Dagur íslenska táknmálsins! Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 11. febrúar 2021 08:01 Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Táknmál Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Brátt eru tíu ár síðan Alþingi samþykkti lög nr. 61/2011, lög um íslenska tungu og íslenskt táknmál og því ber að fagna og áfram höldum við baráttunni til að íslenska táknmálið njóti jafnræðis við íslenska tungu. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og ber okkur að hlúa að því og vernda enda dýrmætt tungumál eins og íslenskan. Hve fáir tala íslenska táknmálið reiprennandi stendur það undir meiri ógn en íslenskan. Við íslendingar eru nú samt þekkt fyrir baráttugleði okkar og látum ekki deigan síga. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur unnið hörðum höndum síðustu tíu ár að minna þjóðina og stjórnvöld á mikilvægi íslenska táknmálsins, eins hafa fleiri hagsmunaaðilar íslenska táknmálsins staðið í stríðum straumi við að standa vörð um íslenska táknmálið. Það er alþekkt skoðun að margir telja íslenska táknmálið vera tungumál þeirra sem hafa ekki heyrn en það er ekki rétt. Margir einstaklingar sem hafa fulla heyrn eiga íslenskt táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál og það ber að hafa í huga. Réttur þeirra sem tala íslenskt táknmál og reiða sig á það til tjáningar og samskipta er ekki virtur víða í þjóðfélaginu og tungumálanám í leik- og grunnskóla er enn víða takmarkaður eða enginn. Börn sem eiga íslenska táknmálið að móðurmáli fá ekki nám í því eins og íslensku og er það ósk þeirra og foreldra að það verði hægt að bæta úr því. Þau bera jú líka kyndilinn að halda íslenska táknmálinu lifandi á Íslandi. Margir detta í þá gildru að segja að það séu fáir sem tala íslenskt táknmál en sú gildra ætti ekki að vera til, hún ætti frekar að vera valdeflandi og gefa okkur þjóðinni enn meiri ástæðu til að gefa því tungumáli stuðning og vernd til að standa af sér ógnina sem steðjar að því. Mennta- og menningarmálaráðuneytið skipaði starfshóp til að vinna að málstefnu íslenska táknmálsins og lítur það dagsins ljós með vorinu og vonir standa til að það fái góðan meðbyr hjá Alþingi og stjórnvöldum. Málstefnan gefur fólki leiðarljós hvert stefna eigi með íslenska táknmálið og verkfæri til að efla tungumálið. Saman erum við sterkari og því er við hæfi að segja til hamingju með dag íslenska táknmálsins! Höfundur er formaður málnefndar um íslenskt táknmál.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar