Þar er farið yfir sprenghlægileg atvik úr síðustu leikjum Olís deildarinnar en það var nóg af þeim í fyrstu umferðunum eftir kórónuveiruhléið langa.
Henry Birgir Gunnarsson stýrði þættinum í gær og þeir Jóhann Gunnar Einarsson og Einar Andri Einarsson voru honum til aðstoðar.
Það skrautlegasta má sjá hér að neðan.

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.