Hvers vegna að styðja við ferðaþjónustu? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 2. febrúar 2021 12:30 Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólk spyrji hvert sé virði þess að styðja við íslensk ferðaþjónustufyrirtæki í þeirri heimskreppu sem nú gengur yfir, enda krefst það mikilla fjárútláta af hálfu ríkisins. Hvað fær almenningur á Íslandi fyrir þá peninga sem lagðir eru í aðgerðir stjórnvalda? Til að svara spurningunni er nauðsynlegt að þysja út, horfa á vandann í stærra samhengi en íslensku. Öll Evrópuríki, og í raun flest ríki í heiminum sem við berum okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið að dæla peningum úr ríkissjóðum sínum til að styðja við atvinnulíf – og þá sérstaklega við ferðaþjónustu. Vandinn er heimssögulegur og aðferðir ríkja til að takast á við hann áþekkar. Fjármunir sem þannig er dælt út í samfélagið – t.d. í styrki og lán til fyrirtækja og atvinnuleysisúrræði og styrki til almennings – er ætlað að takmarka áfallið. Þær eiga það sameiginlegt að vera skaðaminnkunaraðgerðir. Með því að veita gríðarlegu fjármagni úr opinberum sjóðum til fyrirtækja eru ríkin að gera það líklegra að fyrirtækin lifi kreppuna af. Fyrirtæki sem lifa gera fyrr ráðið fólk í vinnu að nýju, geta fyrr byrjað að skapa verðmæti aftur, geta fyrr byrjað aftur að skila sköttum í ríkiskassann. Það er viðspyrnan sem er sífellt verið að tala um. Styrkir til fyrirtækja tryggja hagsmuni almennings Með því að beita fjármunum ríkisins til að halda einkageiranum í öndunarvél kemur ríkið í veg fyrir að gríðarleg verðmæti glatist. Ekki bara verðmæti eigenda fyrirtækjanna, heldur verðmæti starfsfólks þeirra og fyrst og fremst verðmæti almennings. Ef við horfum nú sérstaklega til Íslands í þessu samhengi þá verða verðmætin sem halda uppi lífskjörum í landinu til í atvinnulífinu, t.d. með nýtingu auðlinda, með útflutningi, með framleiðslu, með þjónustu o.s.frv. Þeim mun stærri hluti af virðiskeðju atvinnulífsins sem hverfur í svona kreppuástandi, þeim mun lengur tekur að byrja upp á nýtt. Þeim mun fleiri munu þá þurfa að vera atvinnulausir þeim mun lengur. Þeim mun stærri verða neikvæð samfélagsleg áhrif þess og eim mun hærri verður kostnaður samfélagsins í auknum vanda t.d. sem birtist í auknum útgjöldum til heilbrigðiskerfisins o.s.frv. Með því að nota fjármuni ríkisins til að aðstoða atvinnufyrirtæki í íslenskri ferðaþjónustu, stærstu útflutningsgrein landsins, er ríkið að tryggja hagsmuni sína til framtíðar. Tryggja hagsmuni almennings. Minnka eins og hægt er langtímaskaðann af kreppuástandinu og beita kröftum sínum til að viðhalda lífskjörum þjóðarinnar eins og kostur er. Fjárfesting í verðmætasköpun sem skilar samfélaginu arði til framtíðar Á síðustu þremur árum fyrir Covid faraldurinn (2017-2019) skilaði ferðaþjónustan gríðarlegum fjárhæðum til samfélagsins. Hreinar tekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu voru 192 milljarðar króna á tímabilinu – rúmir 60 milljarðar á ári. Og þá eru óbeinu tekjurnar ekki taldar með. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og mati fjármálaráðuneytisins má gera ráð fyrir að um 45-55 milljarðar króna renni til ferðaþjónustufyrirtækja úr samþykktum aðgerðum stjórnvalda hingað til. Sett í samhengi hefur ríkið því í raun ákveðið að skila tæplega einum árstekjum af ferðaþjónustunni til baka inn í greinina til að tryggja að hún nái sér hraðar á strik á ný. Án þeirrar fjárfestingar myndi taka mun lengri tíma að endurreisa ferðaþjónustuna og alla virðiskeðju hennar sem teygir sig afar víða um samfélagið um allt land. Vegna þessarar skynsamlegu fjárfestingar mun ferðaþjónustan geta tekið hraðar við sér á ný, átt kröftugri og hraðari viðspyrnu en annars væri. Það mun skila sér í hraðari aukningu tekna sem atvinnugreinin skilar í ríkiskassann á næstu árum. Þannig skilar fjárfestingin arði aftur til samfélagsins mun hraðar en annars væri, bæði með verðmætasköpun og skattgreiðslum fyrirtækjanna og minni kostnaði ríkisins við velferðarkerfi samfélagsins. Og það er allra hagur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun