Mikil tækifæri í styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 28. janúar 2021 13:00 Það var mikið fagnaðarefni þegar samið var um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB vorið 2020, enda um gríðarlega stórt framfaraskref að ræða fyrir launafólk. Útfærslan á styttingu vinnuvikunnar verður ólík hjá dagvinnufólki og þeim sem starfa í vaktavinnu en innleiðingu á dagvinnustöðum átti að ljúka um síðustu áramót. Á vaktavinnustöðum verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar klukkustundir, en að hámarki um átta stundir miðað við fullt starf hjá þeim sem vinna á þyngstu vöktunum. Með þessu er í raun verið að fallast á þá kröfu fjölmargra vaktavinnustétta að 80 prósent vinna í vaktavinnu jafngildi 100 prósenta vinnu í dagvinnu. Þar sem breytingin krefst mikils undirbúnings og samtala á vinnustöðum mun hún taka gildi 1. maí næstkomandi. Rannsóknir síðustu ára og áratuga hafa leitt í ljós ýmsar neikvæðar afleiðingar vaktavinnu umfram dagvinnu, einkum á heilsu starfsfólks og öryggi þeirra sjálfra og þeirrar þjónustu sem það veitir. Vaktavinnufólk er í aukinni áhættu á að fá ýmsa sjúkdóma. Þá hefur vinna á mismunandi tímum sólarhringsins slæm áhrif á svefn fólks og það getur haft í för með sér verri heilsu. Vinna á óreglulegum tímum gerir fólki einnig erfiðara fyrir að eiga eðlilegt félags- og fjölskyldulíf. Breytingarnar sem nú eru að verða að veruleika eru gerðar með það að leiðarljósi að bæta heilsu, öryggi, jafnvægi vinnu og einkalífs starfsfólks ásamt öryggi skjólstæðinga þess. Með breytingunum verður vaktavinna eftirsóknarverðari og þeim er ætlað að auka stöðugleika í mönnun hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og bæta öryggi og þjónustu við almenning. Nýtt fyrirkomulag vaktavinnu Meginleiðarljós kerfisbreytinganna er að greiðslur fyrir vinnutíma vaktavinnufólks verði sanngjarnari og taki mið af því hvenær sólarhrings er unnið með tilliti til heilsu og öryggis. Þegar nýtt vaktavinnukerfi verður tekið upp mun það umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan er sú að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en annað. Það vaktavinnufólk sem vinnur 100 prósent starf í dag er að mestu leyti innan lögreglunnar, í slökkviliðs- og sjúkraflutningum, tollgæslu og í fangelsum og eru að miklum meirihluta til karlar. Í undirbúningnum og samningaviðræðum um nýtt kerfi voru yfir 300 starfshópar mátaðir inn í kerfið og niðurstaðan var sú að með nýju kerfi sé verið að umbuna mest fyrir fjölda mætinga og mikla vaktaþyngd utan dagvinnutíma. Fyrirspurnir um breytingar á 12 tíma vöktum eru algengar. Það er eðlilegt í ljósi þeirra tilmæla að horfið verði frá þeim eins og kostur er vegna þess að svo langar vaktir eru ógn við heilsu og öryggi starfsfólks og þá þjónustu sem er veitt. Mikil greiningarvinna hefur farið fram og heilt yfir er niðurstaðan sú að ef tryggð er jöfn mönnun hjá starfsfólki í fullu starfi þá verða 17 til 19 mætingar á mánuði við upptöku 8 tíma vakta en í núverandi kerfi, sem gerir ráð fyrir 12 tíma vöktum, eru þær að jafnaði 15. Fyrir starfsfólk í 100 prósent starfi með þyngstu vaktabyrðina og fjölbreyttustu vaktirnar mun vinnustundum fækka úr 173,3 klukkustundum á mánuði allt niður í 139. Mánaðarleg stytting þessa starfsfólks getur því orðið rúmlega 34 klukkustundir. Um það bil 70 prósent vaktavinnufólks sem starfar hjá ríkinu er í hlutastarfi. Mörg þeirra sem hafa valið sér hlutastarf í vaktavinnu segja að ekki sé hægt að vinna fullt starf vegna þess hve þung verkefnin eru og að of mikill tími fari í hvíld milli vakta þannig að raunverulegt frí sé lítið sem ekkert. Vaktavinnufólk sem hefur fram að þessu valið að vera í hlutastarfi getur því eftir breytingarnar unnið jafnmarga tíma og áður en aukið starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Tæplega 80 prósent vaktavinnufólks hjá ríki eru konur sem starfa í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þær eru líklegri til að velja sér hlutastörf og er því um tímabæra og mikilvæga jafnréttisaðgerð að ræða. Kostnaður vegna styttri vinnuviku tryggður Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar, enda stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar ófrávíkjanleg krafa BSRB frá upphafi. Á örfáum vinnustöðum sem eru ekki með vaktir allan sólarhringinn eða eru með aðra sérstöðu þarf að bregðast sérstaklega við til að tryggja að starfshópar lækki ekki í launum við kerfisbreytinguna. Það er full sátt milli verkalýðshreyfingarinnar og launagreiðenda um að gera það og hefur verið stofnaður starfshópur samningsaðila sem mun sjá um þá vinnu. Á flestum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og því þarf að fjölga stöðugildum. Um þessar mundir er það samstarfsverkefni samtaka launafólks og launagreiðenda að veita fræðslu, leiðbeiningar og stuðning við vinnustaði við innleiðingu nýs vaktavinnukerfis. Þá fræðslu má til dæmis finna inn á vefnum betrivinnutimi.is. Stjórnendur á hverjum vinnustað hafa nú það verkefni að meta þörfina fyrir starfsfólk, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Mikil tækifæri í styttingu vinnuvikunnar Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu gerist ekki af sjálfu sér. Stjórnendur og starfsfólk þurfa að taka höndum saman til þess að finna hvaða útfærslur á vinnutíma henta best á hverjum vinnustað. Í flestum tilvikum þarf að breyta vaktaskipulagi og skiptir þá miklu máli að taka tillit til í fyrsta lagi þarfa starfseminnar, því næst starfsmannahópsins og þá óska starfsfólks. Mikilvægt er að á innleiðingartíma sé virkt samtal í gangi milli stjórnenda og starfsfólks og samvinna um að finna bestu leiðina til að bæta vinnutímann. Rétt eins og á þeim vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu felast gríðarstór tækifæri í styttingu vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum á opinberum vinnumarkaði. Þetta eru tækifæri sem vaktavinnufólk jafnt sem stjórnendur þeirra vinnustaða munu vonandi nýta til hins ítrasta til að bæta skipulagið, öllum til hagsbóta. Hjálpumst að við að tryggja að við fáum öll notið ávinningsins af styttingu vinnuvikunnar. Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Það var mikið fagnaðarefni þegar samið var um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB vorið 2020, enda um gríðarlega stórt framfaraskref að ræða fyrir launafólk. Útfærslan á styttingu vinnuvikunnar verður ólík hjá dagvinnufólki og þeim sem starfa í vaktavinnu en innleiðingu á dagvinnustöðum átti að ljúka um síðustu áramót. Á vaktavinnustöðum verður vinnuvikan stytt að lágmarki um fjórar klukkustundir, en að hámarki um átta stundir miðað við fullt starf hjá þeim sem vinna á þyngstu vöktunum. Með þessu er í raun verið að fallast á þá kröfu fjölmargra vaktavinnustétta að 80 prósent vinna í vaktavinnu jafngildi 100 prósenta vinnu í dagvinnu. Þar sem breytingin krefst mikils undirbúnings og samtala á vinnustöðum mun hún taka gildi 1. maí næstkomandi. Rannsóknir síðustu ára og áratuga hafa leitt í ljós ýmsar neikvæðar afleiðingar vaktavinnu umfram dagvinnu, einkum á heilsu starfsfólks og öryggi þeirra sjálfra og þeirrar þjónustu sem það veitir. Vaktavinnufólk er í aukinni áhættu á að fá ýmsa sjúkdóma. Þá hefur vinna á mismunandi tímum sólarhringsins slæm áhrif á svefn fólks og það getur haft í för með sér verri heilsu. Vinna á óreglulegum tímum gerir fólki einnig erfiðara fyrir að eiga eðlilegt félags- og fjölskyldulíf. Breytingarnar sem nú eru að verða að veruleika eru gerðar með það að leiðarljósi að bæta heilsu, öryggi, jafnvægi vinnu og einkalífs starfsfólks ásamt öryggi skjólstæðinga þess. Með breytingunum verður vaktavinna eftirsóknarverðari og þeim er ætlað að auka stöðugleika í mönnun hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga og bæta öryggi og þjónustu við almenning. Nýtt fyrirkomulag vaktavinnu Meginleiðarljós kerfisbreytinganna er að greiðslur fyrir vinnutíma vaktavinnufólks verði sanngjarnari og taki mið af því hvenær sólarhrings er unnið með tilliti til heilsu og öryggis. Þegar nýtt vaktavinnukerfi verður tekið upp mun það umbuna mest þeim sem eru í háu starfshlutfalli og með þunga vaktabyrði. Ástæðan er sú að slíkt vinnufyrirkomulag ógnar öryggi og heilsu starfsfólks meira en annað. Það vaktavinnufólk sem vinnur 100 prósent starf í dag er að mestu leyti innan lögreglunnar, í slökkviliðs- og sjúkraflutningum, tollgæslu og í fangelsum og eru að miklum meirihluta til karlar. Í undirbúningnum og samningaviðræðum um nýtt kerfi voru yfir 300 starfshópar mátaðir inn í kerfið og niðurstaðan var sú að með nýju kerfi sé verið að umbuna mest fyrir fjölda mætinga og mikla vaktaþyngd utan dagvinnutíma. Fyrirspurnir um breytingar á 12 tíma vöktum eru algengar. Það er eðlilegt í ljósi þeirra tilmæla að horfið verði frá þeim eins og kostur er vegna þess að svo langar vaktir eru ógn við heilsu og öryggi starfsfólks og þá þjónustu sem er veitt. Mikil greiningarvinna hefur farið fram og heilt yfir er niðurstaðan sú að ef tryggð er jöfn mönnun hjá starfsfólki í fullu starfi þá verða 17 til 19 mætingar á mánuði við upptöku 8 tíma vakta en í núverandi kerfi, sem gerir ráð fyrir 12 tíma vöktum, eru þær að jafnaði 15. Fyrir starfsfólk í 100 prósent starfi með þyngstu vaktabyrðina og fjölbreyttustu vaktirnar mun vinnustundum fækka úr 173,3 klukkustundum á mánuði allt niður í 139. Mánaðarleg stytting þessa starfsfólks getur því orðið rúmlega 34 klukkustundir. Um það bil 70 prósent vaktavinnufólks sem starfar hjá ríkinu er í hlutastarfi. Mörg þeirra sem hafa valið sér hlutastarf í vaktavinnu segja að ekki sé hægt að vinna fullt starf vegna þess hve þung verkefnin eru og að of mikill tími fari í hvíld milli vakta þannig að raunverulegt frí sé lítið sem ekkert. Vaktavinnufólk sem hefur fram að þessu valið að vera í hlutastarfi getur því eftir breytingarnar unnið jafnmarga tíma og áður en aukið starfshlutfall sitt og þar með hækkað laun sín. Tæplega 80 prósent vaktavinnufólks hjá ríki eru konur sem starfa í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Þær eru líklegri til að velja sér hlutastörf og er því um tímabæra og mikilvæga jafnréttisaðgerð að ræða. Kostnaður vegna styttri vinnuviku tryggður Á vaktavinnustöðum þar sem manna þarf vaktir hluta úr sólarhring eða allan sólarhringinn mun styttingin kalla á aukin útgjöld frá launagreiðendum. Það hefur verið vitað frá upphafi og var gert ráð fyrir því í kostnaðarmati kjarasamninga. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að starfsfólk eigi ekki að lækka í launum við þessar breytingar, enda stytting vinnuvikunnar án launaskerðingar ófrávíkjanleg krafa BSRB frá upphafi. Á örfáum vinnustöðum sem eru ekki með vaktir allan sólarhringinn eða eru með aðra sérstöðu þarf að bregðast sérstaklega við til að tryggja að starfshópar lækki ekki í launum við kerfisbreytinguna. Það er full sátt milli verkalýðshreyfingarinnar og launagreiðenda um að gera það og hefur verið stofnaður starfshópur samningsaðila sem mun sjá um þá vinnu. Á flestum vaktavinnustöðum verður til mönnunargat og því þarf að fjölga stöðugildum. Um þessar mundir er það samstarfsverkefni samtaka launafólks og launagreiðenda að veita fræðslu, leiðbeiningar og stuðning við vinnustaði við innleiðingu nýs vaktavinnukerfis. Þá fræðslu má til dæmis finna inn á vefnum betrivinnutimi.is. Stjórnendur á hverjum vinnustað hafa nú það verkefni að meta þörfina fyrir starfsfólk, breyta vaktakerfum og auglýsa eftir nýju starfsfólki til að mæta styttingunni þar sem þörf er á. Mikil tækifæri í styttingu vinnuvikunnar Stytting vinnuvikunnar í vaktavinnu gerist ekki af sjálfu sér. Stjórnendur og starfsfólk þurfa að taka höndum saman til þess að finna hvaða útfærslur á vinnutíma henta best á hverjum vinnustað. Í flestum tilvikum þarf að breyta vaktaskipulagi og skiptir þá miklu máli að taka tillit til í fyrsta lagi þarfa starfseminnar, því næst starfsmannahópsins og þá óska starfsfólks. Mikilvægt er að á innleiðingartíma sé virkt samtal í gangi milli stjórnenda og starfsfólks og samvinna um að finna bestu leiðina til að bæta vinnutímann. Rétt eins og á þeim vinnustöðum þar sem unnið er í dagvinnu felast gríðarstór tækifæri í styttingu vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum á opinberum vinnumarkaði. Þetta eru tækifæri sem vaktavinnufólk jafnt sem stjórnendur þeirra vinnustaða munu vonandi nýta til hins ítrasta til að bæta skipulagið, öllum til hagsbóta. Hjálpumst að við að tryggja að við fáum öll notið ávinningsins af styttingu vinnuvikunnar. Höfundur er formaður BSRB
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun