Stjórnmál, eitthvað fyrir mig? Sigrún Birna Steinarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifa 15. febrúar 2021 08:01 Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar