Bláfugl, SA og gervivertaka Steindór Ingi Hall skrifar 10. febrúar 2021 08:00 Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. Sú ákvörðun að segja upp öllum fastráðnum flugmönnum hjá félaginu og manna flugmannsstöður þess í stað með því sem forstjóri Bláfugls kallar „sjálfstætt starfandi flugmenn“ er gerningur sem FÍA hefur ítrekað skorað á Bláfugl að draga til baka, enda sé hún brot gegn m.a. við 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur Það sem Bláfugl leyfir sér að kalla „sjálfstætt starfandi flugmaður“ er í raun hugtak sem á sér enga stoð. Það er einfaldlega ekki hægt að vera „sjálfstætt starfandi flugmaður í því umhverfi sem flugrekstur er. Flugiðnaðurinn lýtur einhverju ítarlegasta regluverki sem til er, mér vitandi er einungis kjarnorkuiðnaðurinn með stærra regluverk en flugið. Því regluverki er hreinlega ekki hægt að framfylgja með „sjálfstætt starfandi flugmönnum“. Flugmenn ganga ekki á milli verkefna líkt og venjulegir verktakar sem við þekkjum. Hann skaffar ekki tæki og tól til verksins og fellur á engan hátt undir þær skilgreiningar sem verktakar falla undir í lögum og reglum hér á landi. Mýmargir dómar hafa fallið í málum um verktöku og fordæmin eru klárlega ekki til þess fallin að styrkja afstöðu Bláfugls. Þetta eitt og sér ætti að nægja til að slá á þetta fyrirkomulag sem því miður virðist vera að ryðja sér til rúms í fleiri atvinnugreinum og eru ekki annað en gerviverktaka. Að þessu sögðu má velta því fyrir sér hvaða máli slík gerviverktaka getur skipt og hvað það er sem fær fyrirtæki til að freista þess að hafa þennan hátt á starfsmannaráðningum.Þegar málin eru skoðuð nánar virðast fyrirtækin nefnilega geta sparað mjög verulega í rekstrarkostnaði á kostnað viðkomandi starfsmanna og dregið stórkostlega úr skattgreiðslum. Nærtækt er að benda á eftirfarandi atriði: Engin launatengd gjöld Það þýðir að ekkert mótframlag er greitt frá vinnuveitanda í lífeyrissjóð né séreign, ekkert tryggingagjald (6,1% af heildarlaunum) og engin stéttarfélagsgjöld. Engin staðgreiðsla skattaFyrirtækið sér ekki um staðgreiðslu skatta og leggur þannig á starfsmanninn (gerviverktakann) að ganga frá þeim málum sjálfur. Engin félagsleg réttindi Þeir menn sem lúta þessu fyrirkomulagi búa við verulega skertan veikindarétt og hafa í raun nánast engin félagsleg réttindi s.s. fæðingarorlof, uppsagnarfrest, rétt til bóta o.þ.h. Afarkostir vinnuveitandaFyrirtæki getur auðveldlega sett mönnum í þessari stöðu afarkosti og stuðlað þannig auðveldlega að launalækkunum sem í krafti þessa kallar á félagsleg undirboð. Þetta sem nefnt er hér að ofan gerir það að verkum að gjöld fyrirtækja til hins opinbera snarminnka, og má færa fyrir því rök að ríkiskassinn verði af verulegum tekjum vegna þessa. Auk þessa má sjá að með þessu fyrirkomulagi getur vinnuveitandi sett viðkomandi afarkosti sem hann annað hvort samþykkir eða hafnar. Dæmi þessa mátti sjá í verkfallsvörslu þ. 01.02.2021 þegar forstjóri Bláfugls setti „sjálfstætt starfandi flugmönnum“ sínum þá afarkosti að annað hvort færu menn flugið eða yrðu reknir, þau skilaboð fengum við frá „sjálfstætt starfandi flugmanni“ sem orðaði það þannig: „I was told to do this“ þegar hann mætti verkfallsvörðum með hörku. Dæmin sanna að afarkostir hafa einnig veruleg áhrif á flugöryggi þar sem almenn dómgreind gerviverktakans getur verið skert, pressan ýtir mönnum út fyrir mörk. Við sjáum annað dæmi um afarkosti Bláfugls þegar gerviverktakarnir þurfa að taka sína hvíld á Íslandi. Þeim er þá gert að halda sig innan flugvallarsvæðisins (fara s.s. ekki hefðbundna leið í gegnum vegabréfsskoðun og toll) og taka sína hvíld í einhverri aðstöðu sem búin hefur verið til innan flugvallarins hjá Vallarvinum. Þar hvíla þeir sig í allt að 36 klst. áður en þeir fara í næsta flug og á meðan hvíldinni stendur er þeim ekki hleypt úr húsi. Þetta kallast ekkert annað en stofufangelsi og ég dreg það stórlega í efa að þetta sé hreinlega í boði nokkurs staðar annars staðar í vestrænum heimi. Þetta skulu menn gera ellegar að öllum líkindum missa vinnuna. Að þessu sögðu er ekki hægt að komast hjá því að nefna þann stóra þátt sem SA hefur í þessu öllu saman.Þeir sitja við samningaborðið og það er ljóst að þetta fyrirkomulag er eitthvað sem SA gæti vel hugsað sér á íslenskum vinnumarkaði, þ.e. að leggja allt á réttindalausa starfsmenn, sleppa launatengdum gjöldum, veikindarétti, fæðingarorlofsrétti ásamt staðgreiðslu skatta o.fl. Það er með hreinum ólíkindum að formaður samninganefndar Bláfugls sé á sama tíma í stjórn Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun á að sinna eftirliti með félagslegum undirboðum og það er algerlega á hreinu að Bláfugl stundar slík undirboð af krafti um þessar mundir. Sjá menn virkilega enga hagsmunaárekstra í þessu? FÍA hefur ítrekað óskað eftir úrskurðum Vinnumálastofnunar og gögnum en aldrei fengið svör nema í eitt skipti. Það getur tæpast verið tilviljun. SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Það er því með hreinum ólíkindum að framangreind vinnubrögð skuli viðgangast. Höfundur er formaður samninganefndar FÍA við Bláfugl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fréttir af flugi Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið með hreinum ólíkindum að vera þátttakandi í kjaraviðræðum FÍA og Bláfugls undanfarnar vikur og mánuði. Sá málflutningur og aðgerðir sem boðið hefur verið upp á af hálfu Bláfugls er bein ógn við vinnumarkaðinn á Íslandi og að mínu mati liggur allur vinnumarkaðurinn undir í þessari deilu. Sú ákvörðun að segja upp öllum fastráðnum flugmönnum hjá félaginu og manna flugmannsstöður þess í stað með því sem forstjóri Bláfugls kallar „sjálfstætt starfandi flugmenn“ er gerningur sem FÍA hefur ítrekað skorað á Bláfugl að draga til baka, enda sé hún brot gegn m.a. við 4. gr. laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur Það sem Bláfugl leyfir sér að kalla „sjálfstætt starfandi flugmaður“ er í raun hugtak sem á sér enga stoð. Það er einfaldlega ekki hægt að vera „sjálfstætt starfandi flugmaður í því umhverfi sem flugrekstur er. Flugiðnaðurinn lýtur einhverju ítarlegasta regluverki sem til er, mér vitandi er einungis kjarnorkuiðnaðurinn með stærra regluverk en flugið. Því regluverki er hreinlega ekki hægt að framfylgja með „sjálfstætt starfandi flugmönnum“. Flugmenn ganga ekki á milli verkefna líkt og venjulegir verktakar sem við þekkjum. Hann skaffar ekki tæki og tól til verksins og fellur á engan hátt undir þær skilgreiningar sem verktakar falla undir í lögum og reglum hér á landi. Mýmargir dómar hafa fallið í málum um verktöku og fordæmin eru klárlega ekki til þess fallin að styrkja afstöðu Bláfugls. Þetta eitt og sér ætti að nægja til að slá á þetta fyrirkomulag sem því miður virðist vera að ryðja sér til rúms í fleiri atvinnugreinum og eru ekki annað en gerviverktaka. Að þessu sögðu má velta því fyrir sér hvaða máli slík gerviverktaka getur skipt og hvað það er sem fær fyrirtæki til að freista þess að hafa þennan hátt á starfsmannaráðningum.