Martha ætlar að vera skynsamari en eftir sterasprautuna í desember Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2021 13:01 Martha Hermannsdóttir vonast til að geta byrjað að spila aftur með KA/Þór liðinu eftir fjórar vikur. Skjámynd/S2 Sport Þjálfari KA/Þór var búinn að afskrifa fyrirliða sinn á þessu tímabili en Martha Hermannsdóttir vonast til að það séu bara fjórar vikur í sig. Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira
Martha Hermannsdóttir er hvergi nærri hætt í handbolta eins og kom fram á Vísi í morgun. Hún fór betur yfir meiðsli sín í viðtali í Seinni bylgjunni og það að hún ætlar sér að ná úrslitakeppninni með KA/Þór KA/Þór hefur verið án leiðtoga síns í síðustu leikjum en hin 37 ára gamla Martha Hermannsdóttir er farin að hlaupa og vonast til að geta byrjað aftur eftir þrjár til fjórar vikur. „Ég fékk í hælinn í október. Ég missteig mig sem endaði með einhverri bólgu í liðböndunum undir hælnum eða undir ilinni. Ég fór í sterasprautu í desember en byrjaði kannski aðeins of snemma aftur. Ég var á æfingu fyrir jól og þá var eins og ég fengi hníf upp í hælinn aftur. Þá var ég aftur á byrjunarreit,“ sagði Martha Hermannsdóttir í viðtali í Seinni bylgjunni en það má sjá það hér fyrir neðan. „Ég fór aftur í sprautu fyrir viku og þá sögðu þeir að ég mætti byrja aftur í handbolta eftir svona fjórar vikur. Ég þarf að leyfa þessu að grófa og svoleiðis. Ég er byrjuð að hlaupa aðeins inn á æfingu og ætla bara að vera skynsöm. Vonandi verð ég bara komin aftur á völlinn eftir þrjár eða fjórar vikur,“ sagði Martha. „Andri Snær (Stefánsson, þjálfari KA/Þór) var búinn að segja að Martha yrði ekkert meira með á tímabilinu. Ég veit ekki hverjum skal trúa en það er eitthvað sem segir mér að Martha hafi ekki ætlað að hætta svona,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir umsjónarkona Seinni bylgjunnar þegar skipt var aftur í myndverið eftir viðtalið. „Hún segir líka að hún eigi að hvíla í fjórar vikur en að hún verði mætt eftir svona þrjár til fjórar. Hún er greinilega að fara að koma aftur,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og viðbrögð sérfræðinganna í Seinni bylgjunni. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Mörthu um meiðslin Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Fannst serbneski línumaðurinn leiðinleg og algjör tuddi Sjá meira