Segir lendingu jeppans mikið afrek Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. febrúar 2021 19:31 Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“ Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Þrautseigju var skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í júlí síðastliðnum. Við tók tæplega 500 milljóna kílómetra langt ferðalag. Jeppinn lenti loks í Jezero-gíg á Mars í gær og sendi frá sér fyrstu myndir sínar frá rauðu plánetunni. Í Jezero-gíg var áður fljótandi vatn og segir Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík sem vann fyrir NASA á árum áður, lendingu Þrautseigju, eða Perseverance á ensku, mikinn áfanga. „NASA hefur stundum kallað þetta að elta vatnið, að finna út hvort það hafi verið vatn á Mars og síðan í framhaldi af því hvort það hafi verið líf þar. Við erum búin að vera að senda könnunarför eitt af öðru og hvert þeirra byggir ofan á því sem hitt á undan lærði. Þessi jeppi, perserverance, er alveg í sérflokki. Hann er bara svo miklu öflugri.“ Jeppinn sé líka sendur til að safna sýnum, sem gætu aðstoðað við að svara spurningunni um hvort þar hafi verið líf. Líka spurning um framtíðina „En þetta er ekki bara spurningin um fortíðina á Mars. Þetta er líka spurningin um okkur, að fara til Mars í framtíðinni. Því þarna er líka verið að gera tilraunir með hvort það sé hægt að framleiða súrefni fyrir okkur úr andrúmsloftinu. Það er verið að skilja aðstæður, veður, loftslag og allt umhverfið betur þannig við séum best undirbúin fyrir það þegar við sendum fólk til Mars,“ segir Ari Kristinn. Ari Kristinn vann við þróun hugbúnaðar fyrir Mars-jeppana Spirit og Opportunity og segir tilfinninguna við lendingu sem þessa ólýsanlega. „Þetta er margra ára vinna hundruða einstaklinga sem liggur að baki svona ferð. Það þarf allt að ganga upp til að vel takist til. Þannig spennan er ólýsanleg.“
Mars Geimurinn Vísindi Bandaríkin Tengdar fréttir Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30 Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Perseverance lent en leitin að lífi hefst ekki strax Lending vélmennisins Persverance, eða Þrautseigja, á Mars virðist hafa heppnast fullkomlega í gær. Fyrstu myndirnar frá vélmenninu bárust fljótt en það verður þó ekki hreyft fyrr en eftir nokkrar vikur. 19. febrúar 2021 11:30
Perserverance lent á Mars Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. 18. febrúar 2021 21:20