Kisan Bella rúntaði um 150 kílómetra í vélarhúddi bíls Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. febrúar 2021 20:59 Katrín og Bella eru miklar vinkonur enda Katrín ánægð með að vera búin að fá hana heim eftir 150 kílómetra rúntinn víða um Suðurlandi með Atla Fannari, járningamanni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kötturinn Bella fór óvænt í hundrað og fimmtíu kílómetra ökuferð um Suðurland eftir að hún fór inn í vélarhúdd á bíl og var þar í sólarhring. Hún fannst þegar eigandi bílsins fór að setja rúðuvökva á bílinn. Bella er komin heim eftir ævintýri helgarinnar en hún býr í hesthúsinu á bænum Skeiðvöllum í Landsveit í Rangárþingi ytra, ásamt Brandi bróður sínum. En hvað kom til að hún brá sér í þetta ferðalag í vélarhúddinu? „Það var járningamaður hjá okkur, sem var að járna og henni tókst að klifra upp í bílinn hjá honum og fór í húddið og settist þar greinilega ofan á geymirinn og ferðaðist svo víða um Suðurland með honum en það uppgötvaðist ekki fyrr en daginn eftir,“ segir Katrín Sigurðardóttir, eigandi Bellu. Járningamaðurinn heitir Atli Fannar Guðjónsson, sem ók með Bellu þessa 150 kílómetra í vinnunni sinni. „Þetta var eiginlega bara ótrúlegt, hún hefur greinilega verið mjög smeyk og hvergi þorað að hoppa af því að Atli Fannar var oft stopp í millitíðinni og svo stóð bílinn líka heila nótt fyrir utan hjá honum í Álalæknum á Selfossi. Bella lág á rafgeymi bílsins í vélarhúddinu í um sólarhring um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segir Bellu ekki hafa orðið meint af ferðalaginu. En hvernig kisa er Bella? „Hún er mikil veiðikló, það eru engar mýs hér í hesthúsinu hjá okkur. Hún er líka svolítið sérstakur karakter því henni finnst voðalega gaman að láta klappa sér, stundum þegar henni hentar og algjörlega á hennar forsendum. Við erum mjög ánægð með að vera búin að fá Bellu heim og vonum að hún fari aldrei aftur í svona ferðalag," segir Katrín. Læðan Bella frá Skeiðvöllum, sem fór í óvænta ökuferð í vélarhúddi bíls um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Bella er komin heim eftir ævintýri helgarinnar en hún býr í hesthúsinu á bænum Skeiðvöllum í Landsveit í Rangárþingi ytra, ásamt Brandi bróður sínum. En hvað kom til að hún brá sér í þetta ferðalag í vélarhúddinu? „Það var járningamaður hjá okkur, sem var að járna og henni tókst að klifra upp í bílinn hjá honum og fór í húddið og settist þar greinilega ofan á geymirinn og ferðaðist svo víða um Suðurland með honum en það uppgötvaðist ekki fyrr en daginn eftir,“ segir Katrín Sigurðardóttir, eigandi Bellu. Járningamaðurinn heitir Atli Fannar Guðjónsson, sem ók með Bellu þessa 150 kílómetra í vinnunni sinni. „Þetta var eiginlega bara ótrúlegt, hún hefur greinilega verið mjög smeyk og hvergi þorað að hoppa af því að Atli Fannar var oft stopp í millitíðinni og svo stóð bílinn líka heila nótt fyrir utan hjá honum í Álalæknum á Selfossi. Bella lág á rafgeymi bílsins í vélarhúddinu í um sólarhring um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Katrín segir Bellu ekki hafa orðið meint af ferðalaginu. En hvernig kisa er Bella? „Hún er mikil veiðikló, það eru engar mýs hér í hesthúsinu hjá okkur. Hún er líka svolítið sérstakur karakter því henni finnst voðalega gaman að láta klappa sér, stundum þegar henni hentar og algjörlega á hennar forsendum. Við erum mjög ánægð með að vera búin að fá Bellu heim og vonum að hún fari aldrei aftur í svona ferðalag," segir Katrín. Læðan Bella frá Skeiðvöllum, sem fór í óvænta ökuferð í vélarhúddi bíls um síðustu helgi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Dýr Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira