Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 14:01 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fagnar hér einum af mörgum sigrum á sínum ferli. Vísir/Daníel Þór Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. „Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira
„Endurkoma drottningarinnar,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir þegar hún hóf umfjöllunina um endurkomu Önnu Úrsúlu. „Ég ætla ekki að segja að hakan hafi endað niðri í gólfi,“ sagði Svava og Haraldur Þorvarðarson skaut þá inn í: „Hvernig ná þessir þjálfarar alltaf að koma þeim aftur inn á völlinn. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Haraldur. Svava Kristín var búin að grafa upp viðtal við Önnu Úrsúlu síðan í apríl á síðasta ári þegar hún sagði að hún væri búin að henda síðustu handboltaskónum. Klippa: Seinni bylgjan: Endurkoma Önnu Úrsúlu „Þetta er bara svo ógeðslega gaman. Anna er búin að vera að æfa með Valsstelpunum síðan í desember. Ég hef sjálf verið niðri á Hlíðarenda að kíkja aðeins og fá að hlaupa með,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir sem hefur unnið nokkra titlana með Önnu. „Ég skildi svo Önnu þegar hún fékk spurninguna: Þú ert bara komin aftur. Ræktin er lokuð og ég er þriggja barna móðir. Ég þarf að komast út. Svona kannski byrjaði þetta en svo leiddi eitt af öðru,“ sagði Íris Ásta. Svava Kristín sýndi viðtal við Önnu Úrsúlu eftir fyrsta leikinn eftir endurkomuna þar sem hún talaði um að hún þurfti einhvern veginn að losna við Ágúst af bakinu. „Mér fannst auðveldara að koma og spila aðeins heldur en að vera heima og fá stanslaus símtöl,“ sagði Anna Úrsúla í viðtalinu. Anna sagði að Ágúst Jóhannsson væri svo andskoti góður sölumaður og hún ætlaði að prófa að taka einn leik. „Anna mín, hann er ekki að fara að leyfa þér að taka bara einn leik, trúðu mér,“ sagði Svava Kristín en hvað gefur Anna Valsliðinu á lokasprettinum. „Hún gefur þessu Valsliði rosalega mikið og sérstaklega af því að það vantar línumann,“ sagði Íris Ásta. „Hún kemur líka sterk inn fyrir leikmann eins og Mariam því Anna getur bara verið hennar mentor og maður sér það á æfingum. Anna er að stýra vörninni sem þristur en hún er líka að kenna Mariam hvernig er að vera þessi alvöru þristur og taka þau völd að stýra vörninni,“ sagði Íris Ásta sem sér að með þessu geti Mariam Eradze tekið skrefið enn lengra og orðið betri leikmaður. „Það er enginn að fara að skjóta yfir þessa vörn þegar Anna er komin í toppstand. Mariam og Anna saman eru rosalegur veggur,“ sagði Haraldur. Það má horfa á alla umfjölluna um endurkomu Önnu Úrsúlu hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Valur Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Sjá meira