Árlegur lestur Passíusálmanna Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ríkisútvarpið Trúmál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Árlegur lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu hófst í síðustu viku og verða þeir að öllu óbreyttu lesnir fram að páskum. Þessi hefð hefur verið við lýði síðan árið 1944. Eins miklar mætur og ég hef á íslensku máli og menningu er ég algjörlega mótfallinn þessari hefð. Það má vera að Passíusálmarnir séu vel ortir en það breytir ekki þeirri staðreynd að þeir eru uppfullir af stæku Gyðingahatri. Ríkisútvarpinu hefur borist fjöldi ábendinga í gegnum tíðina um særandi efnistök sálmanna, meðal annars frá stofnun Simon Wiesenthal, en þær ábendingar hafa hingað til fallið í grýttan jarðveg. Ákveðinn hluti landsmanna virðist túlka alla hvatningu til þess að hætta flutningi sálmanna sem aðför að íslenskri menningu. Þá virðist litlu máli skipta að sálmarnir vegi alvarlega að minnihlutahópi sem hefur í rúm tvö árþúsund átt undir högg að sækja víða um heim, meðal annars vegna orðræðu af nákvæmlega sama tagi og er að finna í sálmunum. Í því samhengi langar mig að hvetja lesendur til að íhuga vandlega eftirfarandi textabrot og spyrja sig hvaða erindi þau eigi í útvarp allra landsmanna: „Orðum hans ekki treystu illgjarnir Júðar þeir.“ „Svoddan virðingu vildu hann vondir Gyðingar sneyða.“ „Gyðinga hörð var heiftin beisk, hjartans blindleiki og villan treisk.“ „Nakinn Jesúm á jörðu Júðar krossfestu þar með heiftar sinni hörðu.“ Þetta eru aðeins nokkur af mýmörgum dæmum Gyðingahaturs í Passíusálmunum. Dæmin eru þess eðlis að það er erfitt að skilja hvernig réttlæta megi árlegan lestur þeirra með vísun í sögulegt samhengi og menningarlegt gildi. Væri virkilega svo mikill missir af lestri Passíusálmanna í ríkisútvarpinu? Það er vart hægt að segja að það sé skortur á frábærum íslenskum bókmenntaverkum sem hægt væri að flytja í þeirra stað. Þjóðmenning okkar Íslendinga hlýtur að standa á traustari grunni en svo að hún standi og falli með lestri Passíusálmanna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar