Falleinkunn í Fossvogsskóla Valgerður Sigurðardóttir skrifar 19. febrúar 2021 11:01 Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu. Hvað á þetta að ganga lengi svona? Ég hef heyrt það áður að fara eigi að taka á þessu, ég einfaldlega held að Reykjavíkurborg ráði því miður ekki við þetta verkefni. Þegar búið er að eyða yfir 500 milljónum í viðgerðir á húsnæði líkt og gert hefur verið í Fossvogsskóla þá ætti árangurinn að vera allt annar en þessi. Það er algerlega óásættanlegt að hættulegar myglutegundir séu að finnast í skólanum eftir allan þennan tíma og alla þessa peninga sem farið hafa í endurbætur. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráð sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Hvaða áhrif hefur mygla á börn til framtíðar Stóra spurningin núna er hins vegar hvaða áhrif mun þetta hafa til framtíðar á þau börn sem eru veik og munu önnur börn veikjast áður en búið er að taka á þessu. Þar sem skýrt er kveðið á um að það sé skylda borgarinnar að búa börnum og starfsfólki húsnæði sem er fullnægjandi hver er þá réttur þeirra barna og starfsmanna sem hafa verið í húsnæði sem hefur ekki verið heilsusamlegt? Er Reykjavíkurborg skaðabótaskyld gagnvart þeim sem hafa veikst? Er myglu að finna í fleiri skólum Tillaga Sjálfstæðisflokks um að greina ástandið í fleiri skólum af óháðum aðilum nær vonandi fram að ganga. Mikilvægt er að foreldrar barna sem dvelja í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar verði upplýst um það hvort myglu sé að finna í húsnæði skólanna. Eins á að vera hægt að nálgast upplýsingar um úttektir er gerðar hafa verið á húsnæði leik- og grunnskóla á heimasíðum skólanna, þar geta foreldrar með auðveldum hætti lesið sér til um ástand þess húsnæðis sem börn þeirra dvelja í. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Borgarstjórn Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Í mínum bókum fær Reykjavíkurborg falleinkunn fyrir það hvernig staðið hefur verið að málum við Fossvogsskóla. Það er hræðilegt að áfram sé að finnast mygla í skólanum, að börn hafi orðið að vera í umhverfi sem er heilsuspillandi og séu orðin alvarlega veik út af myglu. Hvað á þetta að ganga lengi svona? Ég hef heyrt það áður að fara eigi að taka á þessu, ég einfaldlega held að Reykjavíkurborg ráði því miður ekki við þetta verkefni. Þegar búið er að eyða yfir 500 milljónum í viðgerðir á húsnæði líkt og gert hefur verið í Fossvogsskóla þá ætti árangurinn að vera allt annar en þessi. Það er algerlega óásættanlegt að hættulegar myglutegundir séu að finnast í skólanum eftir allan þennan tíma og alla þessa peninga sem farið hafa í endurbætur. Reykjavíkurborg ræður ekki við verkefnið Það ætti að vera orðið öllum ljóst að Reykjavíkurborg ræður ekki við þetta verkefni. Reykjavíkurborg hefur ekki náð að tryggja börnum og kennurum í Fossvogsskóla heilsusamlegt vinnuumhverfi. Barátta foreldra barna í Fossvogsskóla hefur tekið um þrjú ár og stendur enn. Það er dapurt að foreldrar þurfi að leiða þessa baráttu þegar skýrt er sagt á vefsíðu Reykjavíkurborgar hver ábyrgð skóla- og frístundaráð sé : „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Hvaða áhrif hefur mygla á börn til framtíðar Stóra spurningin núna er hins vegar hvaða áhrif mun þetta hafa til framtíðar á þau börn sem eru veik og munu önnur börn veikjast áður en búið er að taka á þessu. Þar sem skýrt er kveðið á um að það sé skylda borgarinnar að búa börnum og starfsfólki húsnæði sem er fullnægjandi hver er þá réttur þeirra barna og starfsmanna sem hafa verið í húsnæði sem hefur ekki verið heilsusamlegt? Er Reykjavíkurborg skaðabótaskyld gagnvart þeim sem hafa veikst? Er myglu að finna í fleiri skólum Tillaga Sjálfstæðisflokks um að greina ástandið í fleiri skólum af óháðum aðilum nær vonandi fram að ganga. Mikilvægt er að foreldrar barna sem dvelja í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar verði upplýst um það hvort myglu sé að finna í húsnæði skólanna. Eins á að vera hægt að nálgast upplýsingar um úttektir er gerðar hafa verið á húsnæði leik- og grunnskóla á heimasíðum skólanna, þar geta foreldrar með auðveldum hætti lesið sér til um ástand þess húsnæðis sem börn þeirra dvelja í. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar