Shaq handboltans ánægður með athyglina: „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2021 10:01 Gauthier Mvumbi var valinn maður leiksins gegn Barein í fyrradag. Hann skoraði fimm mörk úr fimm skotum í leiknum. epa/Mohamed Abd El Ghany Fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta í Egyptalandi þekktu eflaust fáir hvorki haus né sporð á línumanninum Gauthier Mvumbi. Hann hefur hins vegar orðið ein af stjörnum HM. Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0. HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira
Mvumbi var besti leikmaður Kongó í riðlakeppninni og skoraði þrettán mörk úr fjórtán skotum í leikjunum þremur þar. Hann var meðal annars valinn maður leiksins þegar Kongó tapaði fyrir Barein, 34-27, í fyrradag. Hinn tröllvaxni Mvumbi hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á HM og fengið viðurnefnið Shaq handboltans. Hann fékk meira að segja kveðju frá sjálfum Shaquille O'Neal. Mvumbi, sem leikur með Dreux í frönsku D-deildinni, tekur athyglinni sem hann hefur fengið á HM fagnandi. „Þetta er ótrúlegt, alveg ótrúlegt. Það var lygilegt þegar ég sá að Shaq hafði sent mér skilaboð. Það var mjög ánægjulegt þótt þetta hafi bara verið nokkur orð,“ sagði Mvumbi við heimasíðu IHF, Alþjóða handknattleikssambandsins. Sprengja eftir fyrsta leikinn Línumaðurinn fékk mikla athygli strax eftir fyrsta leik Kongó á HM, gegn Argentínu í síðustu viku. „Ef ég á að vera hreinskilinn, skil ég þetta ekki alveg. Ég spilaði fyrsta leikinn og síðan varð bara sprengja. Þetta er tækifæri og ég nýt þess.“ Mvumbi segir að líkamsburðir sínir komi sér vel inni á línunni en þeir komi vissulega niður á hraða og liðleika. Ekki gefast upp Hann segir jafnframt að athyglin sem hann fær sé jákvæð fyrir kongóska landsliðið sem er nýliði á HM. „Þegar það er talað um mig, er talað um Kongó. Við erum á HM í fyrsta sinn og það er talað um liðið okkar. Það er jákvætt fyrir ímynd okkar,“ sagði Mvumbi. Hann var að lokum spurður hvaða skilaboð hann hefði fyrir ungt íþróttafólk sem væri kannski ekki með hinn hefðbundna íþróttalíkama. „Berjast fyrir því að gera það sem þau elska og ekki gefast upp, alls ekki,“ sagði Mvumbi. Mvumbi og félagar í kongóska liðinu hefja leik í Forsetabikarnum á morgun þegar þeir mæta Angóla. Þeir mæta svo Túnis á laugardaginn. Grænhöfðaeyjar áttu einnig að vera í riðlinum en þar sem liðið dró sig úr leik fá andstæðingar þeirra sigur gegn þeim, 10-0.
HM 2021 í handbolta Austur-Kongó Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Sjá meira