski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fleiri fréttir ÍBV vann í Grafarvogi Í beinni: FH - Stjarnan | Hléinu langa loksins lokið Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Sjá meira