Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Kristján Már Unnarsson skrifar 18. febrúar 2021 21:55 Særún Eydís Ásgeirsdóttir er flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Egill Aðalsteinsson Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. Eyjamenn kættust mjög í fyrradag þegar Kap VE-4 landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár. Þar með hófst loðnuvertíðin í Eyjum, eins og lýst var í þessari frétt: „Spennandi. Ég var alveg búin að ákveða að það yrði loðna,“ segir Eydís Ásgeirsdóttir, flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni, í fréttum Stöðvar 2. „Þetta gefur bara líf í landið. Jákvætt. Gott að fá loðnu og gott að finna loðnulyktina aftur,“ segir hún. Fulltrúar japanskra kaupenda meta ástand loðnunnar með starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Mesta spennan er um hrognin eða kavíarinn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni, ræðir við fréttamann. Fjær eru fulltrúar japanskra kaupenda ásamt starfsmanni Vinnslustöðvarinnar að kanna ástand loðnunnar.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að kaupa þetta þegar þetta er komið í svona sextán prósent hrognahlutfall af hrygnunni. Þá fara þeir að byrja að kaupa. Nú er þetta svona sautján,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. „Fyrir hrygnumarkaðinn þá erum við bara á „prime time“. Nú er bara allt í botni,“ segir Sindri. Á skrifstofunni stýrir Lilja Björg Arngrímsdóttir starfsmannahaldinu. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðimála hjá Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Það eru mikil uppgrip fyrir fólk að koma á svona loðnuvertíð. Og fyrir marga sem starfa hjá okkur nú þegar sem fá að fara á þessar vaktir, þá er þetta mikil búbót fyrir fólk. En það komast ekki allir á vaktir, því miður.“ -Er slegist um þetta? „Já, það er eftirsótt að komast á vaktir. Mjög svo,“ svarar Lilja Björg. Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar, varð í fyrradag fyrst íslenskra fiskiskipa til að landa loðnu hérlendis í þrjú ár.Egill Aðalsteinsson „Fólk fær meiri vinnu, meira útborgað. Við getum borgað bara betri skatta og gert ýmislegt jákvætt,“ segir Eydís. -Meiri laun? „Meiri laun auðvitað og mikil vinna. Mikil hlaup,“ segir flokksstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Eyjamenn kættust mjög í fyrradag þegar Kap VE-4 landaði fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár. Þar með hófst loðnuvertíðin í Eyjum, eins og lýst var í þessari frétt: „Spennandi. Ég var alveg búin að ákveða að það yrði loðna,“ segir Eydís Ásgeirsdóttir, flokksstjóri hjá Vinnslustöðinni, í fréttum Stöðvar 2. „Þetta gefur bara líf í landið. Jákvætt. Gott að fá loðnu og gott að finna loðnulyktina aftur,“ segir hún. Fulltrúar japanskra kaupenda meta ástand loðnunnar með starfsmönnum Vinnslustöðvarinnar. Mesta spennan er um hrognin eða kavíarinn. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni, ræðir við fréttamann. Fjær eru fulltrúar japanskra kaupenda ásamt starfsmanni Vinnslustöðvarinnar að kanna ástand loðnunnar.Egill Aðalsteinsson „Þeir eru að kaupa þetta þegar þetta er komið í svona sextán prósent hrognahlutfall af hrygnunni. Þá fara þeir að byrja að kaupa. Nú er þetta svona sautján,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs. „Fyrir hrygnumarkaðinn þá erum við bara á „prime time“. Nú er bara allt í botni,“ segir Sindri. Á skrifstofunni stýrir Lilja Björg Arngrímsdóttir starfsmannahaldinu. Lilja Björg Arngrímsdóttir, sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðimála hjá Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Það eru mikil uppgrip fyrir fólk að koma á svona loðnuvertíð. Og fyrir marga sem starfa hjá okkur nú þegar sem fá að fara á þessar vaktir, þá er þetta mikil búbót fyrir fólk. En það komast ekki allir á vaktir, því miður.“ -Er slegist um þetta? „Já, það er eftirsótt að komast á vaktir. Mjög svo,“ svarar Lilja Björg. Kap VE 4, skip Vinnslustöðvarinnar, varð í fyrradag fyrst íslenskra fiskiskipa til að landa loðnu hérlendis í þrjú ár.Egill Aðalsteinsson „Fólk fær meiri vinnu, meira útborgað. Við getum borgað bara betri skatta og gert ýmislegt jákvætt,“ segir Eydís. -Meiri laun? „Meiri laun auðvitað og mikil vinna. Mikil hlaup,“ segir flokksstjórinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Efnahagsmál Tengdar fréttir Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. 4. febrúar 2021 22:56