„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 18:16 Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og fagstjóri hjá Eflu verkfræðistofu. aðsend mynd Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Mygla í húsnæði og möguleg áhrif hennar á lýðheilsu hefur verið töluvert í umræðunni upp á síðkastið, einkum í tengslum við fréttir af myglu sem upp hefur komið á nýjan leik í Fossvogsskóla. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu ræddi um myglu í húsum og áhrif hennar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hún var meðal annars spurð hvort mygla sé algengari nú en áður. „Það er góð spurning og í rauninni kannski ekki eitthvað sem að við vitum nógu vel. Þetta er meira í umræðunni, við vitum meira af þessu. Við erum meðvituð um að ef við finnum einhver einkenni í ákveðnum byggingum að það gæti verið út af rakaskemmdum eða einhverju slíku,“ segir Sylgja. Lengi vel vanþekking á vandamálinu „Síðan er annað sem er svolítið mikilvægt að við áttum okkur á er að mjög mikið af okkar húsakosti er komið á þann tíma að við erum farin að finna fyrir því ef að við sinnum ekki nógu góðu viðhaldi,“ segir Sylgja. Vanþekking á rakavandamálum á Íslandi hafi verið til staðar og ekki hafi verið brugðist nógu vel við því hingað til. „Við höfum verið að gera við húsnæði sem leka án þess oft að fara inn og klára viðgerðirnar innandyra með því að fjarlægja rakaskemmdir í byggingarefni. Og það er það sem við erum helst að sjá núna með hús sem eru komin á þennan aldur núna, fjörutíu til sextíu ára, það eru gamlir lekar sem við höfðum ekki brugðist við innandyra,“ útskýrir Sylgja. Gluggalekar og léleg þétting meðfram gluggum sé ein helsta áskorunin. Þar séu tækifæri til bætingar. „Í dag í nýrri húsum sem eru einangruð að utan þá sjáum við lekana miklu fyrr, það er að segja, það kjaftar fyrr frá. Við tökum eftir því og getum brugðist við,“ segir Sylgja. Góð loftskipti lykillinn Þá leggur hún áherslu á mikilvægi góðrar loftræstingar. „Við þurfum að vera dugleg að hafa loftskipti í húsunum okkar af því að við byggjum þétt,“ segir Sylgja. Stundum dugi ekki til aðeins að opna glugga. „Við þurfum að kynda og tryggja loftskipti og stundum dugar ekkert annað en vélræn loftskipti til að tryggja gegnumblástur og loftskipti eins og við viljum hafa,“ segir Sylgja. Skoða þurfi í hverju tilfelli hvaða leiðir henta í hverju húsnæði. Mygla í hverju húsi Hún segir eðlilegt að mygla myndist á heimilum upp að vissu marki, algengt sé að mygla byrji að myndast til dæmis við óþétta glugga eða blöndunartæki. Alltaf ætti að fjarlægja mylgu sem byrjar að myndast verði maður hennar var. „Í lýðheilsulegu tilliti þá ættum við alltaf að fjarlægja það. Við ættum að hreinsa reglulega niðurföllin, fylgjast með kíttinu í kringum sturtuna og fylgjast með þessum þéttingum sem eru í kringum votrými og annað. Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi, ég get alveg sagt ykkur það, en við eigum samt að vera meðvituð um að halda því niðri og ekki hafa viðvarandi leka og raka,“ segir Sylgja. Viðtalið við hana í heild sinni í Reykjavík síðdegis í dag má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Húsráð Húsnæðismál Heilbrigðismál Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík síðdegis Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira