Vanskil aldrei verið minni þrátt fyrir efnahagsáfall Eiður Þór Árnason skrifar 21. janúar 2021 18:32 Innlend verslun og kortavelta jókst á síðasta ári þrátt fyrir áhrif heimsfaraldurs. Vísir/vilhelm Vanskil einstaklinga og fyrirtækja hafa aldrei verið minni en á árinu 2020 samkvæmt tölum úr vanskilaskrá Creditinfo. Telur fyrirtækið líklegt að greiðslufrestir frá lánastofnunum og fyrirtækjum sem veittir voru vegna áhrifa heimsfaraldurs COVID-19 eigi stóran þátt í þessari þróun. Hlutfall fyrirtækja sem voru ný á vanskilaskrá lækkaði úr 4,8% á árinu 2019 í 3,3% á síðasta ári. Á sama tíma fór hlutfall einstaklinga sem fóru inn á vanskilaskrá úr 1,93% í 1,56%. Þetta kemur fram í greiningu Creditinfo. Veiting greiðslufrests var hluti af aðgerðum stjórnvalda og lánastofnana til að koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki myndu lenda í fjárhagslegum erfiðleikum vegna tekjufalls og annarra efnahagslegra áhrifa faraldursins. „Flestar lánastofnanir hafa veitt greiðslufresti eða önnur úrræði til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa séð fram á tekjumissi vegna faraldursins og það veldur því óhjákvæmilega að færri skráningar verða hjá einstaklingum og fyrirtækjum á vanskilaskrá,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Haft er eftir honum á vef fyrirtækisins að faraldurinn hafi einnig haft í för með sér breyttar neysluvenjur einstaklinga með fækkun utanlandsferða. Mátti bæði sjá aukningu í framkvæmdum á heimilum á síðasta ári og aukningu í kortaveltu, þrátt fyrir ástandið. Hlutabótaleiðin, lækkun meginvaxta Seðlabankans og brúarlán til fyrirtækja hafi einnig mildað það efnahagslega áfall sem hlaust af faraldrinum. Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Hlutfall fyrirtækja sem voru ný á vanskilaskrá lækkaði úr 4,8% á árinu 2019 í 3,3% á síðasta ári. Á sama tíma fór hlutfall einstaklinga sem fóru inn á vanskilaskrá úr 1,93% í 1,56%. Þetta kemur fram í greiningu Creditinfo. Veiting greiðslufrests var hluti af aðgerðum stjórnvalda og lánastofnana til að koma í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki myndu lenda í fjárhagslegum erfiðleikum vegna tekjufalls og annarra efnahagslegra áhrifa faraldursins. „Flestar lánastofnanir hafa veitt greiðslufresti eða önnur úrræði til einstaklinga og fyrirtækja sem hafa séð fram á tekjumissi vegna faraldursins og það veldur því óhjákvæmilega að færri skráningar verða hjá einstaklingum og fyrirtækjum á vanskilaskrá,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Haft er eftir honum á vef fyrirtækisins að faraldurinn hafi einnig haft í för með sér breyttar neysluvenjur einstaklinga með fækkun utanlandsferða. Mátti bæði sjá aukningu í framkvæmdum á heimilum á síðasta ári og aukningu í kortaveltu, þrátt fyrir ástandið. Hlutabótaleiðin, lækkun meginvaxta Seðlabankans og brúarlán til fyrirtækja hafi einnig mildað það efnahagslega áfall sem hlaust af faraldrinum.
Verslun Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira