Ísland hefur tryggt sér 235 þúsund skammta af bóluefni Janssen en það bóluefni hefur þann kost fram yfir önnur að einungis þarf eina sprautu til. Janssen er undirfyrirtæki bandaríska stórfyrirtækisins Johnson & Johnson.
Heldur verri fréttir berast frá Suður-Afríku en Bandaríkjunum því svo virðist sem bóluefnið nái ekki að verja fólk nægilega vel gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar því í Suður-Afríku mældist virknin einungis fimmtíu og sjö prósent.
Í tilkynningu frá lyfjafyrirtækinu kemur fram að það hyggist sækja um bráðabirgðaleyfi fyrir bóluefninu í næstu viku í þeirri von um að fá markaðsleyfi í lok febrúar.