Þegar málin eru skoðuð nánar virðast fyrirtækin nefnilega geta sparað mjög verulega í rekstrarkostnaði á kostnað viðkomandi starfsmanna og dregið stórkostlega úr skattgreiðslum. Nærtækt er að benda á eftirfarandi atriði: Engin launatengd gjöld Það þýðir að ekkert mótframlag er greitt frá vinnuveitanda í lífeyrissjóð né séreign, ekkert tryggingagjald (6,1% af heildarlaunum) og engin stéttarfélagsgjöld. Engin staðgreiðsla skattaFyrirtækið sér ekki um staðgreiðslu skatta og leggur þannig á starfsmanninn (gerviverktakann) að ganga frá þeim málum sjálfur. Engin félagsleg réttindi Þeir menn sem lúta þessu fyrirkomulagi búa við verulega skertan veikindarétt og hafa í raun nánast engin félagsleg réttindi s.s. fæðingarorlof, uppsagnarfrest, rétt til bóta o.þ.h. Afarkostir vinnuveitandaFyrirtæki getur auðveldlega sett mönnum í þessari stöðu afarkosti og stuðlað þannig auðveldlega að launalækkunum sem í krafti þessa kallar á félagsleg undirboð. Þetta sem nefnt er hér að ofan gerir það að verkum að gjöld fyrirtækja til hins opinbera snarminnka, og má færa fyrir því rök að ríkiskassinn verði af verulegum tekjum vegna þessa. Auk þessa má sjá að með þessu fyrirkomulagi getur vinnuveitandi sett viðkomandi afarkosti sem hann annað hvort samþykkir eða hafnar. Dæmi þessa mátti sjá í verkfallsvörslu þ. 01.02.2021 þegar forstjóri Bláfugls setti „sjálfstætt starfandi flugmönnum“ sínum þá afarkosti að annað hvort færu menn flugið eða yrðu reknir, þau skilaboð fengum við frá „sjálfstætt starfandi flugmanni“ sem orðaði það þannig: „I was told to do this“ þegar hann mætti verkfallsvörðum með hörku. Dæmin sanna að afarkostir hafa einnig veruleg áhrif á flugöryggi þar sem almenn dómgreind gerviverktakans getur verið skert, pressan ýtir mönnum út fyrir mörk. Við sjáum annað dæmi um afarkosti Bláfugls þegar gerviverktakarnir þurfa að taka sína hvíld á Íslandi. Þeim er þá gert að halda sig innan flugvallarsvæðisins (fara s.s. ekki hefðbundna leið í gegnum vegabréfsskoðun og toll) og taka sína hvíld í einhverri aðstöðu sem búin hefur verið til innan flugvallarins hjá Vallarvinum. Þar hvíla þeir sig í allt að 36 klst. áður en þeir fara í næsta flug og á meðan hvíldinni stendur er þeim ekki hleypt úr húsi. Þetta kallast ekkert annað en stofufangelsi og ég dreg það stórlega í efa að þetta sé hreinlega í boði nokkurs staðar annars staðar í vestrænum heimi. Þetta skulu menn gera ellegar að öllum líkindum missa vinnuna. Að þessu sögðu er ekki hægt að komast hjá því að nefna þann stóra þátt sem SA hefur í þessu öllu saman.Þeir sitja við samningaborðið og það er ljóst að þetta fyrirkomulag er eitthvað sem SA gæti vel hugsað sér á íslenskum vinnumarkaði, þ.e. að leggja allt á réttindalausa starfsmenn, sleppa launatengdum gjöldum, veikindarétti, fæðingarorlofsrétti ásamt staðgreiðslu skatta o.fl. Það er með hreinum ólíkindum að formaður samninganefndar Bláfugls sé á sama tíma í stjórn Vinnumálastofnunar.Vinnumálastofnun á að sinna eftirliti með félagslegum undirboðum og það er algerlega á hreinu að Bláfugl stundar slík undirboð af krafti um þessar mundir. Sjá menn virkilega enga hagsmunaárekstra í þessu? FÍA hefur ítrekað óskað eftir úrskurðum Vinnumálastofnunar og gögnum en aldrei fengið svör nema í eitt skipti. Það getur tæpast verið tilviljun. SA starfar samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og er fulltrúi Íslands á þeim vettvangi. Það er því með hreinum ólíkindum að framangreind vinnubrögð skuli viðgangast. Höfundur er formaður samninganefndar FÍA við Bláfugl.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun